Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Lovísa Arnardóttir skrifar 6. september 2025 08:02 Hverfið er nokkuð gróið. Áætlað er að byggja hús á lóðinni sem verði að hámarki þrjár hæðir. Vísir/Anton Brink Íbúar við Laugarásveg og í kring mótmæla byggingu nýs tvíbýlishús á lóð við svokallað Gunnarshús. Þar er vinsæl sleðabrekka og samkomustaður fyrir börn og fullorðna í hverfinu. Rithöfundasamband Íslands, sem rekið er í Gunnarshúsi, tekur undir mótmælin. Framkvæmdastjóri segist frekar vilja börn en byggingu á lóðinni. Áætlað er að byggja á lóðinni tvíbýlishús sem verður að hámarki þrjár hæðir með jarðhæð, ásamt hæð og risi á lóð við Laugarásveg 59 í Reykjavík. Lóðin var áður hluti af eignarlóð við Dyngjuveg 8 þar sem svokallað Gunnarshús stendur og hefur ávallt staðið auð samkvæmt samkomulagi sem Gunnar gerði við borgina. Hafin er undirskriftasöfnun gegn framkvæmdunum af hálfu íbúa. Skilgreint sem íbúðarbyggð Í skipulagslýsingu fyrir Laugarásveg 59 kemur fram að lóðin sé í heild 1.392,0 m2 að stærð og að lóðin sé í grónu hverfi fyrir ofan Laugardalinn. Lóðin afmarkast af göngustíg til suðausturs sem tengir Dyngjuveg við Laugarásveg, Dyngjuvegs 8 (Gunnarshús) til norðausturs, Laugarássvegs 57 til norðvesturs, Laugarássvegs 55 til vesturs, og Laugarássvegs 61 og 63 og 65 til suðurs og suðvesturs. Þá kemur fram að byggðin umhverfis lóð einkennist af eins til þriggja hæða einbýlis- og tvíbýlishúsum og að samkvæmt aðalskipulagi sé lóðin skilgreind sem íbúðarbyggð og að ekkert deiliskipulag sé í gildi fyrir svæðið. Í skipulagslýsingu segir að útfæra verði vel aðkomu bíla að lóðinni svo hægt sé að tryggja öryggi. Vísir/Anton Brink Hvað varðar aðkomu að lóðinni og bílastæði segir í skipulagslýsingunni að aðkoma frá Laugarásvegi liggi í gegnum lóðirnar á Laugarásvegi 55 og Laugarásvegi 61 og að í framkvæmdum við nýja byggingu verði að tryggja þurfi að aðkoma verði útfærð með sem bestu hætti þannig öryggi umferðar verði sem best. Mælst er til þess að yfirborð aðkomugötu verði hellulögð líkt og núverandi aðkomugata er öll. Það sendi þau skilaboð til ökumanna að um samrými sé að ræða og aka skuli með fullri gát. Þá segir að bílastæði skuli vera staðsett innan lóðar og útfærð í samræmi við Bíla- og hjólastæðareglur Reykjavíkurborgar. Í skipulagslýsingunni er einnig fjallað um að gróður og garðsvæði skuli vera í samræmi við staðaranda hverfisins og að miða eigi við að afmarkað svæði á austurhluta lóðarinnar, sem liggur upp við göngustíginn, verði nýtt til garðs, leik eða samverusvæða fyrir almenning. Saga hússins og lóðanna tveggja við Dyngjuveg og Laugarásveg er samofin. Húsið við Dyngjuveg og lóðin var áður í eigu Gunnars Gunnarsson skálds en með lóðarleigusamningi sem var gerður árið 1951 var honum veittur afnotaréttur yfir lóðinni á Laugarársvegi 59. Samningurinn var meðal annars bundinn þeirri kvöð að óheimilt væri að reisa byggingar á lóðinni nema með sérstöku leyfi bæjarstjórnar og að samningurinn væri í gildi á meðan að Gunnar, ekkja og börn hans byggju þar. Gunnar og kona hans Francizka í Gunnarshúsi. Rithöfundasamband Íslands Árið 1992 afsalaði svo dóttir Gunnars, Franzisca Gunnarsdóttir, borgarsjóði Reykjavíkur alla fasteignina Dyngjuvegi 8 og öllu sem eigninni fylgdi þar með talið leigulóðarréttindum. Reykjavíkurborg gaf svo Rithöfundasambandi Íslands húsið að Dyngjuvegi 8 og afnot af lóðinni, en þó aðeins að Dyngjuvegi 8. Heiðursmannasamkomulagið í raun enn í gildi Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, RSÍ, segir það skýrt í öllum samningum að RSÍ á enga aðkomu að framkvæmdum á lóðinni. Lóðin sé eign borgarinnar og þau geti ráðstafað henni að vild, en væri aðkoma þeirra einhver að framkvæmdum myndu þau mótmæla nýrri byggingu á lóðinni. „Þetta er hús Gunnars Gunnarsson skálds og Franziscu konu hans. Við höfum verið hér frá 1997 þegar Reykjavíkurborg lánaði okkur húsið og gaf okkur það svo 2012,“ segir Ragnheiður. Hún segir alveg skýrt að það hafi verið heiðursmannasamkomulag milli Gunnars og fjölskyldu við Reykjavíkurborg að meðan fjölskyldan byggi í húsinu yrði ekki byggt á lóðinni fyrir neðan húsið. Þegar RSÍ fékk húsið sé líka alveg skýrt að þau fengu ekki neðri lóðina með. „Stjórnsýslulega séð höfum við ekkert með neðri lóðina að gera en hins vegar hefur þetta heiðursmannasamkomulag, sem við erum ekki partur af, gilt í þessi 30 ár sem við höfum verið hérna. Það hefur ekki verið hróflað við neðri lóðinni síðan.“ Ragnheiður Tryggvadóttir hefur starfað í Gunnarshúsi og séð margar kynslóðir renna sér í brekkunni. Aðsend Hún segir brekkuna góða og örugga og það sé yfirleitt merki um að veturinn sé kominn þegar börnin koma með sleðana. „Eins og þegar Vilborg Dagbjartsdóttir, rithöfundur og félagi okkar heitin, sagði að lítil börn með skólatöskur væru það sem væri einkennandi fyrir haustið þá er hér í Gunnarshúsi það skríkjandi börn á sleðum sem eru einkennandi fyrir veturinn. Okkur hefur fundist það óskaplega skemmtilegt.“ Ragnheiður segir Reykjavíkurborg auðvitað mega byggja á lóðinni en að þeirra mati snúist þetta frekar um söguna og mikilvægi þess að varðveita græn svæði í hverfinu. „Við viljum börn frekar en byggingar, en við erum ekki íbúar. Við rekum starfsemi og erum eins og skrifstofa. En við kjósum frekar að þetta sé, í sögulegu samhengi, og með tilliti til mikillar notkunar, þá kjósum við frekar að brekkan standi auð.“ Brekkan er í miðju og nokkuð örugg að mati íbúa fyrir börn að renna í um vetur. Eins og má sjá er aðgengi nokkuð gott líka á hellulögðum göngustíg sem liggur frá Dyngjuvegi og að Laugarásvegi. Vísir/Anton Brink Ragnheiður hefur sjálf starfað í Gunnarshúsi í um þrjátíu ár og hefur þannig séð kynslóð eftir kynslóð renna sér í brekkunni og leika sér. „Það fer aðeins um mann að vita að það eigi að gera þetta. Það sem skiptir máli í þessu er að þegar við komum hefði verið hægt að byggja strax en hún hefur verið látin standa óhreyfð í þrjátíu ár. Það er þannig eins og heiðursmannasamkomulagið hafi áfram verið virt.“ Leita umsagna til 25. september Fjallað var um uppbyggingu á Laugarásvegi 59 á nýlegum fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur en í skipulagsgátt er einnig til meðferðar núna breyting á deiliskipulagi til að hægt sé að hefja uppbyggingu á reitnum. Þar kemur fram að til standi að byggja íbúðarhús á tveimur til þremur hæðum á núverandi lóð í formi tvíbýlishúss. „Þar sem hvorri íbúð fyrir sig verði heimilt að koma fyrir aukaíbúð innan íbúðar til að koma til móts við mismunandi fjölskyldumynstur og stærðir fjölskyldna,“ segir á vef skipulagsgáttar en hægt er að skila athugasemdum um breytingarnar til 25. september. Börn, unglingar og fullorðnir nota brekkuna sem samkomustað. Vísir/Anton Brink Þegar fréttin er birt er aðeins ein athugasemd í gáttinni. Hún er frá Veitum. Þar kemur fram að Veitur hafi kynnt sér tillöguna og geri ekki athugasemdir við hana en benda þó á að þrjár heimlagnir fyrir aðliggjandi hús liggi í gegnum lóðina. Því sé nauðsynlegt að færslu lagnanna verði lokið áður en bygging nýbyggingar hefst á lóðinni. Í minnisblaði með fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs um framkvæmdirnar er ítarlega fjallað um þær og skipulagið á svæðinu. Minnisblaðið er tekið saman af lögfræðingi á skrifstofu stjórnsýslu og gæða hjá Reykjavíkurborg. „Laugarásvegur er rótgróið og eftirsótt hverfi í Laugardalnum sem stór einbýlishús setja svip sinn á. Skv. byggðakönnun sem var unnin af Minjastofnun Íslands er bent á að ákveðin stefna hafi verið mörkuð í upphafi þegar hverfið var byggt og hefur henni verið haldið síðan,“ segir í minnisblaðinu. Þar kemur einnig fram að árið 1998 hafi hjónin Halldóra Vífilsdóttir og Þór Sigfússon óskað eftir því að kaupa lóðina til að byggja á henni einbýlishús. Í bréfi Borgarráðs um kaupin kemur fram að hægt sé að ráðstafa henni en það verði þó ekki gert „að svo stöddu vegna sérstöðu hennar í grónu og eftirsóttu hverfi“. Borgarráð hafi þó á sama tíma lagt til að borgarsjóður eigi hana áfram til að úthluta síðar sem „bótalóð“ en auglýsi að öðrum kosti eftir tilboðum í hana. Einbýlishúsin helsta einkenni byggðarinnar Í minnisblaðinu er jafnframt fjallað um að í byggðakönnun frá árinu 2013, sem unnin var af Minjasafni Reykjavíkur, sé tilgreint að íbúðarhverfið við Laugarásveg hafi risið á árunum 1950 til 1970 og verið eitt fyrsta hverfið sem var skipulagt fyrir stór einbýlishús. Það sé eitt helsta einkenni byggðarinnar, þó megi finna sambýlishús inn á milli. Þá sé jafnframt í hverfinu að finna dæmi um þann arkitektúr sem hafi verið ríkjandi á þeim tíma sem hverfið byggðist upp. Í könnuninni er lagt til að vernda ætti hverfið með hverfisvernd og að taka ætti mið af gerð húsanna og byggingarstíl við uppbyggingu þess. Lovísa Guðbrandsdóttir býr við Laugarásveg og er með útsýni yfir brekkuna í stofunni. Hún, ásamt fleiri íbúum í hverfinu, safnar nú undirskriftum gegn þessari uppbyggingu á svæðinu. Hún segist orðin þreytt, eins og íbúar víðar í borginni, á yfirgangi hjá ríkjandi meirihluta að þétta byggð. „Það er eins og líf fólks og nærumhverfi skipti engu máli. Því er bara rústað eins og er verið að gera hérna núna. Brekkan heitir Gunnarsbrekka og það eitt og sér segir allt sem segja það. Þetta er svo mikil tenging við menningu þessa rithöfundar. Þetta hefur verið svona frá upphafi og er orðið rótgróið í umhverfið.“ Hér er Lovísa í stofunni með hundi og barni að fylgjast með börnum leika sér í brekkunni. Aðsend Hún segir þetta ekki eingöngu skipta þau sem búa næst brekkunni máli heldur skipti þetta máli fyrir alla íbúa hverfisins, og þá sérstaklega börnin. Hún hafi heyrt frá fólki í bæði 104 og 105 að þau séu mótfallin þessari uppbyggingu. „Það er stanslaus veisla hérna yfir veturinn. Það þarf ekki einu sinni snjó. Það er nóg að grasið sé frosið þá eru krakkarnir komnir með snjóþoturnar. Fólk lærir hérna á skíði. Á kvöldin eru svo unglingarnir hérna og jógahópar frá geðdeildinni á daginn. Svo koma hingað í sólinni hópar sem eru í líkamsrækt í World Class eða Hreyfingu. Þetta er rosalega mikið samkomu- og útivistarsvæði og hluti af daglegu lífi fólks.“ Börn að leik í brekkunni með Gunnarshús að baki sér. Aðsend Laugarásvegurinn liggur beint við Laugardalinn og er því ekki langt fyrir börn eða annað fólk að fara til að njóta útivistar. Lovísa segir vandamálið við að vísa börnum þangað að þá þurfi þau að þvera stóra umferðargötu. Umferðin sé afar þung á Laugarásveginum og það geti verið hættulegt fyrir börn að fara yfir þar. Lovísa segir íbúa stefna á að funda með Rithöfundasambandinu og þau stefni á að senda inn síma umsögn í Skipulagsgáttina. Þá sé unnið að því að koma upp undirskriftalista. „Við erum mjög ósátt að það sé verið að taka allt þetta frá okkur í þessu nærumhverfi og ætlum að reyna að taka þetta alla leið. Maður þarf að fylgjast með til að vera öruggur og það er svo fúlt að geta ekki treyst þeim sem eru valdir til að gera vel og vanda til verksins. Það er ekki gert í þessum geira. Maður sér að það er slagur út um alla borg, í Vesturbænum, Grafarvogi og Breiðholti. Það segir svo mikið um aðferðarfræðina sem er verið að nota. “ Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Umræða um „ofurþéttingu“ sé leidd af Diljá og Guðlaugi Þór Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2024 22:49 Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Íbúar í Árskógum í Breiðholti festa ekki svefn vegna áhyggja af framkvæmdum á nýjum skjólvegg og göngustíg beint fyrir framan hús þeirra. Hús í sömu götu hefur verið í fréttum vegna græna gímaldsins svokallaða. 16. júlí 2025 20:06 Segir stefna í menningarslys á Birkimel Stjórnendur fjögurra stofnana gagnrýna áform Reykjavíkur og lýsa blokk sem stendur til að byggja í Vesturbæ sem aðskotahlut. Arkitekt á svæðinu segir að um menningarslys sé að ræða. 17. júní 2025 19:23 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Áætlað er að byggja á lóðinni tvíbýlishús sem verður að hámarki þrjár hæðir með jarðhæð, ásamt hæð og risi á lóð við Laugarásveg 59 í Reykjavík. Lóðin var áður hluti af eignarlóð við Dyngjuveg 8 þar sem svokallað Gunnarshús stendur og hefur ávallt staðið auð samkvæmt samkomulagi sem Gunnar gerði við borgina. Hafin er undirskriftasöfnun gegn framkvæmdunum af hálfu íbúa. Skilgreint sem íbúðarbyggð Í skipulagslýsingu fyrir Laugarásveg 59 kemur fram að lóðin sé í heild 1.392,0 m2 að stærð og að lóðin sé í grónu hverfi fyrir ofan Laugardalinn. Lóðin afmarkast af göngustíg til suðausturs sem tengir Dyngjuveg við Laugarásveg, Dyngjuvegs 8 (Gunnarshús) til norðausturs, Laugarássvegs 57 til norðvesturs, Laugarássvegs 55 til vesturs, og Laugarássvegs 61 og 63 og 65 til suðurs og suðvesturs. Þá kemur fram að byggðin umhverfis lóð einkennist af eins til þriggja hæða einbýlis- og tvíbýlishúsum og að samkvæmt aðalskipulagi sé lóðin skilgreind sem íbúðarbyggð og að ekkert deiliskipulag sé í gildi fyrir svæðið. Í skipulagslýsingu segir að útfæra verði vel aðkomu bíla að lóðinni svo hægt sé að tryggja öryggi. Vísir/Anton Brink Hvað varðar aðkomu að lóðinni og bílastæði segir í skipulagslýsingunni að aðkoma frá Laugarásvegi liggi í gegnum lóðirnar á Laugarásvegi 55 og Laugarásvegi 61 og að í framkvæmdum við nýja byggingu verði að tryggja þurfi að aðkoma verði útfærð með sem bestu hætti þannig öryggi umferðar verði sem best. Mælst er til þess að yfirborð aðkomugötu verði hellulögð líkt og núverandi aðkomugata er öll. Það sendi þau skilaboð til ökumanna að um samrými sé að ræða og aka skuli með fullri gát. Þá segir að bílastæði skuli vera staðsett innan lóðar og útfærð í samræmi við Bíla- og hjólastæðareglur Reykjavíkurborgar. Í skipulagslýsingunni er einnig fjallað um að gróður og garðsvæði skuli vera í samræmi við staðaranda hverfisins og að miða eigi við að afmarkað svæði á austurhluta lóðarinnar, sem liggur upp við göngustíginn, verði nýtt til garðs, leik eða samverusvæða fyrir almenning. Saga hússins og lóðanna tveggja við Dyngjuveg og Laugarásveg er samofin. Húsið við Dyngjuveg og lóðin var áður í eigu Gunnars Gunnarsson skálds en með lóðarleigusamningi sem var gerður árið 1951 var honum veittur afnotaréttur yfir lóðinni á Laugarársvegi 59. Samningurinn var meðal annars bundinn þeirri kvöð að óheimilt væri að reisa byggingar á lóðinni nema með sérstöku leyfi bæjarstjórnar og að samningurinn væri í gildi á meðan að Gunnar, ekkja og börn hans byggju þar. Gunnar og kona hans Francizka í Gunnarshúsi. Rithöfundasamband Íslands Árið 1992 afsalaði svo dóttir Gunnars, Franzisca Gunnarsdóttir, borgarsjóði Reykjavíkur alla fasteignina Dyngjuvegi 8 og öllu sem eigninni fylgdi þar með talið leigulóðarréttindum. Reykjavíkurborg gaf svo Rithöfundasambandi Íslands húsið að Dyngjuvegi 8 og afnot af lóðinni, en þó aðeins að Dyngjuvegi 8. Heiðursmannasamkomulagið í raun enn í gildi Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, RSÍ, segir það skýrt í öllum samningum að RSÍ á enga aðkomu að framkvæmdum á lóðinni. Lóðin sé eign borgarinnar og þau geti ráðstafað henni að vild, en væri aðkoma þeirra einhver að framkvæmdum myndu þau mótmæla nýrri byggingu á lóðinni. „Þetta er hús Gunnars Gunnarsson skálds og Franziscu konu hans. Við höfum verið hér frá 1997 þegar Reykjavíkurborg lánaði okkur húsið og gaf okkur það svo 2012,“ segir Ragnheiður. Hún segir alveg skýrt að það hafi verið heiðursmannasamkomulag milli Gunnars og fjölskyldu við Reykjavíkurborg að meðan fjölskyldan byggi í húsinu yrði ekki byggt á lóðinni fyrir neðan húsið. Þegar RSÍ fékk húsið sé líka alveg skýrt að þau fengu ekki neðri lóðina með. „Stjórnsýslulega séð höfum við ekkert með neðri lóðina að gera en hins vegar hefur þetta heiðursmannasamkomulag, sem við erum ekki partur af, gilt í þessi 30 ár sem við höfum verið hérna. Það hefur ekki verið hróflað við neðri lóðinni síðan.“ Ragnheiður Tryggvadóttir hefur starfað í Gunnarshúsi og séð margar kynslóðir renna sér í brekkunni. Aðsend Hún segir brekkuna góða og örugga og það sé yfirleitt merki um að veturinn sé kominn þegar börnin koma með sleðana. „Eins og þegar Vilborg Dagbjartsdóttir, rithöfundur og félagi okkar heitin, sagði að lítil börn með skólatöskur væru það sem væri einkennandi fyrir haustið þá er hér í Gunnarshúsi það skríkjandi börn á sleðum sem eru einkennandi fyrir veturinn. Okkur hefur fundist það óskaplega skemmtilegt.“ Ragnheiður segir Reykjavíkurborg auðvitað mega byggja á lóðinni en að þeirra mati snúist þetta frekar um söguna og mikilvægi þess að varðveita græn svæði í hverfinu. „Við viljum börn frekar en byggingar, en við erum ekki íbúar. Við rekum starfsemi og erum eins og skrifstofa. En við kjósum frekar að þetta sé, í sögulegu samhengi, og með tilliti til mikillar notkunar, þá kjósum við frekar að brekkan standi auð.“ Brekkan er í miðju og nokkuð örugg að mati íbúa fyrir börn að renna í um vetur. Eins og má sjá er aðgengi nokkuð gott líka á hellulögðum göngustíg sem liggur frá Dyngjuvegi og að Laugarásvegi. Vísir/Anton Brink Ragnheiður hefur sjálf starfað í Gunnarshúsi í um þrjátíu ár og hefur þannig séð kynslóð eftir kynslóð renna sér í brekkunni og leika sér. „Það fer aðeins um mann að vita að það eigi að gera þetta. Það sem skiptir máli í þessu er að þegar við komum hefði verið hægt að byggja strax en hún hefur verið látin standa óhreyfð í þrjátíu ár. Það er þannig eins og heiðursmannasamkomulagið hafi áfram verið virt.“ Leita umsagna til 25. september Fjallað var um uppbyggingu á Laugarásvegi 59 á nýlegum fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur en í skipulagsgátt er einnig til meðferðar núna breyting á deiliskipulagi til að hægt sé að hefja uppbyggingu á reitnum. Þar kemur fram að til standi að byggja íbúðarhús á tveimur til þremur hæðum á núverandi lóð í formi tvíbýlishúss. „Þar sem hvorri íbúð fyrir sig verði heimilt að koma fyrir aukaíbúð innan íbúðar til að koma til móts við mismunandi fjölskyldumynstur og stærðir fjölskyldna,“ segir á vef skipulagsgáttar en hægt er að skila athugasemdum um breytingarnar til 25. september. Börn, unglingar og fullorðnir nota brekkuna sem samkomustað. Vísir/Anton Brink Þegar fréttin er birt er aðeins ein athugasemd í gáttinni. Hún er frá Veitum. Þar kemur fram að Veitur hafi kynnt sér tillöguna og geri ekki athugasemdir við hana en benda þó á að þrjár heimlagnir fyrir aðliggjandi hús liggi í gegnum lóðina. Því sé nauðsynlegt að færslu lagnanna verði lokið áður en bygging nýbyggingar hefst á lóðinni. Í minnisblaði með fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs um framkvæmdirnar er ítarlega fjallað um þær og skipulagið á svæðinu. Minnisblaðið er tekið saman af lögfræðingi á skrifstofu stjórnsýslu og gæða hjá Reykjavíkurborg. „Laugarásvegur er rótgróið og eftirsótt hverfi í Laugardalnum sem stór einbýlishús setja svip sinn á. Skv. byggðakönnun sem var unnin af Minjastofnun Íslands er bent á að ákveðin stefna hafi verið mörkuð í upphafi þegar hverfið var byggt og hefur henni verið haldið síðan,“ segir í minnisblaðinu. Þar kemur einnig fram að árið 1998 hafi hjónin Halldóra Vífilsdóttir og Þór Sigfússon óskað eftir því að kaupa lóðina til að byggja á henni einbýlishús. Í bréfi Borgarráðs um kaupin kemur fram að hægt sé að ráðstafa henni en það verði þó ekki gert „að svo stöddu vegna sérstöðu hennar í grónu og eftirsóttu hverfi“. Borgarráð hafi þó á sama tíma lagt til að borgarsjóður eigi hana áfram til að úthluta síðar sem „bótalóð“ en auglýsi að öðrum kosti eftir tilboðum í hana. Einbýlishúsin helsta einkenni byggðarinnar Í minnisblaðinu er jafnframt fjallað um að í byggðakönnun frá árinu 2013, sem unnin var af Minjasafni Reykjavíkur, sé tilgreint að íbúðarhverfið við Laugarásveg hafi risið á árunum 1950 til 1970 og verið eitt fyrsta hverfið sem var skipulagt fyrir stór einbýlishús. Það sé eitt helsta einkenni byggðarinnar, þó megi finna sambýlishús inn á milli. Þá sé jafnframt í hverfinu að finna dæmi um þann arkitektúr sem hafi verið ríkjandi á þeim tíma sem hverfið byggðist upp. Í könnuninni er lagt til að vernda ætti hverfið með hverfisvernd og að taka ætti mið af gerð húsanna og byggingarstíl við uppbyggingu þess. Lovísa Guðbrandsdóttir býr við Laugarásveg og er með útsýni yfir brekkuna í stofunni. Hún, ásamt fleiri íbúum í hverfinu, safnar nú undirskriftum gegn þessari uppbyggingu á svæðinu. Hún segist orðin þreytt, eins og íbúar víðar í borginni, á yfirgangi hjá ríkjandi meirihluta að þétta byggð. „Það er eins og líf fólks og nærumhverfi skipti engu máli. Því er bara rústað eins og er verið að gera hérna núna. Brekkan heitir Gunnarsbrekka og það eitt og sér segir allt sem segja það. Þetta er svo mikil tenging við menningu þessa rithöfundar. Þetta hefur verið svona frá upphafi og er orðið rótgróið í umhverfið.“ Hér er Lovísa í stofunni með hundi og barni að fylgjast með börnum leika sér í brekkunni. Aðsend Hún segir þetta ekki eingöngu skipta þau sem búa næst brekkunni máli heldur skipti þetta máli fyrir alla íbúa hverfisins, og þá sérstaklega börnin. Hún hafi heyrt frá fólki í bæði 104 og 105 að þau séu mótfallin þessari uppbyggingu. „Það er stanslaus veisla hérna yfir veturinn. Það þarf ekki einu sinni snjó. Það er nóg að grasið sé frosið þá eru krakkarnir komnir með snjóþoturnar. Fólk lærir hérna á skíði. Á kvöldin eru svo unglingarnir hérna og jógahópar frá geðdeildinni á daginn. Svo koma hingað í sólinni hópar sem eru í líkamsrækt í World Class eða Hreyfingu. Þetta er rosalega mikið samkomu- og útivistarsvæði og hluti af daglegu lífi fólks.“ Börn að leik í brekkunni með Gunnarshús að baki sér. Aðsend Laugarásvegurinn liggur beint við Laugardalinn og er því ekki langt fyrir börn eða annað fólk að fara til að njóta útivistar. Lovísa segir vandamálið við að vísa börnum þangað að þá þurfi þau að þvera stóra umferðargötu. Umferðin sé afar þung á Laugarásveginum og það geti verið hættulegt fyrir börn að fara yfir þar. Lovísa segir íbúa stefna á að funda með Rithöfundasambandinu og þau stefni á að senda inn síma umsögn í Skipulagsgáttina. Þá sé unnið að því að koma upp undirskriftalista. „Við erum mjög ósátt að það sé verið að taka allt þetta frá okkur í þessu nærumhverfi og ætlum að reyna að taka þetta alla leið. Maður þarf að fylgjast með til að vera öruggur og það er svo fúlt að geta ekki treyst þeim sem eru valdir til að gera vel og vanda til verksins. Það er ekki gert í þessum geira. Maður sér að það er slagur út um alla borg, í Vesturbænum, Grafarvogi og Breiðholti. Það segir svo mikið um aðferðarfræðina sem er verið að nota. “
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Umræða um „ofurþéttingu“ sé leidd af Diljá og Guðlaugi Þór Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2024 22:49 Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Íbúar í Árskógum í Breiðholti festa ekki svefn vegna áhyggja af framkvæmdum á nýjum skjólvegg og göngustíg beint fyrir framan hús þeirra. Hús í sömu götu hefur verið í fréttum vegna græna gímaldsins svokallaða. 16. júlí 2025 20:06 Segir stefna í menningarslys á Birkimel Stjórnendur fjögurra stofnana gagnrýna áform Reykjavíkur og lýsa blokk sem stendur til að byggja í Vesturbæ sem aðskotahlut. Arkitekt á svæðinu segir að um menningarslys sé að ræða. 17. júní 2025 19:23 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Umræða um „ofurþéttingu“ sé leidd af Diljá og Guðlaugi Þór Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2024 22:49
Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Íbúar í Árskógum í Breiðholti festa ekki svefn vegna áhyggja af framkvæmdum á nýjum skjólvegg og göngustíg beint fyrir framan hús þeirra. Hús í sömu götu hefur verið í fréttum vegna græna gímaldsins svokallaða. 16. júlí 2025 20:06
Segir stefna í menningarslys á Birkimel Stjórnendur fjögurra stofnana gagnrýna áform Reykjavíkur og lýsa blokk sem stendur til að byggja í Vesturbæ sem aðskotahlut. Arkitekt á svæðinu segir að um menningarslys sé að ræða. 17. júní 2025 19:23