Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. september 2025 15:02 Ásmundur Einar Daðason var mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, ritari Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur látið af embætti ritara Framsóknar. Hann segir skilið við stjórnmálin og snýr sér að öðrum verkefnum. „Tíminn minn í stjórnmálum hefur verið mikill lærdómur og ég er þakklátur fyrir ða hafa fengið að vinna að mikilvægum málum með öflugu fólki víða um land,“ skrifar Ásmundur Einar í færslu á Facebook-síðu Framsóknarfólks. Hann tilkynnti um afsögnina á landsstjórnarfundi sem haldinn var fyrr í dag og kosið verður á ný í embætti ritara á miðstjórnarfundi flokksins þann 18. október. „Það er mikilvægt að nýr ritari hafi svigrúm, tíma og elju til að sinna innra starfi flokksins, sérstaklega á kosningaári. Ritari gegnir lykilhlutverki í þeirri vinnu og því er farsælast að velja nýjan ritara núna en ekki bíða með það til flokksþings.“ „Ég ákvað það eftir síðustu kosningar að þetta væri orðið gott. Ég er búinn að vera í stjórnmálum í fimmtán ár og núna taka aðrir við keflinu,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Ásmundur segist ætla að snúa sér að nýjum verkefnum sem krefjist fullrar athygli hans. „Ég tel það heiðarlegast gagnvart flokknum, fjölskyldunni og sjálfum mér að afhenda keflið á þessum tímapunkti.“ Í samtali við fréttastofu segir Ásmundur að alls kyns verkefni bíði hans. „Ég er farinn að gera alls konar. Ég er að vinna svolítið fyrir Sameinuðu þjóðirnar, örlítið í Danmörku og svo eru ýmis verkefni hérna heima sem ég er að taka að mér. Þetta eru fjölbreytt verkefni myndi ég segja, fjölbreytt verkefni sem tengjast börnum.“ Ásmundur Einar segist hafa lært mikið af tíma sínum í stjórnmálum, hafi eignast marga vini og sé stoltur af mörgu. Hann viti þó ekki hver taki við af honum sem ritari, spyrja þurfi aðra til að komast að því. Ásmundur Einar var fyrst þingmaður Vinstri grænna árin 2009 til 2011 en skipti yfir í Framsóknarflokkinn 2011 og gegndi þar embætti þingmanns til ársins 2024. Í Alþingiskosningunum 2024 leiddi Ásmundur Einar lista Framsóknar í Reykjavík norður en hlaut ekki kjör inn á þing. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tímamót Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
„Tíminn minn í stjórnmálum hefur verið mikill lærdómur og ég er þakklátur fyrir ða hafa fengið að vinna að mikilvægum málum með öflugu fólki víða um land,“ skrifar Ásmundur Einar í færslu á Facebook-síðu Framsóknarfólks. Hann tilkynnti um afsögnina á landsstjórnarfundi sem haldinn var fyrr í dag og kosið verður á ný í embætti ritara á miðstjórnarfundi flokksins þann 18. október. „Það er mikilvægt að nýr ritari hafi svigrúm, tíma og elju til að sinna innra starfi flokksins, sérstaklega á kosningaári. Ritari gegnir lykilhlutverki í þeirri vinnu og því er farsælast að velja nýjan ritara núna en ekki bíða með það til flokksþings.“ „Ég ákvað það eftir síðustu kosningar að þetta væri orðið gott. Ég er búinn að vera í stjórnmálum í fimmtán ár og núna taka aðrir við keflinu,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Ásmundur segist ætla að snúa sér að nýjum verkefnum sem krefjist fullrar athygli hans. „Ég tel það heiðarlegast gagnvart flokknum, fjölskyldunni og sjálfum mér að afhenda keflið á þessum tímapunkti.“ Í samtali við fréttastofu segir Ásmundur að alls kyns verkefni bíði hans. „Ég er farinn að gera alls konar. Ég er að vinna svolítið fyrir Sameinuðu þjóðirnar, örlítið í Danmörku og svo eru ýmis verkefni hérna heima sem ég er að taka að mér. Þetta eru fjölbreytt verkefni myndi ég segja, fjölbreytt verkefni sem tengjast börnum.“ Ásmundur Einar segist hafa lært mikið af tíma sínum í stjórnmálum, hafi eignast marga vini og sé stoltur af mörgu. Hann viti þó ekki hver taki við af honum sem ritari, spyrja þurfi aðra til að komast að því. Ásmundur Einar var fyrst þingmaður Vinstri grænna árin 2009 til 2011 en skipti yfir í Framsóknarflokkinn 2011 og gegndi þar embætti þingmanns til ársins 2024. Í Alþingiskosningunum 2024 leiddi Ásmundur Einar lista Framsóknar í Reykjavík norður en hlaut ekki kjör inn á þing.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tímamót Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira