Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar 2. október 2025 21:02 Íslendingar hafa í gegnum tíðina sýnt að þegar stórar ákvarðanir eru teknar af festu og með framtíðarsýn, skila þær ávinningi fyrir heilar kynslóðir. Uppbygging hitaveitunnar á sínum tíma er skýrasta dæmið: þá þótti hugmyndin ævintýraleg, en reyndist lykill að uppgangi, bættum lífsgæðum og hagkvæmu samfélagi. Sama á við um raforkukerfið og hafnarframkvæmdir sem urðu undirstaða atvinnulífs og framþróunar. Í dag stöndum við aftur frammi fyrir sambærilegum tímamótum. Samgöngumál höfuðborgarsvæðisins hafa verið látin sitja á hakanum alltof lengi. Þrátt fyrir mikla fjölgun íbúa, vaxandi atvinnulíf og aukið álag á samgöngur hafa lappirnar verið dregnar í áratugi. Umferðarteppur eru orðin daglegt brauð, ferðatími lengist og lífsgæði skerðast. Þetta er efnahagslegt tjón, sóun á tíma og skerðing á frelsi fólks til að velja þann ferðamáta sem því hentar best. Samgöngusáttmálinn sem undirritaður var árið 2019 og uppfærður 2024 er mikilvægur áfangi. Með honum tókst Sjálfstæðisflokknum – í ríkisstjórn og með borgarfulltrúum og bæjarfulltrúum í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins – að rjúfa þá stöðnun sem ríkt hafði um of lengi. Þar með var stigið mikilvægt skref, og það er fagnaðarefni. En við verðum líka að horfast í augu við að samgöngusáttmálinn nær ekki nægilega langt. Hann kveður á um nauðsynlegar aðgerðir, en verulega vantar upp á að tryggja hágæða samgöngur um allt höfuðborgarsvæðið, óháð ferðamáta. Það er ekki nóg að ræða aðeins almenningssamgöngur eða aðeins einkabílinn. Við verðum að gera hvort tveggja. Við þurfum að efla almenningssamgöngur með aukinni tíðni og skilvirku leiðakerfi, svo að fólk hafi raunverulegan kost. Við verðum að styðja betur við hjólandi vegfarendur og gangandi. En við verðum líka að tryggja greiðar leiðir fyrir fjölskyldubílinn, sem er og verður mikilvægur hluti daglegs lífs íbúa. Þess vegna þarf að byggja nýja stofnvegi, stækka og bæta þá sem fyrir eru og huga að gangnagerð og öðrum lausnum sem liðka fyrir flæði umferðar og dreifa álagi. Markmiðið hlytur að vera að neyða ekki á einn ferðamáta, heldur að greiða leið allra – sama hvort við veljum strætó, hjól, göngu eða bíl. Við verðum að hugsa stórt og hafa styttingu ferðatíma að leiðarljósi. Hver mínúta sem sparast í daglegri umferð skilar sér margfalt til samfélagsins, bæði í auknum lífsgæðum og hagræðingu fyrir fólk og atvinnulíf. Það er því ljóst að samgöngusáttmálinn er aðeins fyrsta skrefið. Við þurfum átak til viðbótar – við þurfum að flýta framkvæmdum og stórauka fjárfestingu í samgöngum. Við þurfum nýja stofnvegi, nýjar lausnir og framtíðarsýn sem tekur mið af heildarlausn, ekki aðeins einstökum verkefnum. Stefnumið og kröfur til framtíðar: Setbergsgöng í Hafnarfirði Ráðast þarf strax í göng undir Setbergið til að létta á umferð á Reykjanesbraut og við Kaplakrika. Með tengingu Setbergsgangna við Engidal verður unnt að tengja þau áfram við Skerjafjarðargöng og þannig flytja umferð undir Hafnarfjörð í stað þess að þröngva henni í gegnum bæinn. Skerjafjarðargöng og Sundagöng Byggja þarf Skerjafjarðargöng sem nýja stofnæð milli Álftaness og Reykjavíkur. Þau stytta ferðatíma, tryggja ferðaöryggi með greiðari leið til og frá vesturhluta Rekjavíkur, losa um helstu flöskuhálsa í samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins og eru án efa fjárhagslega hagkvæmasta samgöngubótin á svæðinu. Þessi göng þarf síðan að tengja áfram við Sundagöng, sem hafa setið of lengi á hakanum án þess að verða að veruleika. Nú þarf áræðni til að klára bæði þessi verkefni. Nýr stofnvegur sunnan Reykjanesbrautar Hugmyndir um ofanbyggðaveg hefur að mestu verið vikið til hliðar, en eftir sem áður er þörf á nýrri stofnæð austan Reykjanesbrautar. Finna verður nýja lausn sem dregur úr umferðarálagi á Hafnarfjarðarveg og Reykjanesbraut og tryggir styttri ferðatíma. Lokafrágangur Álftanesvegar Ljúka þarf við Álftanesveg með tengingu í Engidal í mislægum gatnamótum, sem geta orðið lykilpunktur í samgönguneti höfuðborgarsvæðisins til framtíðar með Setbergsgöngum og Skerjafjarðargöngum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sögulega sýnt að hann hefur burði til þess að leiða stór verkefni sem umbreyta samfélaginu. Nú þarf að endurnýja þann kraft í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Við höfum gert of lítið í þeim efnum í of langan tíma. Nú er kominn tími til að hugsa stórt og skipuleggja til framtíðar, skipuleggja vel og hefja næsta stóra áfanga í innviðauppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu - rétt eins og með hitaveituna forðum daga. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa í gegnum tíðina sýnt að þegar stórar ákvarðanir eru teknar af festu og með framtíðarsýn, skila þær ávinningi fyrir heilar kynslóðir. Uppbygging hitaveitunnar á sínum tíma er skýrasta dæmið: þá þótti hugmyndin ævintýraleg, en reyndist lykill að uppgangi, bættum lífsgæðum og hagkvæmu samfélagi. Sama á við um raforkukerfið og hafnarframkvæmdir sem urðu undirstaða atvinnulífs og framþróunar. Í dag stöndum við aftur frammi fyrir sambærilegum tímamótum. Samgöngumál höfuðborgarsvæðisins hafa verið látin sitja á hakanum alltof lengi. Þrátt fyrir mikla fjölgun íbúa, vaxandi atvinnulíf og aukið álag á samgöngur hafa lappirnar verið dregnar í áratugi. Umferðarteppur eru orðin daglegt brauð, ferðatími lengist og lífsgæði skerðast. Þetta er efnahagslegt tjón, sóun á tíma og skerðing á frelsi fólks til að velja þann ferðamáta sem því hentar best. Samgöngusáttmálinn sem undirritaður var árið 2019 og uppfærður 2024 er mikilvægur áfangi. Með honum tókst Sjálfstæðisflokknum – í ríkisstjórn og með borgarfulltrúum og bæjarfulltrúum í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins – að rjúfa þá stöðnun sem ríkt hafði um of lengi. Þar með var stigið mikilvægt skref, og það er fagnaðarefni. En við verðum líka að horfast í augu við að samgöngusáttmálinn nær ekki nægilega langt. Hann kveður á um nauðsynlegar aðgerðir, en verulega vantar upp á að tryggja hágæða samgöngur um allt höfuðborgarsvæðið, óháð ferðamáta. Það er ekki nóg að ræða aðeins almenningssamgöngur eða aðeins einkabílinn. Við verðum að gera hvort tveggja. Við þurfum að efla almenningssamgöngur með aukinni tíðni og skilvirku leiðakerfi, svo að fólk hafi raunverulegan kost. Við verðum að styðja betur við hjólandi vegfarendur og gangandi. En við verðum líka að tryggja greiðar leiðir fyrir fjölskyldubílinn, sem er og verður mikilvægur hluti daglegs lífs íbúa. Þess vegna þarf að byggja nýja stofnvegi, stækka og bæta þá sem fyrir eru og huga að gangnagerð og öðrum lausnum sem liðka fyrir flæði umferðar og dreifa álagi. Markmiðið hlytur að vera að neyða ekki á einn ferðamáta, heldur að greiða leið allra – sama hvort við veljum strætó, hjól, göngu eða bíl. Við verðum að hugsa stórt og hafa styttingu ferðatíma að leiðarljósi. Hver mínúta sem sparast í daglegri umferð skilar sér margfalt til samfélagsins, bæði í auknum lífsgæðum og hagræðingu fyrir fólk og atvinnulíf. Það er því ljóst að samgöngusáttmálinn er aðeins fyrsta skrefið. Við þurfum átak til viðbótar – við þurfum að flýta framkvæmdum og stórauka fjárfestingu í samgöngum. Við þurfum nýja stofnvegi, nýjar lausnir og framtíðarsýn sem tekur mið af heildarlausn, ekki aðeins einstökum verkefnum. Stefnumið og kröfur til framtíðar: Setbergsgöng í Hafnarfirði Ráðast þarf strax í göng undir Setbergið til að létta á umferð á Reykjanesbraut og við Kaplakrika. Með tengingu Setbergsgangna við Engidal verður unnt að tengja þau áfram við Skerjafjarðargöng og þannig flytja umferð undir Hafnarfjörð í stað þess að þröngva henni í gegnum bæinn. Skerjafjarðargöng og Sundagöng Byggja þarf Skerjafjarðargöng sem nýja stofnæð milli Álftaness og Reykjavíkur. Þau stytta ferðatíma, tryggja ferðaöryggi með greiðari leið til og frá vesturhluta Rekjavíkur, losa um helstu flöskuhálsa í samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins og eru án efa fjárhagslega hagkvæmasta samgöngubótin á svæðinu. Þessi göng þarf síðan að tengja áfram við Sundagöng, sem hafa setið of lengi á hakanum án þess að verða að veruleika. Nú þarf áræðni til að klára bæði þessi verkefni. Nýr stofnvegur sunnan Reykjanesbrautar Hugmyndir um ofanbyggðaveg hefur að mestu verið vikið til hliðar, en eftir sem áður er þörf á nýrri stofnæð austan Reykjanesbrautar. Finna verður nýja lausn sem dregur úr umferðarálagi á Hafnarfjarðarveg og Reykjanesbraut og tryggir styttri ferðatíma. Lokafrágangur Álftanesvegar Ljúka þarf við Álftanesveg með tengingu í Engidal í mislægum gatnamótum, sem geta orðið lykilpunktur í samgönguneti höfuðborgarsvæðisins til framtíðar með Setbergsgöngum og Skerjafjarðargöngum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sögulega sýnt að hann hefur burði til þess að leiða stór verkefni sem umbreyta samfélaginu. Nú þarf að endurnýja þann kraft í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Við höfum gert of lítið í þeim efnum í of langan tíma. Nú er kominn tími til að hugsa stórt og skipuleggja til framtíðar, skipuleggja vel og hefja næsta stóra áfanga í innviðauppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu - rétt eins og með hitaveituna forðum daga. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði og viðskiptafræðingur.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun