Trump-liðar heita hefndum Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2025 10:46 Donald Trump, forseti, Pam Bondi, dómsmálaráðherra, Stephen Miller, ráðjgafi Trumps, og JD Vance, varaforseti. AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og undirsátar hans í Hvíta húsinu, hótuðu í gær að beita ríkinu til að refsa fólki, samtökum og stofnunum á vinstri væng bandarískra stjórnmála sem þeir kenna um morðið á Charlie Kirk. Trump lagði til að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi til að refsa pólitískum andstæðingum sínum. Forsetinn gaf einnig til kynna að fólk hefði í raun ekki stjórnarskrárbundinn rétt til að mótmæla í Bandaríkjunum, sem það gerir, og sagði löggæslumönnum alríkisstofnanna jafnvel að lumbra á mótmælendum. Enn sem komið er liggur í raun lítið fyrir um tilefni morðsins á Kirk, áhrifamikils áhrifavalds á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum, þótt Spencer Cox, ríkisstjóri Utah og Repúblikani, hafi haldið því fram að morðinginn sé vinstrisinnaður og að hann hafi verið einn að verki. Sjá einnig: Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Hvíta húsið er þrátt fyrir það að safna lista yfir „vinstrisinnuð“ samtök og hópa sem það heldur fram að ýti undir pólitískt ofbeldi. Síðar meir stendur til að refsa þeim á listanum með einhverjum hætti. „Ekki viss“ um rétt til mótmæla Trump lagði til á blaðamannafundi í gær að beita lögum sem kallast RICO gegn þessum samtökum og hópum. Það eru lög sem voru samin á sínum tíma til að nota gegn skipulagðri glæpastarfsemi Mafíunnar. Þau hafa einnig verið notuð til að sækja fólk til saka fyrir spillingu og fjársvik. Hann vísaði til mótmæla gegn starfsmönnum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) og öðrum og sagðist hafa beðið Pam Bondi, dómsmálaráðherra, um að beita RICO lögunum gegn þessum hópum sem eiga að skipuleggja og fjármagna mótmælin. Þá sagðist Trump hafa gert ljóst að umræddir starfsmenn ICE þyrftu ekki lengur að sætta sig við slæma hegðun mótmælenda. Hann sagðist hafa sagt þeim að ef mótmælandi hrækti á þá, ættu þeir að berja viðkomandi. „Gerið það sem þið viljið. Gerið þið hvern andskotann sem þið viljið.“ Þá sagði Trump að oft væri um konur að ræða. Konur sem fengju greitt fyrir mótmæli og sagðist hafa lent í fjórum slíkum á veitingastað nýverið. „Þær byrjuðu að öskra þegar ég fór á veitingastað: Óóóó, eitthvað um Palestínu. Ég sagði: „Ég stend mig frábærlega varðandi frið í Mið-Austurlöndum. Ég ætti að fá fullt af verðlaunum fyrir það“.“ Trump vísaði þá aðallega til einnar konu sem hann staðhæfði að hefði fengið borgað frá einhverjum, fyrir að kalla á hann á veitingastað, og að annað fólk á staðnum hafi rekið hana út. REPORTER: Do you plan on designating Antifa a domestic terror organization?@POTUS: "It's something I would do, yeah... and also, I've been speaking to @AGPamBondi about bringing RICO against some of the people... that have been putting up millions and millions of dollars for… pic.twitter.com/eAuK3nXKVh— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 15, 2025 Þegar Trump var spurður hvort fólk hefði ekki rétt til að mótmæla, eins og það hefur samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna, sagði hann: „Tja, ég er ekki viss.“ GLENN: They still have their 1st Amendment right, though. They're still out there protestingTRUMP: Well, I'm not so sure pic.twitter.com/pJ0WNUoAxc— Aaron Rupar (@atrupar) September 15, 2025 Samheldni ómöguleg JD Vance, varaforseti, stýrði í gær þætti Kirks á Rumble úr skrifstofu sinni í Hvíta húsinu, þar sem hann fékk til sín marga embættismenn sem þekktu Kirk. Í þættinum hét Vance því að brjóta á bak aftur stofnanir og samtök sem hann sagði ýta undir ofbeldi og hryðjuverkastarfsemi. Varaforsetinn nefndi tvö af þekktustu frjálslyndu félagasamtökum Bandaríkjanna, George Soros Society Foundations og Ford Foundation, og gaf til kynna að gripið yrði til aðgerða gegn þeim. Það sagði Vance að yrði að gera vegna þess að samtökin hefðu fjármagnað „viðbjóðslega grein“ í tímaritinu Nation, sem eigi að hafa réttlætt morðið á Kirk. Washington Post segir þó að samtökin virðist ekki hafa fjármagnað Nation með nokkrum hætti í að minnsta kosti fimm ár. Ford Foundation gaf Nation hundrað þúsund dali árið 2019 vegna starfsþjálfunarverkefnis. Yfirmaður Nation sagði svo að útgáfan hefði aldrei fengið peninga frá Open Society Foundations en starfsmenn Vance vísuðu í svari við fyrirspurn WP í skýrslu frá íhaldssömum samtökum um Nation þar sem vísað var til annarrar skýrslu frá 2017 um að OSF hefði veitt Nation styrk. Í þættinum sagði Vance að þó hann væri ólmur í að skapa samheldni hjá þjóðinni væri samheldni með fólki sem fagnaði morðinu á Kirk, vini hans, ómöguleg. „Það er engin samheldni með fólki sem fjármagnar þessar greinar, sem borga laun þessara stuðningsmanna hryðjuverkamanna, þeirra sem halda því fram að Charlie Kirk, eiginmaður og faðir, hafi átt skilið að vera skotinn í hálsinn af því að hann sagði hluti sem þeir eru ósammála,“ sagði Vance. Þá staðhæfði Vance í þættinum, samkvæmt AP fréttaveitunni, að það væri staðreynd að flestir „geðsjúklingar“ í Bandaríkjunum í dag tilheyrðu fjar-vinstri hreyfingum. Vance kallaði einnig eftir því að ef fólk sæi einhvern fagna morðinu á Kirk ætti að mótmæla því fólki og hringja í vinnuveitendur þeirra og kalla eftir því að þeir yrðu reknir. Í þættinum sagði Vance að með því að „fagna morðinu afsaka það og með því að benda ekki á sakleysi Charlies, heldur þá staðreynd að hann sagði hluti sem sumum líkaði ekki, og jafnvel ljúga um hvað hann sagði í rauninni,“ væri fólk að skapa aðstæður sem leiddu óhjákvæmilega til pólitísks ofbeldis. Gaf hann þá til kynna að það væri nóg að gagnrýna Kirk til að rata á lista yfirvalda. Wall Street Journal segir að fólk víðsvegar um Bandaríkin, í alls konar störfum hafi verið rekið fyrir að básúna skoðanir sínar um Kirk á samfélagsmiðlum frá því að hann var myrtur. Pam Bondi, dómsmálaráðherra, ýtti undir þetta í viðtali á Fox í gærkvöldi, þar sem hún sagði atvinnurekendur hafa skyldu til að segja upp fólki sem segði hræðilega hluti. Hún sagði einnig að eigendur fyrirtækja mættu ekki neita fólki um þjónustu sem vildu til að mynda fá útprentaða mynd af Charlie Kirk, sem er ekki rétt hjá henni, eins og hæstiréttur Bandaríkjanna hefur gert ljóst. Bondi: If you want to go and print posters with Charlie's picture for a vigil, you have to let them do that. We can prosecute you for that. We have right now our civil rights unit looking at that. pic.twitter.com/GugF4PsGwZ— Acyn (@Acyn) September 16, 2025 „Mun gerast í nafni Charlie“ Einn gestur Vance í þættinum var Stephen Miller, sem er mjög áhrifamikill ráðgjafi Trumps og háttsettur í Hvíta húsinu. Miller hét því að fara í hart gegn þeim vinstri aðilum sem ýta undir ofbeldi. „…við munum nota alla burði dómsmálaráðuneytisins, heimavarnaráðuneytisins og alla ríkisstjórnina til að bera kennsl á, stöðva og brjóta á bak aftur þessar fylkingar,“ sagði Miller. „Það mun gerast og það mun gerast í nafni Charlie.“ Seinna, á blaðamannafundinum með Trump sem talað er um hér að ofan, hélt Miller því fram, án þess þó að færa sannanir fyrir máli sínu, að þessir sömu hópar hefðu skipulagt og framkvæmt árásir á starfsmenn ICE og skipulagt mótmæli og óeirðir. „Þetta er ekki ókeypis. Þannig að dómsmálaráðherrann mun, að skipan forsetans, komast að því hverjir eru að fjármagna þetta, og þeir munu þurfa að gjalda fyrir ofbeldið.“ .@StephenM: "There are these nonprofit entities that organize attacks on ICE officers, attacks on Border Patrol agents, organized doxxing campaigns... under @POTUS' direction, @AGPamBondi is going to find out WHO is paying for it — and they will now be criminally liable for… pic.twitter.com/shcnrihtjY— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 15, 2025 Slaufunarmenning Ráðamenn í ríkjum eins og Flórída, Oklahoma og Texas hafa látið rannsaka kennara sem hafa verið sakaðir um neikvæð ummæli eftir morðið. Forsvarsmenn bandaríska hersins hafa einnig kallað eftir ábendingum um hermenn sem hafa sagt eitthvað óviðeigandi og hafa einhverjir hermenn þegar verið reknir vegna ummæla. Adam Goldstein, sérfræðingur í málfrelsi, segir í samtali við AP fréttaveituna að það að ríkisstjórn Bandaríkjanna taki þátt í áköllum um brottrekstur fólks fyrir orðræðu þeirra líkist nokkuð svokölluðum McCarthyisma. Var hann þá að vísa til hreyfingar á árum áður sem gekk út á að finna, opinbera og gera brottræka meinta kommúnista í Bandaríkjunum. Sú hreyfing leiddi til margra falskra ásakana gegn saklausu fólki. Hreyfingin snýst ekki eingöngu um fólk sem hefur á einhvern hátt fagnað dauða Kirks heldur einnig gegn fólki sem hefur gagnrýnt hann. Goldstein hefur áhyggjur af því að í mörgum tilfellum hafi fólk verið rekið úr störfum sínum fyrir að vísa í orð Kirks eða hreinlega fyrir að syrgja hann ekki með hætti sem þótti nægjanlegur. „Þetta er eitt af lykileinkennum slaufunarmenningu. Að reyna að mála alla með sama penslinum.“ Slaufunarmenning er, eins og AP bendir á, hugtak sem stakk upp kollinum meðal íhaldsmanna vestanhafs og þeir hafa notað um meintar ofsóknir gegn þeim. Eins og fyrir viðhorf þeirra og skoðanir varðandi faraldur Covid og árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Sú árás er með stærstu pólitísku ofbeldisverka Bandaríkjanna undanfarin ár. Trump náðaði alla sem voru dæmdir vegna árásarinnar eða felldi niður mál gegn þeim sem höfðu verið ákærðir. Sjá einnig: Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Í kosningabaráttunni í fyrra hét Trump því að binda enda á slaufunarmenningu og eftir að hann tók við embætti forseta á nýjan leik hrósaði hann sjálfum sér fyrir að endurvekja málfrelsi í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það hefur Trump ítrekað reynt að þagga í fólki fyrir umræðu sem honum líkar ekki og beitt ríkinu eða hótað að beita því gegn pólitískum andstæðingum sínum og stofnunum. Sérfræðingar segjast aldrei hafa séð aðra eins aðför á málfrelsi í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Morðið á Charlie Kirk Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Sjá meira
Forsetinn gaf einnig til kynna að fólk hefði í raun ekki stjórnarskrárbundinn rétt til að mótmæla í Bandaríkjunum, sem það gerir, og sagði löggæslumönnum alríkisstofnanna jafnvel að lumbra á mótmælendum. Enn sem komið er liggur í raun lítið fyrir um tilefni morðsins á Kirk, áhrifamikils áhrifavalds á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum, þótt Spencer Cox, ríkisstjóri Utah og Repúblikani, hafi haldið því fram að morðinginn sé vinstrisinnaður og að hann hafi verið einn að verki. Sjá einnig: Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Hvíta húsið er þrátt fyrir það að safna lista yfir „vinstrisinnuð“ samtök og hópa sem það heldur fram að ýti undir pólitískt ofbeldi. Síðar meir stendur til að refsa þeim á listanum með einhverjum hætti. „Ekki viss“ um rétt til mótmæla Trump lagði til á blaðamannafundi í gær að beita lögum sem kallast RICO gegn þessum samtökum og hópum. Það eru lög sem voru samin á sínum tíma til að nota gegn skipulagðri glæpastarfsemi Mafíunnar. Þau hafa einnig verið notuð til að sækja fólk til saka fyrir spillingu og fjársvik. Hann vísaði til mótmæla gegn starfsmönnum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) og öðrum og sagðist hafa beðið Pam Bondi, dómsmálaráðherra, um að beita RICO lögunum gegn þessum hópum sem eiga að skipuleggja og fjármagna mótmælin. Þá sagðist Trump hafa gert ljóst að umræddir starfsmenn ICE þyrftu ekki lengur að sætta sig við slæma hegðun mótmælenda. Hann sagðist hafa sagt þeim að ef mótmælandi hrækti á þá, ættu þeir að berja viðkomandi. „Gerið það sem þið viljið. Gerið þið hvern andskotann sem þið viljið.“ Þá sagði Trump að oft væri um konur að ræða. Konur sem fengju greitt fyrir mótmæli og sagðist hafa lent í fjórum slíkum á veitingastað nýverið. „Þær byrjuðu að öskra þegar ég fór á veitingastað: Óóóó, eitthvað um Palestínu. Ég sagði: „Ég stend mig frábærlega varðandi frið í Mið-Austurlöndum. Ég ætti að fá fullt af verðlaunum fyrir það“.“ Trump vísaði þá aðallega til einnar konu sem hann staðhæfði að hefði fengið borgað frá einhverjum, fyrir að kalla á hann á veitingastað, og að annað fólk á staðnum hafi rekið hana út. REPORTER: Do you plan on designating Antifa a domestic terror organization?@POTUS: "It's something I would do, yeah... and also, I've been speaking to @AGPamBondi about bringing RICO against some of the people... that have been putting up millions and millions of dollars for… pic.twitter.com/eAuK3nXKVh— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 15, 2025 Þegar Trump var spurður hvort fólk hefði ekki rétt til að mótmæla, eins og það hefur samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna, sagði hann: „Tja, ég er ekki viss.“ GLENN: They still have their 1st Amendment right, though. They're still out there protestingTRUMP: Well, I'm not so sure pic.twitter.com/pJ0WNUoAxc— Aaron Rupar (@atrupar) September 15, 2025 Samheldni ómöguleg JD Vance, varaforseti, stýrði í gær þætti Kirks á Rumble úr skrifstofu sinni í Hvíta húsinu, þar sem hann fékk til sín marga embættismenn sem þekktu Kirk. Í þættinum hét Vance því að brjóta á bak aftur stofnanir og samtök sem hann sagði ýta undir ofbeldi og hryðjuverkastarfsemi. Varaforsetinn nefndi tvö af þekktustu frjálslyndu félagasamtökum Bandaríkjanna, George Soros Society Foundations og Ford Foundation, og gaf til kynna að gripið yrði til aðgerða gegn þeim. Það sagði Vance að yrði að gera vegna þess að samtökin hefðu fjármagnað „viðbjóðslega grein“ í tímaritinu Nation, sem eigi að hafa réttlætt morðið á Kirk. Washington Post segir þó að samtökin virðist ekki hafa fjármagnað Nation með nokkrum hætti í að minnsta kosti fimm ár. Ford Foundation gaf Nation hundrað þúsund dali árið 2019 vegna starfsþjálfunarverkefnis. Yfirmaður Nation sagði svo að útgáfan hefði aldrei fengið peninga frá Open Society Foundations en starfsmenn Vance vísuðu í svari við fyrirspurn WP í skýrslu frá íhaldssömum samtökum um Nation þar sem vísað var til annarrar skýrslu frá 2017 um að OSF hefði veitt Nation styrk. Í þættinum sagði Vance að þó hann væri ólmur í að skapa samheldni hjá þjóðinni væri samheldni með fólki sem fagnaði morðinu á Kirk, vini hans, ómöguleg. „Það er engin samheldni með fólki sem fjármagnar þessar greinar, sem borga laun þessara stuðningsmanna hryðjuverkamanna, þeirra sem halda því fram að Charlie Kirk, eiginmaður og faðir, hafi átt skilið að vera skotinn í hálsinn af því að hann sagði hluti sem þeir eru ósammála,“ sagði Vance. Þá staðhæfði Vance í þættinum, samkvæmt AP fréttaveitunni, að það væri staðreynd að flestir „geðsjúklingar“ í Bandaríkjunum í dag tilheyrðu fjar-vinstri hreyfingum. Vance kallaði einnig eftir því að ef fólk sæi einhvern fagna morðinu á Kirk ætti að mótmæla því fólki og hringja í vinnuveitendur þeirra og kalla eftir því að þeir yrðu reknir. Í þættinum sagði Vance að með því að „fagna morðinu afsaka það og með því að benda ekki á sakleysi Charlies, heldur þá staðreynd að hann sagði hluti sem sumum líkaði ekki, og jafnvel ljúga um hvað hann sagði í rauninni,“ væri fólk að skapa aðstæður sem leiddu óhjákvæmilega til pólitísks ofbeldis. Gaf hann þá til kynna að það væri nóg að gagnrýna Kirk til að rata á lista yfirvalda. Wall Street Journal segir að fólk víðsvegar um Bandaríkin, í alls konar störfum hafi verið rekið fyrir að básúna skoðanir sínar um Kirk á samfélagsmiðlum frá því að hann var myrtur. Pam Bondi, dómsmálaráðherra, ýtti undir þetta í viðtali á Fox í gærkvöldi, þar sem hún sagði atvinnurekendur hafa skyldu til að segja upp fólki sem segði hræðilega hluti. Hún sagði einnig að eigendur fyrirtækja mættu ekki neita fólki um þjónustu sem vildu til að mynda fá útprentaða mynd af Charlie Kirk, sem er ekki rétt hjá henni, eins og hæstiréttur Bandaríkjanna hefur gert ljóst. Bondi: If you want to go and print posters with Charlie's picture for a vigil, you have to let them do that. We can prosecute you for that. We have right now our civil rights unit looking at that. pic.twitter.com/GugF4PsGwZ— Acyn (@Acyn) September 16, 2025 „Mun gerast í nafni Charlie“ Einn gestur Vance í þættinum var Stephen Miller, sem er mjög áhrifamikill ráðgjafi Trumps og háttsettur í Hvíta húsinu. Miller hét því að fara í hart gegn þeim vinstri aðilum sem ýta undir ofbeldi. „…við munum nota alla burði dómsmálaráðuneytisins, heimavarnaráðuneytisins og alla ríkisstjórnina til að bera kennsl á, stöðva og brjóta á bak aftur þessar fylkingar,“ sagði Miller. „Það mun gerast og það mun gerast í nafni Charlie.“ Seinna, á blaðamannafundinum með Trump sem talað er um hér að ofan, hélt Miller því fram, án þess þó að færa sannanir fyrir máli sínu, að þessir sömu hópar hefðu skipulagt og framkvæmt árásir á starfsmenn ICE og skipulagt mótmæli og óeirðir. „Þetta er ekki ókeypis. Þannig að dómsmálaráðherrann mun, að skipan forsetans, komast að því hverjir eru að fjármagna þetta, og þeir munu þurfa að gjalda fyrir ofbeldið.“ .@StephenM: "There are these nonprofit entities that organize attacks on ICE officers, attacks on Border Patrol agents, organized doxxing campaigns... under @POTUS' direction, @AGPamBondi is going to find out WHO is paying for it — and they will now be criminally liable for… pic.twitter.com/shcnrihtjY— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 15, 2025 Slaufunarmenning Ráðamenn í ríkjum eins og Flórída, Oklahoma og Texas hafa látið rannsaka kennara sem hafa verið sakaðir um neikvæð ummæli eftir morðið. Forsvarsmenn bandaríska hersins hafa einnig kallað eftir ábendingum um hermenn sem hafa sagt eitthvað óviðeigandi og hafa einhverjir hermenn þegar verið reknir vegna ummæla. Adam Goldstein, sérfræðingur í málfrelsi, segir í samtali við AP fréttaveituna að það að ríkisstjórn Bandaríkjanna taki þátt í áköllum um brottrekstur fólks fyrir orðræðu þeirra líkist nokkuð svokölluðum McCarthyisma. Var hann þá að vísa til hreyfingar á árum áður sem gekk út á að finna, opinbera og gera brottræka meinta kommúnista í Bandaríkjunum. Sú hreyfing leiddi til margra falskra ásakana gegn saklausu fólki. Hreyfingin snýst ekki eingöngu um fólk sem hefur á einhvern hátt fagnað dauða Kirks heldur einnig gegn fólki sem hefur gagnrýnt hann. Goldstein hefur áhyggjur af því að í mörgum tilfellum hafi fólk verið rekið úr störfum sínum fyrir að vísa í orð Kirks eða hreinlega fyrir að syrgja hann ekki með hætti sem þótti nægjanlegur. „Þetta er eitt af lykileinkennum slaufunarmenningu. Að reyna að mála alla með sama penslinum.“ Slaufunarmenning er, eins og AP bendir á, hugtak sem stakk upp kollinum meðal íhaldsmanna vestanhafs og þeir hafa notað um meintar ofsóknir gegn þeim. Eins og fyrir viðhorf þeirra og skoðanir varðandi faraldur Covid og árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Sú árás er með stærstu pólitísku ofbeldisverka Bandaríkjanna undanfarin ár. Trump náðaði alla sem voru dæmdir vegna árásarinnar eða felldi niður mál gegn þeim sem höfðu verið ákærðir. Sjá einnig: Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Í kosningabaráttunni í fyrra hét Trump því að binda enda á slaufunarmenningu og eftir að hann tók við embætti forseta á nýjan leik hrósaði hann sjálfum sér fyrir að endurvekja málfrelsi í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það hefur Trump ítrekað reynt að þagga í fólki fyrir umræðu sem honum líkar ekki og beitt ríkinu eða hótað að beita því gegn pólitískum andstæðingum sínum og stofnunum. Sérfræðingar segjast aldrei hafa séð aðra eins aðför á málfrelsi í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Morðið á Charlie Kirk Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Sjá meira