Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2025 18:11 Nokkrum sprengjum var varpað á byggingar í Doha í Katar í dag, þar sem leiðtogar Hamas-samtakanna eru sagðir hafa komið saman. AP/UGC Æðstu leiðtogar Hamas-samtakanna lifðu árás Ísraela í Katar í dag af en sex lægra settir leiðtogar féllu í árásinni. Þeirra á meðal er sonur Khalil al-Hayya, leiðtoga Hamas á Gasaströndinni og einn af aðstoðarmönnum hans. Einn meðlimur öryggissveita Katar er einnig sagður hafa fallið í árásinni í dag. Þetta hefur Al-Jazeera eftir einum af pólitískum leiðtogum Hamas en það er fyrsta opinbera yfirlýsing samtakanna um hverjir féllu í árásinni. Talsmenn Hamas hafa áður þvertekið fyrir að hátt settir meðlimir samtakanna hafi ekki fallið þar sem síðar hefur komið í ljós að þeir dóu. Það hefur tekið samtökin nokkra mánuði að staðfesta fráfall leiðtoga. Ísraelski herinn varpaði í dag nokkrum sprengjum á Doha í Katar í dag, þar sem leiðtogar Hamas-samtakanna eru sagðir hafa verið komnir saman til að ræða nýjustu vopnahléstillöguna frá Bandaríkjunum. Sjá einnig: Ísraelar gera loftárásir á Katar Ráðamenn í Ísrael hafa ekki tjáð sig um það hvort þeir telji árásina hafa heppnast eða ekki. Árásin hefur verið harðlega fordæmd af ríkisstjórn Katar, nágrannaríkjum og ráðamönnum annarra landa víða um heim. Reyndu að vara Katara við Pólitískir leiðtogar Hamas-samtakanna hafa haldið til í Doha frá árinu 2011, þegar yfirvöld þar tóku við þeim að beiðni ráðamanna í Bandaríkjunum. Tvennum sögum hefur farið af aðkomu Bandaríkjanna að árásinni í dag. Ísraelskir miðlar sögðu frá því fyrr í dag að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi verið látin vita af árásinni fyrirfram og að „grænt ljós“ hafi verið gefið í Hvíta húsinu. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, hafði þó eftir Donald Trump að árásin væri „óheppilegt atvik“ sem ýtti ekki undir frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þá sagði hún við blaðamenn skömmu fyrir sex að Bandaríkjamenn hafi reynt að láta yfirvöld í Doha vita af árásinni áður en hún hafi verið gerð, en það virðist ekki hafa heppnast vegna lítils fyrirvara. Hún sagði einnig að þessi „einhliða árás innan landamæra Katar, fullvalda þjóðar og náins bandalagsríkis Bandaríkjanna“ þjónaði hvorki hagsmunum Ísrael né hagsmunum Bandaríkjanna. Hún bætti við að það að gera út af við Hamas-samtökin, sem högnuðust á eymd íbúa Gasastrandarinnar væri verðugt markmið. .@karolineleavitt: on the Israeli strike in Doha:"Unilaterally bombing inside Qatar, a sovereign nation and ally... does not advance Israeli's or America's goals. However, eliminating Hamas, who have profited off the misery of those living in Gaza, is a worthy goal." pic.twitter.com/SmYPjPZIBT— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 9, 2025 Leavitt sagði að eftir árásina í dag hafi Trump talað við Benjamín Netanjahú í síma. Hún sagði að eftir símtalið sæti Trump þetta „óheppilega atvik“ til tækifæri fyrir frið. Þá sagði hún að árás sem þessi myndi ekki eiga sér stað aftur, því Trump hefði einnig rætt við emír Katar og forsætisráðherra ríkisins og staðhæft að þetta myndi ekki gerast aftur. Katar Ísrael Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Donald Trump Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Einn meðlimur öryggissveita Katar er einnig sagður hafa fallið í árásinni í dag. Þetta hefur Al-Jazeera eftir einum af pólitískum leiðtogum Hamas en það er fyrsta opinbera yfirlýsing samtakanna um hverjir féllu í árásinni. Talsmenn Hamas hafa áður þvertekið fyrir að hátt settir meðlimir samtakanna hafi ekki fallið þar sem síðar hefur komið í ljós að þeir dóu. Það hefur tekið samtökin nokkra mánuði að staðfesta fráfall leiðtoga. Ísraelski herinn varpaði í dag nokkrum sprengjum á Doha í Katar í dag, þar sem leiðtogar Hamas-samtakanna eru sagðir hafa verið komnir saman til að ræða nýjustu vopnahléstillöguna frá Bandaríkjunum. Sjá einnig: Ísraelar gera loftárásir á Katar Ráðamenn í Ísrael hafa ekki tjáð sig um það hvort þeir telji árásina hafa heppnast eða ekki. Árásin hefur verið harðlega fordæmd af ríkisstjórn Katar, nágrannaríkjum og ráðamönnum annarra landa víða um heim. Reyndu að vara Katara við Pólitískir leiðtogar Hamas-samtakanna hafa haldið til í Doha frá árinu 2011, þegar yfirvöld þar tóku við þeim að beiðni ráðamanna í Bandaríkjunum. Tvennum sögum hefur farið af aðkomu Bandaríkjanna að árásinni í dag. Ísraelskir miðlar sögðu frá því fyrr í dag að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi verið látin vita af árásinni fyrirfram og að „grænt ljós“ hafi verið gefið í Hvíta húsinu. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, hafði þó eftir Donald Trump að árásin væri „óheppilegt atvik“ sem ýtti ekki undir frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þá sagði hún við blaðamenn skömmu fyrir sex að Bandaríkjamenn hafi reynt að láta yfirvöld í Doha vita af árásinni áður en hún hafi verið gerð, en það virðist ekki hafa heppnast vegna lítils fyrirvara. Hún sagði einnig að þessi „einhliða árás innan landamæra Katar, fullvalda þjóðar og náins bandalagsríkis Bandaríkjanna“ þjónaði hvorki hagsmunum Ísrael né hagsmunum Bandaríkjanna. Hún bætti við að það að gera út af við Hamas-samtökin, sem högnuðust á eymd íbúa Gasastrandarinnar væri verðugt markmið. .@karolineleavitt: on the Israeli strike in Doha:"Unilaterally bombing inside Qatar, a sovereign nation and ally... does not advance Israeli's or America's goals. However, eliminating Hamas, who have profited off the misery of those living in Gaza, is a worthy goal." pic.twitter.com/SmYPjPZIBT— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 9, 2025 Leavitt sagði að eftir árásina í dag hafi Trump talað við Benjamín Netanjahú í síma. Hún sagði að eftir símtalið sæti Trump þetta „óheppilega atvik“ til tækifæri fyrir frið. Þá sagði hún að árás sem þessi myndi ekki eiga sér stað aftur, því Trump hefði einnig rætt við emír Katar og forsætisráðherra ríkisins og staðhæft að þetta myndi ekki gerast aftur.
Katar Ísrael Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Donald Trump Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira