Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 11:15 Jakob Ingebrigtsen vonsvikinn eftir hlaupið í Tókýó í dag. Getty/Hannah Peters Þó að hlauparinn magnaði Jakob Ingebrigtsen hafi ekki keppt síðasta hálfa árið vegna meiðsla þá bundu Norðmenn vonir við að hann myndi jafnvel geta keppt um verðlaun á HM í frjálsíþróttum. Frammistaða hans í dag olli honum og öðrum miklum vonbrigðum. Ingebrigtsen, sem á tvo Ólympíumeistaratitla í sínu safni, tvo heimsmeistaratitla í 5.000 metra hlaupi og tvö HM-silfur í 1.500 metra hlaupi, varð heimsmeistari innanhúss fyrr á þessu ári í bæði 1.500 og 3.000 metra hlaupi. Í undanriðlum 1.500 metra hlaupsins á HM í dag varð Ingebrigtsen hins vegar að sætta sig við það að falla úr keppni enda var hann aðeins skugginn af sjálfum sér. Hann hljóp í fjórða og síðasta riðlinum og hafnaði þar í 8. sæti á 3:37,84 mínútum, eða rúmlega hálfri sekúndu frá 6. sæti riðilsins sem hefði dugað honum áfram í undanúrslitin. Niðurstaða sem Ingebrigtsen á erfitt með að sætta sig við, þó að viðbúið væri að það hefði áhrif að hafa ekkert getað keppt í sumar vegna meiðsla. „Þetta gekk mun verr en ég hélt og vonaði. Ég verð að vera hreinskilinn með það. Þetta eru samt mikil vonbrigði. Þetta setur hlutina í samhengi varðandi það hve erfitt tímabilið hefur verið fyrir mig,“ sagði Ingebrigtsen eftir hlaupið í dag. Stefnir á að svara fyrir sig í lengra hlaupi Hann hefur þó ekki lokið keppni og bindur vonir við að gera betur í 5.000 metra hlaupinu í Tókýó. „5.000 metrarnir eru kannski aðeins raunhæfari miðað við formið. Það eru aðeins aðrar kröfur í 1.500 metrunum. Ég hef trú á að ég geti svarað fyrir þetta og gert talsvert betur í 5.000 metrunum,“ sagði Ingebrigtsen, samkvæmt grein Aftonbladet. Annar Norðmaður, Narve Gilje Nordås, átti besta tímann í undanriðlum 1.500 metra hlaupsins eða 3:35,90 mínútur. Alls 24 keppendur eru komnir áfram í undanúrslitin sem verða á morgun og tólf komast svo í sjálft úrslitahlaupið. Frjálsar íþróttir Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Ingebrigtsen, sem á tvo Ólympíumeistaratitla í sínu safni, tvo heimsmeistaratitla í 5.000 metra hlaupi og tvö HM-silfur í 1.500 metra hlaupi, varð heimsmeistari innanhúss fyrr á þessu ári í bæði 1.500 og 3.000 metra hlaupi. Í undanriðlum 1.500 metra hlaupsins á HM í dag varð Ingebrigtsen hins vegar að sætta sig við það að falla úr keppni enda var hann aðeins skugginn af sjálfum sér. Hann hljóp í fjórða og síðasta riðlinum og hafnaði þar í 8. sæti á 3:37,84 mínútum, eða rúmlega hálfri sekúndu frá 6. sæti riðilsins sem hefði dugað honum áfram í undanúrslitin. Niðurstaða sem Ingebrigtsen á erfitt með að sætta sig við, þó að viðbúið væri að það hefði áhrif að hafa ekkert getað keppt í sumar vegna meiðsla. „Þetta gekk mun verr en ég hélt og vonaði. Ég verð að vera hreinskilinn með það. Þetta eru samt mikil vonbrigði. Þetta setur hlutina í samhengi varðandi það hve erfitt tímabilið hefur verið fyrir mig,“ sagði Ingebrigtsen eftir hlaupið í dag. Stefnir á að svara fyrir sig í lengra hlaupi Hann hefur þó ekki lokið keppni og bindur vonir við að gera betur í 5.000 metra hlaupinu í Tókýó. „5.000 metrarnir eru kannski aðeins raunhæfari miðað við formið. Það eru aðeins aðrar kröfur í 1.500 metrunum. Ég hef trú á að ég geti svarað fyrir þetta og gert talsvert betur í 5.000 metrunum,“ sagði Ingebrigtsen, samkvæmt grein Aftonbladet. Annar Norðmaður, Narve Gilje Nordås, átti besta tímann í undanriðlum 1.500 metra hlaupsins eða 3:35,90 mínútur. Alls 24 keppendur eru komnir áfram í undanúrslitin sem verða á morgun og tólf komast svo í sjálft úrslitahlaupið.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira