Sport

Sigur­vegari Stokkhólms-maraþonsins látin að­eins þrí­tug

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Shewarge Alene, 1994-2025.
Shewarge Alene, 1994-2025. epa/Fredrik Persson

Shewarge Alene, sem vann Stokkhólms-maraþonið í maí, er látin, aðeins þrjátíu ára að aldri.

Greint var frá andláti Alene á Instagram-síðu Stokkhólms-maraþonsins. Þar segir að hún hafi veikst á æfingu og verið flutt á sjúkrahús þar sem hún hafi látist.

Alene, sem var frá Eþíópíu, keppti í 27 maraþonum á árunum 2011-25 og vann ellefu þeirra.

Besti tími hennar var 2:27:26 sem hún náði í Höfðaborg í Suður-Afríku fyrir tveimur árum.

Í Stokkhólms-maraþoninu í vor kom Alene í mark á 2:30:38. Það var hennar síðasta maraþon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×