Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2025 06:00 Hjálmtýr segir íbúa langþreytta á ástandinu. Íbúar við Grettisgötu í Reykjavík hafa hrundið af stað undirskriftarsöfnun þar sem þeir krefjast þess að framkvæmdir í götunni verði stöðvaðar og verkið endurskipulagt. Verkið hófst í apríl og átti að vera lokið í júní en nú er útlit fyrir að það standi út október. Íbúi segir borgina hafi látið vera að svara athugasemdum. „Við erum bara búin að fá upp í kok bæði við og fólkið hér í kring. Við höfum gengið í hús og það eru um þrjátíu íbúar búnir að skrifa undir, kannski fleiri,“ segir Hjálmtýr Heiðdal íbúi að Grettisgötu. Umræddar framkvæmdir eru við Grettisgötu 20a og 20b. Hús Hjálmtýs er til vinstri á myndinni, rétt við framkvæmdirnar.Vísir/Anton Brink „Við fengum bréf í maí 2024 þar sem það var kynnt að þarna yrði rifið hús og annað byggt á grunni þess. Við svöruðum því að við hefðum ekkert á móti því, enda myndi það ekki skerða okkar birtu eða neitt. Svo í byrjun þessa árs var þetta aftur kynnt, hvenær þetta myndi hefja framkvæmdir og í apríl byrjuðu þeir að brjóta niður gamalt hús hérna og höggbora ofan í klett sem er undir öllum húsunum. Hér er enginn kjallari hjá okkur og ekki heldur í húsunum í kring vegna þessa.“ Að sögn Hjálmtýs á þarna að vera tvöfaldur kjallari, tvær hæðir niður. Því um mikið verk að ræða. Þeir byrji gjarnan átta að morgni og borið standi yfir til klukkan fimm, stundum til klukkan sex. Nú séu líkur á því að þetta standi yfir út október. Vörubíll keyrir úr portinu með tilheyrandi hávaða.Vísir/Anton Brink Mikil röskun í langan tíma „Þeir sögðust ætla að hætta 30. júní en þetta hefur haldið áfram og heldur ennþá áfram. Svo fara þeir alltaf inn á okkar lóð og við höfum sýnt þeim fulla kurteisi og fært okkar bíla þegar það á við en það hefur aldrei verið haft samband við okkur fyrirfram eða verið beðið um leyfi frá þeim sem eru á bakvið þetta.“ Hjálmtýr segir íbúa ítrekað hafa haft samband við borgina vegna málsins. Skrifað bæði heilbrigðiseftirlitinu og bygginga-og skipulagsnefnd en engin svör fengið. „Næst erum við þá komin með lögfræðing í málið sem er að skrifa bréf af því að við teljum að þessi ákvörðun um að leyfa þessa framkvæmd sé algjörlega út úr kortinu. Þetta er mikil röskun á okkar lífi í þetta langan tíma og er ekki viðbúið.“ Framkvæmdunum fylgir gríðarleg röskun fyrir nærliggjandi íbúa. Vísir/Anton Brink Verði að læra af málinu Sjálfur hefur Hjálmtýr tekið myndband af því hvernig er að lifa við hávaðann og birt á íbúahópi miðborgarinnar á Facebook. Hann segir það afar þreytandi að geta ekki haft opna glugga heima hjá sér og segir að íbúar vilji að borgaryfirvöld læri af málinu. „Það verður nú líklega engu breytt héðan af, framkvæmdin er að verða búin en við erum aðallega að þessu því að borgin verður að læra af þessu. Þetta er sama vitleysan og með græna skrímslið uppi í Breiðholti. Það er gefið leyfi til framkvæmda sem aldrei hefði átt að leyfa. Það er lærdómurinn.“ Klippa: Morgun á Grettisgötu vegna framkvæmda Reykjavík Skipulag Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
„Við erum bara búin að fá upp í kok bæði við og fólkið hér í kring. Við höfum gengið í hús og það eru um þrjátíu íbúar búnir að skrifa undir, kannski fleiri,“ segir Hjálmtýr Heiðdal íbúi að Grettisgötu. Umræddar framkvæmdir eru við Grettisgötu 20a og 20b. Hús Hjálmtýs er til vinstri á myndinni, rétt við framkvæmdirnar.Vísir/Anton Brink „Við fengum bréf í maí 2024 þar sem það var kynnt að þarna yrði rifið hús og annað byggt á grunni þess. Við svöruðum því að við hefðum ekkert á móti því, enda myndi það ekki skerða okkar birtu eða neitt. Svo í byrjun þessa árs var þetta aftur kynnt, hvenær þetta myndi hefja framkvæmdir og í apríl byrjuðu þeir að brjóta niður gamalt hús hérna og höggbora ofan í klett sem er undir öllum húsunum. Hér er enginn kjallari hjá okkur og ekki heldur í húsunum í kring vegna þessa.“ Að sögn Hjálmtýs á þarna að vera tvöfaldur kjallari, tvær hæðir niður. Því um mikið verk að ræða. Þeir byrji gjarnan átta að morgni og borið standi yfir til klukkan fimm, stundum til klukkan sex. Nú séu líkur á því að þetta standi yfir út október. Vörubíll keyrir úr portinu með tilheyrandi hávaða.Vísir/Anton Brink Mikil röskun í langan tíma „Þeir sögðust ætla að hætta 30. júní en þetta hefur haldið áfram og heldur ennþá áfram. Svo fara þeir alltaf inn á okkar lóð og við höfum sýnt þeim fulla kurteisi og fært okkar bíla þegar það á við en það hefur aldrei verið haft samband við okkur fyrirfram eða verið beðið um leyfi frá þeim sem eru á bakvið þetta.“ Hjálmtýr segir íbúa ítrekað hafa haft samband við borgina vegna málsins. Skrifað bæði heilbrigðiseftirlitinu og bygginga-og skipulagsnefnd en engin svör fengið. „Næst erum við þá komin með lögfræðing í málið sem er að skrifa bréf af því að við teljum að þessi ákvörðun um að leyfa þessa framkvæmd sé algjörlega út úr kortinu. Þetta er mikil röskun á okkar lífi í þetta langan tíma og er ekki viðbúið.“ Framkvæmdunum fylgir gríðarleg röskun fyrir nærliggjandi íbúa. Vísir/Anton Brink Verði að læra af málinu Sjálfur hefur Hjálmtýr tekið myndband af því hvernig er að lifa við hávaðann og birt á íbúahópi miðborgarinnar á Facebook. Hann segir það afar þreytandi að geta ekki haft opna glugga heima hjá sér og segir að íbúar vilji að borgaryfirvöld læri af málinu. „Það verður nú líklega engu breytt héðan af, framkvæmdin er að verða búin en við erum aðallega að þessu því að borgin verður að læra af þessu. Þetta er sama vitleysan og með græna skrímslið uppi í Breiðholti. Það er gefið leyfi til framkvæmda sem aldrei hefði átt að leyfa. Það er lærdómurinn.“ Klippa: Morgun á Grettisgötu vegna framkvæmda
Reykjavík Skipulag Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira