Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2025 15:06 Skemmtiferðaskip í höfn við Reykjavík. Stór hluti af áætluðum framkvæmdum Faxaflóahafna næstu fimmtán árin eru vegna nýrra viðlegukanta. Vísir/Arnar Hátt í hundrað milljarða króna þarf til þess að fjármagna áætlanir hafnasjóða á Íslandi um uppbyggingu til ársins 2040. Áætlunum þeirra er ætlað að mæta bæði vexti í atvinnulífinu og markmiðum landsins í orkuskiptum og loftslagsmálum. Fjárþörf hafnasjóða er greind í skýrslu sem Hafnasamband Íslands lét vinna. Í henni kemur fram að hafnasjóðir fjárfestu samtals 27,1 milljar króna á árunum 2020 til 2024. Langmesta fjárfestingin var hjá Faxaflóahöfnum sem fjárfestu fyrir 8,9 milljarða króna á tímabilinu. Miðgildi fjárfestinga hjá sjóðunum nam 680 milljónum króna. Viðbúið er að fjárfestingarþörf sjóðanna aukist verulega í fyrirsjáanlegri framtíð. Gert er ráð fyrir að hún aukist um fjórðung á ári til 2030 og nemi 40,8 milljörðum á tímabilinu. Þetta er sagt sýna þá framkvæmdaþörf sem sé nauðsynleg til þess að viðhalda hafnarekstri og mæta vaxandi eftirspurn frá sjávarútvegi og fiskeldi, ferðaþjónustu, stóriðju, inn- og útflutningi og verkefnum sem tengjast orkuskiptum. Mesta fjárfestingaþörfin hafa Faxaflóahafnir sem segjast þurfa þrettán milljarða króna til fjárfestinga til 2030. Til 2040 reikna þær með að þurfa 28,5 milljarða króna til nýframkvæmda. Stærsti hluti þess kostnaðar er vegna nýrra viðlegukanta. Þegar miðað er við áætlanir sjóðanna um fjárfestingar til ársins 2040 standa þeir frammi fyrir fjárþörf upp á 97,9 milljarða króna samkvæmt skýrslunni. Þarf meira en fimmfalt meira fé í Stykkishólmi og í Eyjum Fimm hafnasjóðir eru sagðir standa frammi fyrir verulegri eða mikilli fjárþörf miðað við áætlaða uppbyggingu. Stykkishólmshöfn og Vestmannaeyjahöfn eru sagðar þurfa að meira en fimmfalda fjármagn sitt til fjárfestinga til að ná markmiðum sínum. Grundarfjarðarhöfn, Bolungarvíkurhöfn og hafnarsamlag Norðurlands þarf tvö- til fimmföldun á fjármagni. Hafnasjóðir eru sagðir misvel í stakk búnir til að fjármagna framkvæmdir. Stærri sjóðir eigi að mestu leyti að geta fjármagnað viðhald og nýframkvæmdir með eigin tekjum en minni séu háðari opinberum stuðningi. Fjórðungur af kostnaði við nýlegar framkvæmdir við hafnar var fjármagnaður með opinberum framlögum en hafnasjóðirnir sjálfir stóðu undir þremur fjórðu hlutum hans. Hafnarmál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Fjárþörf hafnasjóða er greind í skýrslu sem Hafnasamband Íslands lét vinna. Í henni kemur fram að hafnasjóðir fjárfestu samtals 27,1 milljar króna á árunum 2020 til 2024. Langmesta fjárfestingin var hjá Faxaflóahöfnum sem fjárfestu fyrir 8,9 milljarða króna á tímabilinu. Miðgildi fjárfestinga hjá sjóðunum nam 680 milljónum króna. Viðbúið er að fjárfestingarþörf sjóðanna aukist verulega í fyrirsjáanlegri framtíð. Gert er ráð fyrir að hún aukist um fjórðung á ári til 2030 og nemi 40,8 milljörðum á tímabilinu. Þetta er sagt sýna þá framkvæmdaþörf sem sé nauðsynleg til þess að viðhalda hafnarekstri og mæta vaxandi eftirspurn frá sjávarútvegi og fiskeldi, ferðaþjónustu, stóriðju, inn- og útflutningi og verkefnum sem tengjast orkuskiptum. Mesta fjárfestingaþörfin hafa Faxaflóahafnir sem segjast þurfa þrettán milljarða króna til fjárfestinga til 2030. Til 2040 reikna þær með að þurfa 28,5 milljarða króna til nýframkvæmda. Stærsti hluti þess kostnaðar er vegna nýrra viðlegukanta. Þegar miðað er við áætlanir sjóðanna um fjárfestingar til ársins 2040 standa þeir frammi fyrir fjárþörf upp á 97,9 milljarða króna samkvæmt skýrslunni. Þarf meira en fimmfalt meira fé í Stykkishólmi og í Eyjum Fimm hafnasjóðir eru sagðir standa frammi fyrir verulegri eða mikilli fjárþörf miðað við áætlaða uppbyggingu. Stykkishólmshöfn og Vestmannaeyjahöfn eru sagðar þurfa að meira en fimmfalda fjármagn sitt til fjárfestinga til að ná markmiðum sínum. Grundarfjarðarhöfn, Bolungarvíkurhöfn og hafnarsamlag Norðurlands þarf tvö- til fimmföldun á fjármagni. Hafnasjóðir eru sagðir misvel í stakk búnir til að fjármagna framkvæmdir. Stærri sjóðir eigi að mestu leyti að geta fjármagnað viðhald og nýframkvæmdir með eigin tekjum en minni séu háðari opinberum stuðningi. Fjórðungur af kostnaði við nýlegar framkvæmdir við hafnar var fjármagnaður með opinberum framlögum en hafnasjóðirnir sjálfir stóðu undir þremur fjórðu hlutum hans.
Hafnarmál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira