Viðskipti innlent

208 sagt upp í fimm hóp­upp­sögnum

Atli Ísleifsson skrifar
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir

Alls bárust Vinnumálastofunun fimm tilkynningar um hópuppsagnir í september, þar sem 208 starfsmönnum var sagt upp störfum. 

Uppsagnir vegna falls Play eru ekki inni í þeim tölum þó að Vinnumálastofnun hafi verið tilkynnt um gjaldþrotið. Um fjögur hundruð misstu vinnuna hjá Play fyrr í vikunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vinnumálastofnunar.

Þar segir að flestum sem hafi verið sagt upp í hópuppsögnunum hafi verið í ferðaþjónustutengdri starfsemi með alls 134 starfsmönnum, eitt í matvælagerð með alls 24 starfsmönnum og eitt í fiskvinnslu með alls fimmtíu starfsmönnum.

„Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda á tímabilinu október 2025 til desember 2025.

Í ofanálag hefur Vinnumálastofnun verið tilkynnt um gjaldþrot Play,“ segir á vef Vinnumálastofnunar.


Tengdar fréttir

Leik lokið hjá Play

Play varð þriðja íslenska lágfargjaldaflugfélagið sem hverfur af sviðinu á rúmum áratug. Líkt og þegar forveri þess Wow air fór í þrot fyrir sex árum eru fórnarlömbin hundruð starfsmanna sem missa vinnuna og þúsundir farþega sem eru standaglópar eða sitja eftir með sárt ennið.

Uppsagnir hjá Norðuráli í dag

25 starfsmönnum verður sagt upp hjá Norðuráli í dag. Ástæðan er sögð vera aukinn framleiðslukostnaður.

Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni

Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×