Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar 18. september 2025 13:47 Ég hef áður fjallað um menningarstríðið sem mér þykir ríkja um málefni borgarinnar. Fólk er dregið í dilka eftir þeim lífstíl sem það velur að lifa, þeim samgöngukostum sem það velur að nýta og þeim hverfum sem það velur til búsetu. Sjálfri hafa mér þótt átakalínurnar bæði undarlegar og skaðlegar enda eigi fólk að hafa frelsi og val um eigin lifnaðarhætti. Borgarhverfin og samgöngukostirnir eigi að vera nægilega fjölbreyttir svo fólk geti komist í gegnum hversdaginn, hver á sínum forsendum. Undanfarnar vikur hefur verið til kynningar framtíðarskipulag fyrir Keldnaland, nýtt úthverfi í austurhluta borgarinnar. Skipulagið gerir ráð fyrir 12.000 íbúum og 6.000 störfum en aðeins 2.230 bílastæðum, sem ekki megi staðsetja við heimili. Er augljóslega gert ráð fyrir því að ríkur meirihluti fólks í þessu úthverfi velji sér bíllausan lífsstíl. Nýjustu ferðavenjukannanir sýna að hátt í 87% íbúa úthverfa fara til vinnu á bíl. Það er gríðarlega hátt hlutfall og sýnir glöggt þann samgönguveruleika sem blasir við íbúum úthverfanna. Auðvitað er eðlilegt viðfangsefni borgaryfirvalda að kanna hvort ekki megi lækka þetta hlutfall og gera fleirum kleift að ferðast án bíls - og fleiri heimilum að reka einn bíl í stað tveggja, eða jafnvel engan - en viðfangsefnið þarf að nálgast af raunsæi og skynsemi. Þegar borgaryfirvöld kynna skipulag nýs úthverfis þar sem þungamiðja samgangna verður Borgarlína, 62% heimila munu ekki geta átt bíl og langstærstur meirihluti íbúa á að fara til vinnu án bíls, finnst mér kynntar til leiks öfgar sem eru ólíklegar til að ganga í veruleikanum. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ríka hagsmuni af því að skipulag Keldnalands gangi vel og að uppbyggingaraðilar hafi áhuga á að ráðast í fyrirhugaða húsnæðisuppbyggingu á eigin reikning. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins verður nefnilega að hluta fjármagnaður með fyrirhugaðri 50 milljarða króna sölu á Keldnalandinu. Verktakar hafa nú þegar lýst yfir áhugaleysi á skipulaginu að óbreyttu, enda sé teiknað upp hverfi og samgönguskipulag sem lítil eftirspurn er eftir. Ef verktakar hafa ekki áhuga á að kaupa byggingarétt í hverfinu, fæst ekkert söluandvirði fyrir Keldnalandið og sú Borgarlína sem á að þjóna hverfinu verður ekki að veruleika. Þetta eru staðreyndir sem menn þurfa að gera sér grein fyrir. Allt er þetta órjúfanlega samhangandi. Ég tel nauðsynlegt að samgönguskipulag hverfisins verði endurhugsað frá grunni. Það taki mið af íslenskum veruleika og raunverulegri eftirspurn á húsnæðismarkaði. Sannarlega má leita leiða til að auka notkun almenningssamgangna og fjölga þeim sem ganga og hjóla - en veruleikinn er sá að jafnvel þó björtustu áætlanir um notkun Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika munu flestir áfram ferðast á bíl. Þó fyrirliggjandi tillögu um samgönguskipulag Keldnalands sé hafnað, leiðir það ekki af sér vilja til að skapa aðrar öfgar. Það er ástæðulaust að færa umræðu um framtíð Keldnalands inn í það menningarstríð sem þekkist í umræðu um borgarmál. Við eigum nú tækifæri til að skipuleggja öflugt framtíðarúthverfi, sem svarar eftirspurn á húsnæðismarkaði - með öflugum húsakostum, fjölbreyttum atvinnutækifærum, góðum útivistarsvæðum og valkostum í samgöngum. En ekkert af þessu verður að veruleika ef áætlanir byggja ekki á raunsæi og skynsemi. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég hef áður fjallað um menningarstríðið sem mér þykir ríkja um málefni borgarinnar. Fólk er dregið í dilka eftir þeim lífstíl sem það velur að lifa, þeim samgöngukostum sem það velur að nýta og þeim hverfum sem það velur til búsetu. Sjálfri hafa mér þótt átakalínurnar bæði undarlegar og skaðlegar enda eigi fólk að hafa frelsi og val um eigin lifnaðarhætti. Borgarhverfin og samgöngukostirnir eigi að vera nægilega fjölbreyttir svo fólk geti komist í gegnum hversdaginn, hver á sínum forsendum. Undanfarnar vikur hefur verið til kynningar framtíðarskipulag fyrir Keldnaland, nýtt úthverfi í austurhluta borgarinnar. Skipulagið gerir ráð fyrir 12.000 íbúum og 6.000 störfum en aðeins 2.230 bílastæðum, sem ekki megi staðsetja við heimili. Er augljóslega gert ráð fyrir því að ríkur meirihluti fólks í þessu úthverfi velji sér bíllausan lífsstíl. Nýjustu ferðavenjukannanir sýna að hátt í 87% íbúa úthverfa fara til vinnu á bíl. Það er gríðarlega hátt hlutfall og sýnir glöggt þann samgönguveruleika sem blasir við íbúum úthverfanna. Auðvitað er eðlilegt viðfangsefni borgaryfirvalda að kanna hvort ekki megi lækka þetta hlutfall og gera fleirum kleift að ferðast án bíls - og fleiri heimilum að reka einn bíl í stað tveggja, eða jafnvel engan - en viðfangsefnið þarf að nálgast af raunsæi og skynsemi. Þegar borgaryfirvöld kynna skipulag nýs úthverfis þar sem þungamiðja samgangna verður Borgarlína, 62% heimila munu ekki geta átt bíl og langstærstur meirihluti íbúa á að fara til vinnu án bíls, finnst mér kynntar til leiks öfgar sem eru ólíklegar til að ganga í veruleikanum. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ríka hagsmuni af því að skipulag Keldnalands gangi vel og að uppbyggingaraðilar hafi áhuga á að ráðast í fyrirhugaða húsnæðisuppbyggingu á eigin reikning. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins verður nefnilega að hluta fjármagnaður með fyrirhugaðri 50 milljarða króna sölu á Keldnalandinu. Verktakar hafa nú þegar lýst yfir áhugaleysi á skipulaginu að óbreyttu, enda sé teiknað upp hverfi og samgönguskipulag sem lítil eftirspurn er eftir. Ef verktakar hafa ekki áhuga á að kaupa byggingarétt í hverfinu, fæst ekkert söluandvirði fyrir Keldnalandið og sú Borgarlína sem á að þjóna hverfinu verður ekki að veruleika. Þetta eru staðreyndir sem menn þurfa að gera sér grein fyrir. Allt er þetta órjúfanlega samhangandi. Ég tel nauðsynlegt að samgönguskipulag hverfisins verði endurhugsað frá grunni. Það taki mið af íslenskum veruleika og raunverulegri eftirspurn á húsnæðismarkaði. Sannarlega má leita leiða til að auka notkun almenningssamgangna og fjölga þeim sem ganga og hjóla - en veruleikinn er sá að jafnvel þó björtustu áætlanir um notkun Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika munu flestir áfram ferðast á bíl. Þó fyrirliggjandi tillögu um samgönguskipulag Keldnalands sé hafnað, leiðir það ekki af sér vilja til að skapa aðrar öfgar. Það er ástæðulaust að færa umræðu um framtíð Keldnalands inn í það menningarstríð sem þekkist í umræðu um borgarmál. Við eigum nú tækifæri til að skipuleggja öflugt framtíðarúthverfi, sem svarar eftirspurn á húsnæðismarkaði - með öflugum húsakostum, fjölbreyttum atvinnutækifærum, góðum útivistarsvæðum og valkostum í samgöngum. En ekkert af þessu verður að veruleika ef áætlanir byggja ekki á raunsæi og skynsemi. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar