„Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2025 14:38 Katrín Júlíusdóttir hefur skilið við stjórnmálin. Foreldrahlutverkið og bókaskrif eiga hug hennar allan. Vísir/Vilhelm Katrín Júlíusdóttir fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar og rithöfundur segir af og frá að hún íhugi framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Framboðstankur hennar sé tómur og hugur hennar sé við glæpasagnaskrif. Katrín var þingmaður Samfylkingarinnar árin 2003 til 2016, iðnaðarráðherra frá 2009 til 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra eitt ár til. Eftir skilin við stjórnmálin gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu í sex ár en hefur síðan sinnt ráðgjafaverkefnum og skrifað glæpabækur. Því var slegið upp í frétt á Mbl.is í dag að sá orðrómur gengi fjöllunum hærri að Katrín íhugaði að bjóða sig fram til oddvita Samfylkingarinnar gegn Heiðu Björgu Hilmisdóttur. Katrín hló þegar blaðamaður Vísis heyrði í henni hljóðið. Býr í Garðabæ og hjartað í Kópavogi „Þetta er svo mikið kast,“ segir Katrín. Hún svarar því heiðarlega að enginn hafi komið að máli við sig, eins og svo algengt er. Þá sé hún ekki einu sinni Reykvíkingur. „Ég bý í Garðabæ og hjartað er í Kópavogi svo líkurnar á þessu eru engar. Minn framboðstankur er tómur.“ Hún sé ekki á leið í nokkurt framboð. Eðlilegt sé að fólk velti ýmsu fyrir sér og hún hafi heyrt umræddan orðróm úr einni átt. En það sé allt og sumt. „Ég er bara mamma í Garðabæ sem er að gefa út bók fyrir jólin. Ég er með hugann þar.“ Alls enginn komið að máli við sig Sá frasi er algengur þegar fólk er orðað við hitt og þetta í íslensku samfélagi, meðal annars framboð, að fólk svari því til að það geti ekki neitað því að komið hafi verið að máli við það. „Ég er þakklát fyrir að einhver muni eftir mér en það hefur ekki verið komið beint að máli við mig,“ segir Katrín og bætir svo við: „Bara alls ekki!“ Mjög ánægð með Heiðu Hún segir von á spennandi sveitarstjórnarkosningum í mörgum sveitarfélögum. „Ég ætla að vona að það verði stuð og stemmning og fólk gefi sig í pólitíkina almennt. Það er rosalega mikilvægt að það sé góð þátttaka,“ segir Katrín. Hún hvetur öflugt fólk sem íhugi framboð til að láta vaða. „En ekkert endilega gegn Heiðu (Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra). Bara almennt í pólitík. Mér finnst Heiða hafa staðið sig rosalega vel og dytti aldrei í hug að bjóða mig fram gegn henni.“ Samfylkingin Bókmenntir Sveitarstjórnarkosningar 2026 Garðabær Reykjavík Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Katrín var þingmaður Samfylkingarinnar árin 2003 til 2016, iðnaðarráðherra frá 2009 til 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra eitt ár til. Eftir skilin við stjórnmálin gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu í sex ár en hefur síðan sinnt ráðgjafaverkefnum og skrifað glæpabækur. Því var slegið upp í frétt á Mbl.is í dag að sá orðrómur gengi fjöllunum hærri að Katrín íhugaði að bjóða sig fram til oddvita Samfylkingarinnar gegn Heiðu Björgu Hilmisdóttur. Katrín hló þegar blaðamaður Vísis heyrði í henni hljóðið. Býr í Garðabæ og hjartað í Kópavogi „Þetta er svo mikið kast,“ segir Katrín. Hún svarar því heiðarlega að enginn hafi komið að máli við sig, eins og svo algengt er. Þá sé hún ekki einu sinni Reykvíkingur. „Ég bý í Garðabæ og hjartað er í Kópavogi svo líkurnar á þessu eru engar. Minn framboðstankur er tómur.“ Hún sé ekki á leið í nokkurt framboð. Eðlilegt sé að fólk velti ýmsu fyrir sér og hún hafi heyrt umræddan orðróm úr einni átt. En það sé allt og sumt. „Ég er bara mamma í Garðabæ sem er að gefa út bók fyrir jólin. Ég er með hugann þar.“ Alls enginn komið að máli við sig Sá frasi er algengur þegar fólk er orðað við hitt og þetta í íslensku samfélagi, meðal annars framboð, að fólk svari því til að það geti ekki neitað því að komið hafi verið að máli við það. „Ég er þakklát fyrir að einhver muni eftir mér en það hefur ekki verið komið beint að máli við mig,“ segir Katrín og bætir svo við: „Bara alls ekki!“ Mjög ánægð með Heiðu Hún segir von á spennandi sveitarstjórnarkosningum í mörgum sveitarfélögum. „Ég ætla að vona að það verði stuð og stemmning og fólk gefi sig í pólitíkina almennt. Það er rosalega mikilvægt að það sé góð þátttaka,“ segir Katrín. Hún hvetur öflugt fólk sem íhugi framboð til að láta vaða. „En ekkert endilega gegn Heiðu (Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra). Bara almennt í pólitík. Mér finnst Heiða hafa staðið sig rosalega vel og dytti aldrei í hug að bjóða mig fram gegn henni.“
Samfylkingin Bókmenntir Sveitarstjórnarkosningar 2026 Garðabær Reykjavík Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira