Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. september 2025 14:38 Korpuskóli hefur verið nýttur sem önnur aðstaða fyrir til dæmis nemendur Fossvogsskóla þegar í ljós kom að mygla væri í þeim síðarnefnda. Reykjavíkurborg Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hefja innkaupaferli vegna framkvæmda í Korpuskóla. Ætlunin er að Korpuskóli taki við nemendum úr Klettaskóla, þar sem færri komast að en vilja. Umhverfis- og skipulagssvið óskaði eftir heimild frá borgarráði til að hefja innkaupaferli vegna framkvæmdanna. Kostnaðaráætlun við framkvæmdirnar er þrjú hundruð milljónir króna samkvæmt fundargerð borgarráðsins. Ráðist verður í framkvæmdirnar til að breyta Korpuskóla svo hann taki mið af starfseminni í Klettaskóla, sérskóla fyrir grunnskólabörn. Skólabyggingin verði endurskipulögð og aðlöguð að sérhæfðu skólastarfi sem fram fer í Klettaskóla. Korpuskóli hefur ítrekað verið nýttur fyrir nemendur annarra skóla sem geta ekki dvalið í skólabyggingunni vegna ýmissa ástæðna. Til að mynda árið 2022 voru þar nemendur í áttunda bekk í Hagaskóla á meðan leyst var úr brunavarnarmálum í öðru bráðabirgðahúsnæði þeirra. Árið áður nýttu nemendur í Fossvogsskóla Korpuskóla þegar mygla kom upp í fyrrnefndum skóla. Stuttu síðar kom í ljós að einnig var mygla í Korpuskóla. Framkvæmdirnar felast í aðlögun kennslustofa og stuðningsrýma og stækkun kaffistofu og vinnaðstoðu starfsfólks skólans. Þá á að breyta aðkomu og tengingu innan byggingarinnar samkvæmt algildri hönnun, hönnunarstefn u sem tekur tillit til allra notenda byggingarinnar. Líkt og RÚV greindi frá þurfti að hafna 26 umsóknum barna sem vildu ganga í Klettaskóla. Fulltrúar borgarstjórnar tóku undir fyrirhugaðar framkvæmdir. „Þörfin fyrir þessi pláss er afar brýn eins og sést á því að 26 börnum var synjað um skólavist í Klettaskóla núna í haust,“ sagði Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, í bókun í fundargerðinni. Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Helga Þórðardóttir, borgarfulltrúar meirihluta borgarstjórnar, taka einnig undir framkvæmdirnar. „Það er því fagnaðarefni að ráðist sé í breytingar á Korpuskóla til að anna eftirspurninni eftir sérskólavist í Reykjavík. Brýnt er að ráðast í frekari uppbyggingu sérskóla svo ekki þurfi að synja nemendum um skólavist sem sannarlega eiga rétt á því að sækja sér nám í umhverfi sem hæfir þeim,“ segja fulltrúar meirihlutans í bókuninni. Grunnskólar Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira
Umhverfis- og skipulagssvið óskaði eftir heimild frá borgarráði til að hefja innkaupaferli vegna framkvæmdanna. Kostnaðaráætlun við framkvæmdirnar er þrjú hundruð milljónir króna samkvæmt fundargerð borgarráðsins. Ráðist verður í framkvæmdirnar til að breyta Korpuskóla svo hann taki mið af starfseminni í Klettaskóla, sérskóla fyrir grunnskólabörn. Skólabyggingin verði endurskipulögð og aðlöguð að sérhæfðu skólastarfi sem fram fer í Klettaskóla. Korpuskóli hefur ítrekað verið nýttur fyrir nemendur annarra skóla sem geta ekki dvalið í skólabyggingunni vegna ýmissa ástæðna. Til að mynda árið 2022 voru þar nemendur í áttunda bekk í Hagaskóla á meðan leyst var úr brunavarnarmálum í öðru bráðabirgðahúsnæði þeirra. Árið áður nýttu nemendur í Fossvogsskóla Korpuskóla þegar mygla kom upp í fyrrnefndum skóla. Stuttu síðar kom í ljós að einnig var mygla í Korpuskóla. Framkvæmdirnar felast í aðlögun kennslustofa og stuðningsrýma og stækkun kaffistofu og vinnaðstoðu starfsfólks skólans. Þá á að breyta aðkomu og tengingu innan byggingarinnar samkvæmt algildri hönnun, hönnunarstefn u sem tekur tillit til allra notenda byggingarinnar. Líkt og RÚV greindi frá þurfti að hafna 26 umsóknum barna sem vildu ganga í Klettaskóla. Fulltrúar borgarstjórnar tóku undir fyrirhugaðar framkvæmdir. „Þörfin fyrir þessi pláss er afar brýn eins og sést á því að 26 börnum var synjað um skólavist í Klettaskóla núna í haust,“ sagði Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, í bókun í fundargerðinni. Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Helga Þórðardóttir, borgarfulltrúar meirihluta borgarstjórnar, taka einnig undir framkvæmdirnar. „Það er því fagnaðarefni að ráðist sé í breytingar á Korpuskóla til að anna eftirspurninni eftir sérskólavist í Reykjavík. Brýnt er að ráðast í frekari uppbyggingu sérskóla svo ekki þurfi að synja nemendum um skólavist sem sannarlega eiga rétt á því að sækja sér nám í umhverfi sem hæfir þeim,“ segja fulltrúar meirihlutans í bókuninni.
Grunnskólar Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira