„Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Hjörvar Ólafsson skrifar 18. september 2025 22:49 Sigursteinn Arndal er með FH-liðið á sigurbraut. Visir/Anton Brink FH hefur haft betur í tveimur leikjum í röð í Olís-deild karla í handbolta og Sigursteinn Arndal, þjálfari liðsins, var ánægður með spilamennsku liðsins í sigri gegn ÍBV í Kaplakrika í kvöld. „Ég var ánægður með það að við mættum aftur virkilega klárir í leikinn. Við náðum frumkvæðinu strax í leiknum og gengum hreint til verks. Það gladdi mig mjög mikið og við héldum sama krafti nánast allan leikinn,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, að leik loknum. „Sóknarleikurinn gekk mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var gott flæði og leikmenn gerðu hlutina einfalt en af sama tíma fylgdi hugur þeim aðgerðum sem þeir fóru í. Við erum með unga og hæfileikaríka leikmenn sem eru að taka sín hlutverk af festu. Það er gaman að sjá það,“ sagði Sigursteinn enn fremur. FH-ingar héldu inn í þetta keppnistímabil án Ásbjörns Friðrikssonar sem hefur verið burðarás í sóknarleik leiksins frá árinu 2008 að undanskildum tveimur tímabilum þar sem hann spilaði í Svíþjóð. Sigursteinn er ánægður með hversu vel hefur gengið hjá leikmönnum FH að taka við keflinu af Ásbirni. „Það er ljóst að það tekur tíma að venjast því að spila án Ásbjörns og það krefst vinnu fyrir aðra leikmenn að fylla hans skarð. Það fer engin í skóna hans Ásbjörns sí svona og við þurfum að halda áfram allt tímabilið að stækka hlutverk þeirra leikmanna sem eru að taka við keflinu af honum. Það er gott að sjá að það eru leikmenn sem vilja taka ábyrgð og vera í stóru hlutveriki,“ sagði hann. Sigursteinn var sömuleiðis ánægður með markvörslu Jóns Þórarins: „Við erum með tvo góða markmenn og í kvöld fann Daníel Freyr sig ekki sem er bara eins og gengur og gerist. Jón Þórarinn er með mikið sjálfstraust og það geislar af honum. Það er ástæða fyrir því að við erum með tvo öfluga markmenn og við sáum hana í kvöld,“ sagð Sigursteinn. Olís-deild karla FH Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
„Ég var ánægður með það að við mættum aftur virkilega klárir í leikinn. Við náðum frumkvæðinu strax í leiknum og gengum hreint til verks. Það gladdi mig mjög mikið og við héldum sama krafti nánast allan leikinn,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, að leik loknum. „Sóknarleikurinn gekk mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var gott flæði og leikmenn gerðu hlutina einfalt en af sama tíma fylgdi hugur þeim aðgerðum sem þeir fóru í. Við erum með unga og hæfileikaríka leikmenn sem eru að taka sín hlutverk af festu. Það er gaman að sjá það,“ sagði Sigursteinn enn fremur. FH-ingar héldu inn í þetta keppnistímabil án Ásbjörns Friðrikssonar sem hefur verið burðarás í sóknarleik leiksins frá árinu 2008 að undanskildum tveimur tímabilum þar sem hann spilaði í Svíþjóð. Sigursteinn er ánægður með hversu vel hefur gengið hjá leikmönnum FH að taka við keflinu af Ásbirni. „Það er ljóst að það tekur tíma að venjast því að spila án Ásbjörns og það krefst vinnu fyrir aðra leikmenn að fylla hans skarð. Það fer engin í skóna hans Ásbjörns sí svona og við þurfum að halda áfram allt tímabilið að stækka hlutverk þeirra leikmanna sem eru að taka við keflinu af honum. Það er gott að sjá að það eru leikmenn sem vilja taka ábyrgð og vera í stóru hlutveriki,“ sagði hann. Sigursteinn var sömuleiðis ánægður með markvörslu Jóns Þórarins: „Við erum með tvo góða markmenn og í kvöld fann Daníel Freyr sig ekki sem er bara eins og gengur og gerist. Jón Þórarinn er með mikið sjálfstraust og það geislar af honum. Það er ástæða fyrir því að við erum með tvo öfluga markmenn og við sáum hana í kvöld,“ sagð Sigursteinn.
Olís-deild karla FH Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira