Stebbi í Lúdó látinn Agnar Már Másson skrifar 13. september 2025 10:37 Stefán Jónsson söngvari var oft kallaður Stebbi í Lúdó. Stefán Jónsson söngvari er látinn, 82 ára að aldri. Stefán var einn af fyrstu rokksöngvurum Íslands og er þekktastur fyrir að syngja með hljómsveitinni Lúdó, sem hann var iðulega kenndur við. Stefán fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1942. Foreldrar hans voru hjónin Jón B. Stefánsson bifvélavirki og Guðrún Jónsdóttir húsmóðir. Morgunblaðið greinir frá því að Stefán hafi fallið frá 9. september, þriðjudag, á hjúkrunarheimilinu að Sóltúni. Stefán skilur eftir sig eiginkonu, Oddrúnu Gunnarsdóttur kaupmann. Börn þeirra eru Svandís Ósk og Gunnar Bergmann. Barnabörn þeirra eru tvö. SAS og Lúdó Stefán gekk í Austurbæjarskóla og síðar Gagnfræðiskóla verknáms, en þar kom hann fyrst fram og söng á skólaskemmtun árið 1957, að því er fram kemur á vef Glatkistunnar. Eftir gagnfræðiskóla vann hann við leirgerð í Listvinahúsinu við Skólavörðustíg. Á þessum árum söng hann með SAS-tríóinu ásamt Ásbirni Egilssyni og Sigurði Elíassyni. Þeir gáfu út smáskífu árið 1959 með laginu „Jói Jóns“ sem sló rækilega í gegn og gerði Stefán landsþekktan, þá áðeins sautján ára að aldri. Seinna gekk hann til liðs við Plútó-kvintettinn, sem varð síðar Lúdó sextettinn en hljómsveitin þurfti að breyta nafni sínu eftir tap í málaferlum fyrir silfursmiðjunni Plútó. Lúdó, sem Stefán varð síðar kenndur við í áratugi, átti eftir að verða ein vinsælasta hljómsveit landsins á tímum frumrokksins og leika á böllum um allt land. Tvistmeistararnir sendu frá sér tvær smáskífur og þar má finna slagara á borð við Því ekki að taka lífið létt. Lúdó sextettinn hætti störfum haustið 1967 en hann hélt áfram að syngja með Sextetti Jóns Sigurðssonar um tíma. Þetta ár hafði hann einnig hafið störf hjá bifreiðaumboðinu Ræsi, fyrst sem starfsmaður í varahlutaverslun, síðan sem sölumaður bíla. Endurreisnin Árið 1970 fór hann að syngja undir formerkjum Hljómsveitar Elfars Berg, sem breyttist síðar í The Robots, en þá spilaði sveitin nær eingöngu fyrir bandaríska hermenn í Keflavík og því mun hafa þótt hentugra að hafa enskt nafn. Þegar Lúdó var endurreist árið 1976 gaf hann út smáskífu með lögum á borð við Átján rauðar rósir, Ólsen-ólsen, Halló Akureyri og Í bláberjalaut, sem öll urðu afar vinsæl. Minna fór fyrir sveitinni eftir það þó að lögin lifi enn góðu lífi. Stefán vann áfram hjá Ræsi og síðar Öskju til ársins 2009 en hélt þó áfram að spila á dansleikjum. Hann söng inn á plötu með Sniglabandinu árið 2015, sem mun væntanlega hafa verið hans síðasta útgáfa. Andlát Tónlist Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Stefán fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1942. Foreldrar hans voru hjónin Jón B. Stefánsson bifvélavirki og Guðrún Jónsdóttir húsmóðir. Morgunblaðið greinir frá því að Stefán hafi fallið frá 9. september, þriðjudag, á hjúkrunarheimilinu að Sóltúni. Stefán skilur eftir sig eiginkonu, Oddrúnu Gunnarsdóttur kaupmann. Börn þeirra eru Svandís Ósk og Gunnar Bergmann. Barnabörn þeirra eru tvö. SAS og Lúdó Stefán gekk í Austurbæjarskóla og síðar Gagnfræðiskóla verknáms, en þar kom hann fyrst fram og söng á skólaskemmtun árið 1957, að því er fram kemur á vef Glatkistunnar. Eftir gagnfræðiskóla vann hann við leirgerð í Listvinahúsinu við Skólavörðustíg. Á þessum árum söng hann með SAS-tríóinu ásamt Ásbirni Egilssyni og Sigurði Elíassyni. Þeir gáfu út smáskífu árið 1959 með laginu „Jói Jóns“ sem sló rækilega í gegn og gerði Stefán landsþekktan, þá áðeins sautján ára að aldri. Seinna gekk hann til liðs við Plútó-kvintettinn, sem varð síðar Lúdó sextettinn en hljómsveitin þurfti að breyta nafni sínu eftir tap í málaferlum fyrir silfursmiðjunni Plútó. Lúdó, sem Stefán varð síðar kenndur við í áratugi, átti eftir að verða ein vinsælasta hljómsveit landsins á tímum frumrokksins og leika á böllum um allt land. Tvistmeistararnir sendu frá sér tvær smáskífur og þar má finna slagara á borð við Því ekki að taka lífið létt. Lúdó sextettinn hætti störfum haustið 1967 en hann hélt áfram að syngja með Sextetti Jóns Sigurðssonar um tíma. Þetta ár hafði hann einnig hafið störf hjá bifreiðaumboðinu Ræsi, fyrst sem starfsmaður í varahlutaverslun, síðan sem sölumaður bíla. Endurreisnin Árið 1970 fór hann að syngja undir formerkjum Hljómsveitar Elfars Berg, sem breyttist síðar í The Robots, en þá spilaði sveitin nær eingöngu fyrir bandaríska hermenn í Keflavík og því mun hafa þótt hentugra að hafa enskt nafn. Þegar Lúdó var endurreist árið 1976 gaf hann út smáskífu með lögum á borð við Átján rauðar rósir, Ólsen-ólsen, Halló Akureyri og Í bláberjalaut, sem öll urðu afar vinsæl. Minna fór fyrir sveitinni eftir það þó að lögin lifi enn góðu lífi. Stefán vann áfram hjá Ræsi og síðar Öskju til ársins 2009 en hélt þó áfram að spila á dansleikjum. Hann söng inn á plötu með Sniglabandinu árið 2015, sem mun væntanlega hafa verið hans síðasta útgáfa.
Andlát Tónlist Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira