Viðskipti innlent

Loka verslun Úti­lífs í Smára­lind

Atli Ísleifsson skrifar
Verslun Útilífs í Smáralind opnaði árið 2016.
Verslun Útilífs í Smáralind opnaði árið 2016. Smáralind

Útilíf hefur lokað verslun sinni í Smáralind. Verslunin var opnuð 2016 og sameinaðist þar starfsemi Útilífs sem áður hafði verið í Glæsibæ og á öðrum stað í Smáralind.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útilífi. Þar segir að ástæða lokunarinnar í Smáralind sé að árið 2023 hafi Útilíf opnað útivistarverslun í Skeifunni 11 og hafi skíðadeild og sérhæfðari útivistarvörur flust úr Smáralind þangað. „Góðar viðtökur og velgengni þeirrar verslunar urðu til þess að tekin var ákvörðun um að loka versluninni í Smáralind,“ segir í tilkynningunni. 

„Fram kemur að verslun Útilífs í Kringlunni muni áfram bjóða upp á fjölbreytt úrval af vörum fyrir útivist og hreyfingu frá merkjum á borð við The North Face, Salomon, Nike og fleirum. Þar ættu allir að geta fundið vörur fyrir fjölbreytta hreyfingu og útivist. 

Við þökkum Smáralindinni kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár og öllum þeim viðskiptavinum sem lögðu leið sína til okkar. Við hlökkum til að taka á móti ykkur í Skeifunni og Kringlunni,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×