„Það verður boðið fram í nafni VG“ Agnar Már Másson skrifar 27. september 2025 23:24 Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekki ætla að bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor og segir að flokkurinn muni bjóða sig fram undir eigin formerkjum í Reykjavík. „Það verður boðið fram í nafni VG,“ sagði Svandís í hlaðvarpinu Á öðrum bjór, „hvernig sem það síðan verður hvort sem það verður síðan í samstarfi við að aðra, eða óháðir.“ Fram hefur komið í máli Svandísar að hún sé opin fyrir samstarfi við aðra flokka á vinstri væng stjórnmálanna en í því samhengi hefur hún nefnt Kópavog, Árborg og Ísafjörð. Hún viðurkennir í hlaðvarpinu þó að VG, Sósíalistaflokkurinn og Píratar séu afar líkir hvað hugmyndafræði varðar en flókið væri fyrir VG að reyna að para sig saman við Pírata enda skilgreina þeir sig ekki sem vinstri flokk. Svandís, sem var ráðherra í síðustu ríkisstjórn, sat sjálf í borgarstjórn Reykjavíkur árin 2006 til 2009. Þegar Svandís er spurð hvort hún hyggist prófa það aftur svarar hún hiklaust neitandi. „Þessi kafli er bara búinn. Ég hef alveg fjölþætta og mikla reynslu og hef unun af því að miðla henni til fólks en það verður að vera einhver framvinda í pólitík,“ segir hún. „Við þurfum kynslóðaskipti og við þurfum breytingar og við þurfum nýtt fólk og ný andlit.“ Líf Magneudóttir, núverandi oddviti Vinstri grænna í borginni, hefur sagst stefna á framboð fyrir flokkinn í vor. Í hlaðvarpinu ræddi Svandís einnig bága stöðu flokksins, sem féll af þingi í kosningum 2024 auk þess sem hann náði ekki 2,5 prósenta viðmiðinu til þess að fá styrk frá ríkinu sem stjórnmálasamtök. „Nei, nei,“ svaraði Svandís spurð hvort flokkurinn bæri sig enn vel þrátt fyrir að fá ekki lengur framlög frá ríkinu. „Við beryum okkur ekkert sérstaklega vel, það er auðvitað hundleiðinlegt að fá ekki peninga og við finnum rosalega mikið fyrir því.“ Hreyfingin hafi þurft að hagræða mikið. Aðalfundur VG í Reykjavík var einmitt haldinn í dag og ný stjórn kjörin, segir í tilkynningu frá flokknum. Gísli Garðarsson var þar kjörinn formaður VG í Reykjavík. Þá voru kjörin sem stjórnarmenn Steinunn Rögnvaldsdóttir, Illugi Gunnarsson, Silja Snædal Drífudóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og Bjarki Hjörleifsson. Á aðalfundi síðasta árs hafði Auður Alfífa Ketilsdóttir verið kjörin í stjórn til tveggja ára. Loks voru kjörin sem varamenn Elín Oddný Sigurðardóttir og Daníel E. Arnarsson. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Vinstri græn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Það verður boðið fram í nafni VG,“ sagði Svandís í hlaðvarpinu Á öðrum bjór, „hvernig sem það síðan verður hvort sem það verður síðan í samstarfi við að aðra, eða óháðir.“ Fram hefur komið í máli Svandísar að hún sé opin fyrir samstarfi við aðra flokka á vinstri væng stjórnmálanna en í því samhengi hefur hún nefnt Kópavog, Árborg og Ísafjörð. Hún viðurkennir í hlaðvarpinu þó að VG, Sósíalistaflokkurinn og Píratar séu afar líkir hvað hugmyndafræði varðar en flókið væri fyrir VG að reyna að para sig saman við Pírata enda skilgreina þeir sig ekki sem vinstri flokk. Svandís, sem var ráðherra í síðustu ríkisstjórn, sat sjálf í borgarstjórn Reykjavíkur árin 2006 til 2009. Þegar Svandís er spurð hvort hún hyggist prófa það aftur svarar hún hiklaust neitandi. „Þessi kafli er bara búinn. Ég hef alveg fjölþætta og mikla reynslu og hef unun af því að miðla henni til fólks en það verður að vera einhver framvinda í pólitík,“ segir hún. „Við þurfum kynslóðaskipti og við þurfum breytingar og við þurfum nýtt fólk og ný andlit.“ Líf Magneudóttir, núverandi oddviti Vinstri grænna í borginni, hefur sagst stefna á framboð fyrir flokkinn í vor. Í hlaðvarpinu ræddi Svandís einnig bága stöðu flokksins, sem féll af þingi í kosningum 2024 auk þess sem hann náði ekki 2,5 prósenta viðmiðinu til þess að fá styrk frá ríkinu sem stjórnmálasamtök. „Nei, nei,“ svaraði Svandís spurð hvort flokkurinn bæri sig enn vel þrátt fyrir að fá ekki lengur framlög frá ríkinu. „Við beryum okkur ekkert sérstaklega vel, það er auðvitað hundleiðinlegt að fá ekki peninga og við finnum rosalega mikið fyrir því.“ Hreyfingin hafi þurft að hagræða mikið. Aðalfundur VG í Reykjavík var einmitt haldinn í dag og ný stjórn kjörin, segir í tilkynningu frá flokknum. Gísli Garðarsson var þar kjörinn formaður VG í Reykjavík. Þá voru kjörin sem stjórnarmenn Steinunn Rögnvaldsdóttir, Illugi Gunnarsson, Silja Snædal Drífudóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og Bjarki Hjörleifsson. Á aðalfundi síðasta árs hafði Auður Alfífa Ketilsdóttir verið kjörin í stjórn til tveggja ára. Loks voru kjörin sem varamenn Elín Oddný Sigurðardóttir og Daníel E. Arnarsson.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Vinstri græn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira