Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2025 08:30 Linn Svahn er komin aftur af stað eftir mjög erfiða mánuði. EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Sænska skíðagöngukonan Linn Svahn upplifði mikla martröð í hálft ár eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í aðdraganda heimsmeistaramótsins á skíðum í byrjun ársins. Hin 25 ára gamla Svahn var að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Þrándheimi í Noregi þegar hún féll illa. Hún fékk heilahristing og meiddist einnig á hálsi. Hún missti af heimsmeistaramótinu en það var þó bara upphafið af mikill martröð. @Sportbladet Svahn er nú komin aftur af stað og hefur sagt frá því sem hún gekk í gegnum þessa erfiðu mánuði. Það er ekkert grín að fá heilahristing. „Ég gubbaði mjög mikið,“ sagði Linn Svahn meðal annars um eftirmála höfuðhöggsins. Eftir að hún náði sér af heilahristingnum þá kom í ljós að hún hafði einnig meiðst á hálsi. Það þýddi að hún gat ekkert æft í sumar. Var vöruð við þessu „Það var vendipunktur hjá mér þegar fimm mánuðir voru liðnir frá slysinu. Þá gat ég aftur gert allt á ný. Þetta var reyndar eins og fólk varaði mig við um að það gæti tekið sex mánuði að ná sér,“ sagði Svahn „Í lok júlí og byrjun ágúst þá fór að ganga betur og ég gat aftur æft á fullu,“ sagði Svahn. Hún lýstir fyrstu vikunum eftir slysið sem algjörri martröð. „Fyrstu tíu dagarnir voru hræðilegir, þessi fyrsta rúma vika. Ég svaf þá í tuttugu tíma á dag. Það er erfitt hreinlega eftir að ímynda sér að það sé bara hægt að sofa svo mikið svona þar til að þú lendir í því sjálfur. Vakandi í hálftíma, sofa síðan í tvo tíma og svo framvegis,“ sagði Svahn. Hatar göngutúra Svahn sagði frá því að hún gat ekki gengið í meira en fimm mínútur áður en allt fór á versta veg aftur. „Ég hata göngutúra. Mér finnst rosalega leiðinlegt að fara út að ganga. Ég vil taka á því á æfingu. Ég þurfti hins vegar að byrja þar þegar ég var að byrja aftur eftir slysið. Ég reyndi að fara út að ganga en þá komu einkennin aftur og ég fór að gubba á ný. Ég get ekki gengið í meira en fimm mínútur og þannig var þetta í langan tíma,“ sagði Svahn. „Það sem er mest sláandi eru andstæðurnar. Fara úr því að vera í toppformi að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramót í það að vera hreinlega í erfiðleikum með að komast í gegnum daglegt líf. Þetta voru miklir öfgar. Fyrir mig var kannski gott að þetta varð svona slæmt því baráttan hjá mér snerist bara um það að reyna að lifa þetta af,“ sagði Svahn. Skíðaíþróttir Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Hin 25 ára gamla Svahn var að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Þrándheimi í Noregi þegar hún féll illa. Hún fékk heilahristing og meiddist einnig á hálsi. Hún missti af heimsmeistaramótinu en það var þó bara upphafið af mikill martröð. @Sportbladet Svahn er nú komin aftur af stað og hefur sagt frá því sem hún gekk í gegnum þessa erfiðu mánuði. Það er ekkert grín að fá heilahristing. „Ég gubbaði mjög mikið,“ sagði Linn Svahn meðal annars um eftirmála höfuðhöggsins. Eftir að hún náði sér af heilahristingnum þá kom í ljós að hún hafði einnig meiðst á hálsi. Það þýddi að hún gat ekkert æft í sumar. Var vöruð við þessu „Það var vendipunktur hjá mér þegar fimm mánuðir voru liðnir frá slysinu. Þá gat ég aftur gert allt á ný. Þetta var reyndar eins og fólk varaði mig við um að það gæti tekið sex mánuði að ná sér,“ sagði Svahn „Í lok júlí og byrjun ágúst þá fór að ganga betur og ég gat aftur æft á fullu,“ sagði Svahn. Hún lýstir fyrstu vikunum eftir slysið sem algjörri martröð. „Fyrstu tíu dagarnir voru hræðilegir, þessi fyrsta rúma vika. Ég svaf þá í tuttugu tíma á dag. Það er erfitt hreinlega eftir að ímynda sér að það sé bara hægt að sofa svo mikið svona þar til að þú lendir í því sjálfur. Vakandi í hálftíma, sofa síðan í tvo tíma og svo framvegis,“ sagði Svahn. Hatar göngutúra Svahn sagði frá því að hún gat ekki gengið í meira en fimm mínútur áður en allt fór á versta veg aftur. „Ég hata göngutúra. Mér finnst rosalega leiðinlegt að fara út að ganga. Ég vil taka á því á æfingu. Ég þurfti hins vegar að byrja þar þegar ég var að byrja aftur eftir slysið. Ég reyndi að fara út að ganga en þá komu einkennin aftur og ég fór að gubba á ný. Ég get ekki gengið í meira en fimm mínútur og þannig var þetta í langan tíma,“ sagði Svahn. „Það sem er mest sláandi eru andstæðurnar. Fara úr því að vera í toppformi að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramót í það að vera hreinlega í erfiðleikum með að komast í gegnum daglegt líf. Þetta voru miklir öfgar. Fyrir mig var kannski gott að þetta varð svona slæmt því baráttan hjá mér snerist bara um það að reyna að lifa þetta af,“ sagði Svahn.
Skíðaíþróttir Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira