Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. september 2025 07:25 Ítrekað kom til átaka milli mótmælenda og löggæsluyfirvalda í Los Angeles í sumar, þar sem aðgerðum yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum var mótmælt. Getty/Anadolu/Tayfun Coskun Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur aflétt takmörkunum sem neðra dómstig hafði sett á eftirlit með ólöglegum innflytjendum í Los Angeles. Ákvörðunin hefur það í för með sér að yfirvöld geta haldið áfram að stöðva fólk og handtaka vegna kynþáttar og málnotkunar. „Ég vil að öll þjóðin hlusti á mig þegar ég segi að þetta er ekki bara árás á íbúa Los Angeles, heldur á alla íbúa allra borga þessa lands,“ sagði Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles, í gær. Hún sagði ákvörðun Hæstaréttar myndu hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mannréttindasamtök segja þúsundir einstaklinga hafa verið stöðvaða og handtekna í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegum innflytjendum. Fólk hafi verið stöðvað fyrir það eitt að vera af rómönskum uppruna, tala bjagaða ensku eða vinna ákveðin störf. Nokkrir einstaklingar höfðuðu mál og í kjölfarið ákvað dómarinn Maame E. Frimpong að takmarka heimildir yfirvalda í Los Angeles og nágrenni. Þau mætti ekki lengur stöðva fólk á grundvelli kynþáttar, tungumálanotkunar, atvinnu eða veru þeirra á ákveðnum stöðum. .@realDonaldTrump's hand-picked SCOTUS majority just became the Grand Marshal for a parade of racial terror in LA.His administration is targeting Latinos — and anyone who doesn’t look or sound like @StephenM's idea of an American — to deliberately harm our families and economy. https://t.co/ESdEQF4XLW— Governor Gavin Newsom (@CAgovernor) September 8, 2025 Hæstaréttardómarinn Brett M. Kavanaugh segir hins vegar í áliti sínu að íbúasamsetning borgarinnar réttlæti aðgerðir innflytjendayfirvalda; um tíu prósent íbúa séu ólöglegir innflytjendur. Þá sé réttlætanlegt að stöðva einstaklinga á grundvelli kynþáttar, málnotkunar og starfa, þar sem margir ólöglegir innflytjendur í Los Angeles komi frá Mexíkó eða Mið-Ameríku, tali ekki mikla ensku og vinni við ákveðin störf. Hæstaréttadómararnir Sonia Sotomayor, Elena Kagan og Ketanji Brown Jackson voru á öndverðum meiði og sögðu Bandaríkjamenn ekki eiga þurfa að búa við það að yfirvöld gætu stöðvað fólk og handtekið bara fyrir það hvernig það liti út eða talaði, eða fyrir það að vinna láglaunastörf. Sotomayor sagði stjórnvöld og meirihluta Hæstaréttar hafa allt að því lýst því yfir að allir af rómönskum uppruna sem ynnu láglaunastörf gætu nú átt það á hættu að verða stöðvaðir og haldið þar til þeir gætu sannað að þeir væru leyfilega í landinu. Hún gagnrýndi sérstaklega þá fullyrðingu Kavanaugh að aðeins væri um að ræða stutt stopp af löggæsluyfirvöldum og sagði fjölda fólks hafa lýst því að hafa verið gripið, kastað í götuna og handjárnað. Allt á grundvelli útlits, hreims eða starfa. Hér má finna umfjöllun New York Times um málið. Bandaríkin Donald Trump Innflytjendamál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
„Ég vil að öll þjóðin hlusti á mig þegar ég segi að þetta er ekki bara árás á íbúa Los Angeles, heldur á alla íbúa allra borga þessa lands,“ sagði Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles, í gær. Hún sagði ákvörðun Hæstaréttar myndu hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mannréttindasamtök segja þúsundir einstaklinga hafa verið stöðvaða og handtekna í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegum innflytjendum. Fólk hafi verið stöðvað fyrir það eitt að vera af rómönskum uppruna, tala bjagaða ensku eða vinna ákveðin störf. Nokkrir einstaklingar höfðuðu mál og í kjölfarið ákvað dómarinn Maame E. Frimpong að takmarka heimildir yfirvalda í Los Angeles og nágrenni. Þau mætti ekki lengur stöðva fólk á grundvelli kynþáttar, tungumálanotkunar, atvinnu eða veru þeirra á ákveðnum stöðum. .@realDonaldTrump's hand-picked SCOTUS majority just became the Grand Marshal for a parade of racial terror in LA.His administration is targeting Latinos — and anyone who doesn’t look or sound like @StephenM's idea of an American — to deliberately harm our families and economy. https://t.co/ESdEQF4XLW— Governor Gavin Newsom (@CAgovernor) September 8, 2025 Hæstaréttardómarinn Brett M. Kavanaugh segir hins vegar í áliti sínu að íbúasamsetning borgarinnar réttlæti aðgerðir innflytjendayfirvalda; um tíu prósent íbúa séu ólöglegir innflytjendur. Þá sé réttlætanlegt að stöðva einstaklinga á grundvelli kynþáttar, málnotkunar og starfa, þar sem margir ólöglegir innflytjendur í Los Angeles komi frá Mexíkó eða Mið-Ameríku, tali ekki mikla ensku og vinni við ákveðin störf. Hæstaréttadómararnir Sonia Sotomayor, Elena Kagan og Ketanji Brown Jackson voru á öndverðum meiði og sögðu Bandaríkjamenn ekki eiga þurfa að búa við það að yfirvöld gætu stöðvað fólk og handtekið bara fyrir það hvernig það liti út eða talaði, eða fyrir það að vinna láglaunastörf. Sotomayor sagði stjórnvöld og meirihluta Hæstaréttar hafa allt að því lýst því yfir að allir af rómönskum uppruna sem ynnu láglaunastörf gætu nú átt það á hættu að verða stöðvaðir og haldið þar til þeir gætu sannað að þeir væru leyfilega í landinu. Hún gagnrýndi sérstaklega þá fullyrðingu Kavanaugh að aðeins væri um að ræða stutt stopp af löggæsluyfirvöldum og sagði fjölda fólks hafa lýst því að hafa verið gripið, kastað í götuna og handjárnað. Allt á grundvelli útlits, hreims eða starfa. Hér má finna umfjöllun New York Times um málið.
Bandaríkin Donald Trump Innflytjendamál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira