Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2025 20:14 Bréfið sem Donald Trump á að hafa sent Jeffrey Epstein þegar hann varð fimmtugur árið 2003. AP/Demókratar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeilda Undirskrift Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á bréfi í bók sem barnaníðingurinn Jeffrey Epstein fékk þegar hann varð fimmtugur er fölsuð. Þessu hélt talskona Trumps aftur fram á blaðamannafundi undir kvöld, eins og hún og fleiri úr röðum Trump-liða gerðu í gær eftir að bréfið og bókin sjálf voru opinberuð. Afrit af bókinni var afhent Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær, ásamt öðrum gögnum úr dánarbúi Epsteins. Nefndin stefndi nýverið dánarbúi Epsteins og fór fram á öll gögn sem gætu á nokkurn hátt tengst mögulegum lista yfir skjólstæðinga Epsteins eða aðra sem komu að barnaníði eða mansali með honum. Áhugsamir geta fundið hluta gagnanna hér. Þar má finna bókina, erfðaskrá Epsteins, tengiliðaskrá hans og umdeilt samkomulag sem hann gerði við saksóknara í Flórída árið 2007. Í umræddri bók, sem Epstein fékk árið 2003, var bréf sem á að vera frá Trump en þeir voru miklir vinir á árum áður. Vinskapurinn beið þó hnekki þegar Trump og Epstein deildu um fasteign í Flórída árið 2004. Bréfið er í raun sett upp eins og samræður eða atriði milli Trumps og Epsteins þar sem þeir eru að tala um leyndarmál þeirra á milli og sameiginlegt áhugamál þeirra. Utan um bréfið hefur verið teiknuð mynd af konu og er undirskriftin látin líta út fyrir að vera skapahár hennar. Segist ekki hafa skrifað bréfið né skrifað undir það Karoline Leavitt, talskona Trumps, var á fundinum í dag spurð út í það hvernig undirskriftin gæti verið einhvers konar samsæri Demókrata ef bókin kæmi frá dánarbúi Epsteins og sagðist hún þá ekki hafa sagt að gögnin væru fölsuð. Þess í stað væri öll umræðan um hana, Epstein og Trump runnin undan rifjum Demókrata. Þannig væri málið „gabb“. Leavitt sagði þó einnig að Trump hefði einhverja frægustu undirskrift heimsins. Hann hefði ekki skrifað bréfið og ekki skrifað undir það. Það væri hans afstaða og til stæði að reyna á hana fyrir dómstólum. Hluta af ummælum Leavitt má finna í spilaranum hér að neðan. Þá má finna lengri útgáfu á upptöku Hvíta hússins af blaðamannafundinum en þau hefjast eftir um 40:30 mínútur en myndbandið ætti að byrja á þeim tíma sé þessum hlekk fylgt. Fjölmiðlar vestanhafs hafa borið undirskriftina á bréfinu saman við aðrar undirskriftir Trumps frá þessum tíma og er óhætt að segja að líkindin séu mikil. Meðal annars má benda á greiningar New York Times og Wall Street Journal. Eftir að WSJ sagði frá tilvist bréfsins í sumar höfðaði Trump mál gegn miðlinum og eiganda hans Rupert Murdoch og fór fram á tíu milljarða dala í skaðabætur. Það samsvarar um 1,2 billjónum króna. Ætlar ekki að rannsaka undirskriftina James R. Comer, Repúblikaninn sem leiðir Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist ekki ætla að láta rannsaka hvort undirskriftin sé fölsuð eða ekki, samkvæmt New York Times. Nefndin hefur til rannsóknar hvernig hið opinbera hefur meðhöndlað mál Epsteins. Hann leiðir aðra rannsókn nefndarinnar sem snýst um að rýna í lögmæti skipana Joes Biden, fyrrverandi forseta, á þeim grunni að hann og starfsfólk hans hafi notað sérstakt tól til að setja undirskrift hans á skjöl. Það er eitthvað sem forsetar Bandaríkjanna hafa ítrekað gert í gegnum árin en Thomas Jefferson keypti til að mynda eitt af fyrstu svona tólunum eftir að þau komu á markað árið 1803. Trump hefur einnig notað þetta tól í forsetatíð sinni. Hugsi yfir því hvernig Epstein hefði ekki setið inni Afmælisbók Epsteins er mjög löng en hún var sett saman af Ghislaine Maxwell, þáverandi kærustu hans og aðstoðarkonu til langs tíma. Hún inniheldur fjölda bréfa frá honum sjálfum og öðrum auk mynda. Í einu bréfi líkir vinur Epsteins honum við aðalpersónu bókarinnar Gamla manninn og hafið eftir Ernest Hemingway, fyrir utan það að í stað þess að veiða fisk, veiddi Epstein konur. Annar talar um óþægilegt kynferðislegt atvik í aftursæti bíls þar sem maður girti niður um konu og lagði hönd sína á kynfæri hennar, en fann þar fyrir hendi annars manns. Þetta atvik mun hafa kætt Epstein mjög. Sá þriðji skrifaði: „Svo margar stelpur, svo lítill tími.“ Í enn einu bréfinu veltir vinur Epsteins vöngum yfir því hvernig hann hafi komist hjá því að sitja inni. Þá inniheldur eitt bréf mynd af Epstein, meðlimi í Mar a Lago, sveitaklúbbi Trumps til langs tíma og ótilgreindri konu en þau halda á stórri ávísun og grínast með að Epstein hafi selt „afskrifaða konu“ til Trumps fyrir 22.500 dali. NEW PAGE FROM EPSTEIN’S BIRTHDAY BOOK: Epstein and a longtime Mar-a-Lago member joking about selling a "fully depreciated" woman to Donald Trump for $22,500. pic.twitter.com/iEMNSRX7X8— Oversight Dems (@OversightDems) September 8, 2025 Í umfjöllun New York Times kemur fram að bókin inniheldur nokkur sambærileg bréf, þar sem vinir Epsteins skrifuðu um hann og ungar konur eða stelpur. Bókin inniheldur margar myndir af fáklæddum konum. Bréfið frá Trump hefur notið hvað mestar athygli en eitt bréf ku vera frá Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lofar barnslega forvitni Epsteins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, og skrifar um það hvernig Epstein vildi hafa áhrif á heiminn. Clinton hefur áður sagt að hann hafi aldrei vitað af glæpum Epsteins og hafi eingöngu ferðast með honum í tengslum við góðgerðastarf. Ýttu undir samsæriskenningar og neituðu svo að birta upplýsingar Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta hans og aðstoðarkona, var árið 2021 dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir með því að hafa útvegað Epstein táningsstúlkur til að brjóta á í gegnum árin. Hún hefur afplánað í alríkisfangelsi í Flórída en var nýverið flutt í lágmarksöryggis fangabúðir í Texas. Það var skömmu eftir að hún var heimsótt af Todd Blanche, aðstoðardómsmálaráðherra. Eftir það var birt afrit af viðtali Blanche við hana þar sem haft er eftir henni að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og fyrrverandi vinur Epsteins, hafi aldrei hegðað sér ósæmilega og að „Epstein-skjölin“ svokölluðu væru ekki til. Sjá einnig: „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Það er listi sem meðlimir áðurnefndrar þingnefndar vilja koma höndum yfir. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Afrit af bókinni var afhent Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær, ásamt öðrum gögnum úr dánarbúi Epsteins. Nefndin stefndi nýverið dánarbúi Epsteins og fór fram á öll gögn sem gætu á nokkurn hátt tengst mögulegum lista yfir skjólstæðinga Epsteins eða aðra sem komu að barnaníði eða mansali með honum. Áhugsamir geta fundið hluta gagnanna hér. Þar má finna bókina, erfðaskrá Epsteins, tengiliðaskrá hans og umdeilt samkomulag sem hann gerði við saksóknara í Flórída árið 2007. Í umræddri bók, sem Epstein fékk árið 2003, var bréf sem á að vera frá Trump en þeir voru miklir vinir á árum áður. Vinskapurinn beið þó hnekki þegar Trump og Epstein deildu um fasteign í Flórída árið 2004. Bréfið er í raun sett upp eins og samræður eða atriði milli Trumps og Epsteins þar sem þeir eru að tala um leyndarmál þeirra á milli og sameiginlegt áhugamál þeirra. Utan um bréfið hefur verið teiknuð mynd af konu og er undirskriftin látin líta út fyrir að vera skapahár hennar. Segist ekki hafa skrifað bréfið né skrifað undir það Karoline Leavitt, talskona Trumps, var á fundinum í dag spurð út í það hvernig undirskriftin gæti verið einhvers konar samsæri Demókrata ef bókin kæmi frá dánarbúi Epsteins og sagðist hún þá ekki hafa sagt að gögnin væru fölsuð. Þess í stað væri öll umræðan um hana, Epstein og Trump runnin undan rifjum Demókrata. Þannig væri málið „gabb“. Leavitt sagði þó einnig að Trump hefði einhverja frægustu undirskrift heimsins. Hann hefði ekki skrifað bréfið og ekki skrifað undir það. Það væri hans afstaða og til stæði að reyna á hana fyrir dómstólum. Hluta af ummælum Leavitt má finna í spilaranum hér að neðan. Þá má finna lengri útgáfu á upptöku Hvíta hússins af blaðamannafundinum en þau hefjast eftir um 40:30 mínútur en myndbandið ætti að byrja á þeim tíma sé þessum hlekk fylgt. Fjölmiðlar vestanhafs hafa borið undirskriftina á bréfinu saman við aðrar undirskriftir Trumps frá þessum tíma og er óhætt að segja að líkindin séu mikil. Meðal annars má benda á greiningar New York Times og Wall Street Journal. Eftir að WSJ sagði frá tilvist bréfsins í sumar höfðaði Trump mál gegn miðlinum og eiganda hans Rupert Murdoch og fór fram á tíu milljarða dala í skaðabætur. Það samsvarar um 1,2 billjónum króna. Ætlar ekki að rannsaka undirskriftina James R. Comer, Repúblikaninn sem leiðir Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist ekki ætla að láta rannsaka hvort undirskriftin sé fölsuð eða ekki, samkvæmt New York Times. Nefndin hefur til rannsóknar hvernig hið opinbera hefur meðhöndlað mál Epsteins. Hann leiðir aðra rannsókn nefndarinnar sem snýst um að rýna í lögmæti skipana Joes Biden, fyrrverandi forseta, á þeim grunni að hann og starfsfólk hans hafi notað sérstakt tól til að setja undirskrift hans á skjöl. Það er eitthvað sem forsetar Bandaríkjanna hafa ítrekað gert í gegnum árin en Thomas Jefferson keypti til að mynda eitt af fyrstu svona tólunum eftir að þau komu á markað árið 1803. Trump hefur einnig notað þetta tól í forsetatíð sinni. Hugsi yfir því hvernig Epstein hefði ekki setið inni Afmælisbók Epsteins er mjög löng en hún var sett saman af Ghislaine Maxwell, þáverandi kærustu hans og aðstoðarkonu til langs tíma. Hún inniheldur fjölda bréfa frá honum sjálfum og öðrum auk mynda. Í einu bréfi líkir vinur Epsteins honum við aðalpersónu bókarinnar Gamla manninn og hafið eftir Ernest Hemingway, fyrir utan það að í stað þess að veiða fisk, veiddi Epstein konur. Annar talar um óþægilegt kynferðislegt atvik í aftursæti bíls þar sem maður girti niður um konu og lagði hönd sína á kynfæri hennar, en fann þar fyrir hendi annars manns. Þetta atvik mun hafa kætt Epstein mjög. Sá þriðji skrifaði: „Svo margar stelpur, svo lítill tími.“ Í enn einu bréfinu veltir vinur Epsteins vöngum yfir því hvernig hann hafi komist hjá því að sitja inni. Þá inniheldur eitt bréf mynd af Epstein, meðlimi í Mar a Lago, sveitaklúbbi Trumps til langs tíma og ótilgreindri konu en þau halda á stórri ávísun og grínast með að Epstein hafi selt „afskrifaða konu“ til Trumps fyrir 22.500 dali. NEW PAGE FROM EPSTEIN’S BIRTHDAY BOOK: Epstein and a longtime Mar-a-Lago member joking about selling a "fully depreciated" woman to Donald Trump for $22,500. pic.twitter.com/iEMNSRX7X8— Oversight Dems (@OversightDems) September 8, 2025 Í umfjöllun New York Times kemur fram að bókin inniheldur nokkur sambærileg bréf, þar sem vinir Epsteins skrifuðu um hann og ungar konur eða stelpur. Bókin inniheldur margar myndir af fáklæddum konum. Bréfið frá Trump hefur notið hvað mestar athygli en eitt bréf ku vera frá Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lofar barnslega forvitni Epsteins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, og skrifar um það hvernig Epstein vildi hafa áhrif á heiminn. Clinton hefur áður sagt að hann hafi aldrei vitað af glæpum Epsteins og hafi eingöngu ferðast með honum í tengslum við góðgerðastarf. Ýttu undir samsæriskenningar og neituðu svo að birta upplýsingar Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta hans og aðstoðarkona, var árið 2021 dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir með því að hafa útvegað Epstein táningsstúlkur til að brjóta á í gegnum árin. Hún hefur afplánað í alríkisfangelsi í Flórída en var nýverið flutt í lágmarksöryggis fangabúðir í Texas. Það var skömmu eftir að hún var heimsótt af Todd Blanche, aðstoðardómsmálaráðherra. Eftir það var birt afrit af viðtali Blanche við hana þar sem haft er eftir henni að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og fyrrverandi vinur Epsteins, hafi aldrei hegðað sér ósæmilega og að „Epstein-skjölin“ svokölluðu væru ekki til. Sjá einnig: „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Það er listi sem meðlimir áðurnefndrar þingnefndar vilja koma höndum yfir.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira