Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2025 08:27 Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa giskað á að myndatökumaður sem fylgdi Trump og gekk afturábak upp rúllustigann á undan forsetahjónunum, hafi virkjað neyðarstopp. Getty/Alexi J. Rosenfeld Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið fram á rannsókn á „þríþættu skemmdarverki“ sem hann segist hafa orðið fyrir í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. Forsetinn fjallar um málið á samfélagsmiðli sínum Truth Social og vísar þar til þess þegar rúllustigi hætti að virka þegar hann og eigikona hans Melania stigu á hann, að textaskjárinn hans bilaði þegar hann hélt ræðu sína á þinginu og að hljóð hafi ekki heyrst almennilega í salnum. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa giskað á að myndatökumaður sem fylgdi forsetahjónunum hafi óvart virkjað neyðarstopp þegar hann fór afturábak upp rúllustigann og bent á að textaskjárinn hafi tilheyrt bandarísku sendinefndinni og verið stjórnað af starfsmönnum Hvíta hússins. Trump sagðist hins vegar hyggjast senda erindi á António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og krefjast rannsóknar. „Þetta var ekki tilviljun, þetta var þríþætt skemmdarverk hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir ættu að skammast sín,“ sagði hann í færslu sinni á Truth Social. Þá kallar hann eftir handtöku þeirra sem áttu við rúllustigann og vísar til umfjöllunar Times, sem sagði starfsmenn SÞ hafa gantast með það að slökkva á rúllustigunum. Mike Waltz, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur tekið undir kröfu forstans og segir uppákomurnar algjörlega óásættanlegar. Bandaríkin muni ekki líða að grafið sé undan öryggi eða virðingu þeirra á alþjóðlegum vettvangi. Varðandi kvartanir Bandaríkjamanna um hljóðið í salnum, hafa talsmenn Sameinuðu þjóðanna bent á að kerfið sé hannað með það í huga að fulltrúar geti hlýtt á ræður og þýðingar í heyrnatólum. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Donald Trump Tengdar fréttir Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. 24. september 2025 11:31 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Forsetinn fjallar um málið á samfélagsmiðli sínum Truth Social og vísar þar til þess þegar rúllustigi hætti að virka þegar hann og eigikona hans Melania stigu á hann, að textaskjárinn hans bilaði þegar hann hélt ræðu sína á þinginu og að hljóð hafi ekki heyrst almennilega í salnum. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa giskað á að myndatökumaður sem fylgdi forsetahjónunum hafi óvart virkjað neyðarstopp þegar hann fór afturábak upp rúllustigann og bent á að textaskjárinn hafi tilheyrt bandarísku sendinefndinni og verið stjórnað af starfsmönnum Hvíta hússins. Trump sagðist hins vegar hyggjast senda erindi á António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og krefjast rannsóknar. „Þetta var ekki tilviljun, þetta var þríþætt skemmdarverk hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir ættu að skammast sín,“ sagði hann í færslu sinni á Truth Social. Þá kallar hann eftir handtöku þeirra sem áttu við rúllustigann og vísar til umfjöllunar Times, sem sagði starfsmenn SÞ hafa gantast með það að slökkva á rúllustigunum. Mike Waltz, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur tekið undir kröfu forstans og segir uppákomurnar algjörlega óásættanlegar. Bandaríkin muni ekki líða að grafið sé undan öryggi eða virðingu þeirra á alþjóðlegum vettvangi. Varðandi kvartanir Bandaríkjamanna um hljóðið í salnum, hafa talsmenn Sameinuðu þjóðanna bent á að kerfið sé hannað með það í huga að fulltrúar geti hlýtt á ræður og þýðingar í heyrnatólum.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Donald Trump Tengdar fréttir Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. 24. september 2025 11:31 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. 24. september 2025 11:31