Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Agnar Már Másson skrifar 4. október 2025 23:40 Trump og Netanjahú fyrir utan Hvíta húsið í vikunni. Getty Forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael og Hamas nálgist samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Bandaríkjaforseti er bjartsýnn og segir Ísraela hafa samþykkt að draga herinn af hluta Gasa til að greiða fyrir fangaskiptum en Ísraelsmenn hafa þó ekki hlýtt ósk hans um að hætta að sprengja. Stríðandi fylkingar ganga að samningaborðinu á mánudag. Sprengjur hafa dunið á Gasaströndinni í dag þrátt fyrir ákall Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Ísraelsmenn hættu loftárásum sínum á svæðinu. Sjötíu hafa fallið í valinn á Gasa í dag að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Trump lét ummælin falla í kjölfar þess að Hamassamtökin höfðu tjáð honum að þau væru tilbúin að láta gísla af hendi, samkvæmt friðarplani Trumps, gegn því að Ísraelsher hörfi af svæðinu og stríðinu ljúki. Hamassamtökin sögðust enn fremur tilbúin að láta völd af hendi á Gaza til annarra palestínskra yfirvalda. Þau svöruðu aftur á móti ekki hvort þau væru tilbúin að láta vopn af hendi, sem er ein af kröfum Tumps og Ísraelsmanna. Hét því að afvopna Hamas, sem vilja ólíklega láta vopn af hendi En í stuttri ræðu sem Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels flutti í kvöld hét hann því að afvopna Hamas, þrátt fyrir að Hamas-samtökin hafi hingað til hafnað því að leggja niður vopn. Þar svaraði hann einnig gagnrýni þeirra sem hafa krafið Netanjahú um að binda enda á stríðið gegn lausn gíslanna, sem hann hefur áður hafnað að gera. Forsætisráðherrann vill meina að Hamasliðar séu aðeins nú tilbúnir að leysa ísraelska gísla úr haldi vegna þess að þeir Trump hafi aukið hernaðarlegan og pólitískan þrýsting á samtökin. „Ég stóðst gríðarlegan þrýsting að heiman og erlendis til þess að ljúka stríðinu,“ segir Netanjahú í ræðunni sinni, þar sem hann sagði einnig að Hamas og Ísrael væru nálægt því að komast að samkomulagi. Ísraelska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að hún byggi sig undir að innleiða „samstundis“ fyrstu skrefin í tillögum Trumps. Fulltrúar egypskra stjórnvalda segja að viðræður milli Hamas og Ísrael verði haldnar í Kaíró á mánudag. Trump virðist sannfærður um að samkomulag sé í sjónmáli og segir að þetta sé „stór dagur.“ Samþykkja fyrsta áfangann Hann minntist á það í Truth Social að Ísraelsmenn hefðu samþykkt að víkja hernum af hluta Gasastrandarinnar sem fyrsta skrefið við fangaskipti. „Þegar Hamas staðfestir tekur vopnahléð TAFARLAUST gildi, gísla- og fangaskipti munu hefjast, og við munum skapa aðstæður til þess að færa okkur nær næsta skrefi til að ljúka þessum 3.000 ára hörmungum,“ skrifar forsetinn. Til að greiða fyrir fangaskiptum myndi Ísraelsher víkja af því svæði sem er innan við gulu línurnar.Truth Social Auk þess birtir forsetinn loftmynd af mótmælafundi í Ísrael þar sem fólk mótmælir meintu aðgerðaleysi Netanjahús við að binda enda á stríðið. Trump virðist þar reyna að auka þrýsting á Netanjahú um að hætta árásum á Gasa. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Sprengjur hafa dunið á Gasaströndinni í dag þrátt fyrir ákall Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Ísraelsmenn hættu loftárásum sínum á svæðinu. Sjötíu hafa fallið í valinn á Gasa í dag að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Trump lét ummælin falla í kjölfar þess að Hamassamtökin höfðu tjáð honum að þau væru tilbúin að láta gísla af hendi, samkvæmt friðarplani Trumps, gegn því að Ísraelsher hörfi af svæðinu og stríðinu ljúki. Hamassamtökin sögðust enn fremur tilbúin að láta völd af hendi á Gaza til annarra palestínskra yfirvalda. Þau svöruðu aftur á móti ekki hvort þau væru tilbúin að láta vopn af hendi, sem er ein af kröfum Tumps og Ísraelsmanna. Hét því að afvopna Hamas, sem vilja ólíklega láta vopn af hendi En í stuttri ræðu sem Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels flutti í kvöld hét hann því að afvopna Hamas, þrátt fyrir að Hamas-samtökin hafi hingað til hafnað því að leggja niður vopn. Þar svaraði hann einnig gagnrýni þeirra sem hafa krafið Netanjahú um að binda enda á stríðið gegn lausn gíslanna, sem hann hefur áður hafnað að gera. Forsætisráðherrann vill meina að Hamasliðar séu aðeins nú tilbúnir að leysa ísraelska gísla úr haldi vegna þess að þeir Trump hafi aukið hernaðarlegan og pólitískan þrýsting á samtökin. „Ég stóðst gríðarlegan þrýsting að heiman og erlendis til þess að ljúka stríðinu,“ segir Netanjahú í ræðunni sinni, þar sem hann sagði einnig að Hamas og Ísrael væru nálægt því að komast að samkomulagi. Ísraelska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að hún byggi sig undir að innleiða „samstundis“ fyrstu skrefin í tillögum Trumps. Fulltrúar egypskra stjórnvalda segja að viðræður milli Hamas og Ísrael verði haldnar í Kaíró á mánudag. Trump virðist sannfærður um að samkomulag sé í sjónmáli og segir að þetta sé „stór dagur.“ Samþykkja fyrsta áfangann Hann minntist á það í Truth Social að Ísraelsmenn hefðu samþykkt að víkja hernum af hluta Gasastrandarinnar sem fyrsta skrefið við fangaskipti. „Þegar Hamas staðfestir tekur vopnahléð TAFARLAUST gildi, gísla- og fangaskipti munu hefjast, og við munum skapa aðstæður til þess að færa okkur nær næsta skrefi til að ljúka þessum 3.000 ára hörmungum,“ skrifar forsetinn. Til að greiða fyrir fangaskiptum myndi Ísraelsher víkja af því svæði sem er innan við gulu línurnar.Truth Social Auk þess birtir forsetinn loftmynd af mótmælafundi í Ísrael þar sem fólk mótmælir meintu aðgerðaleysi Netanjahús við að binda enda á stríðið. Trump virðist þar reyna að auka þrýsting á Netanjahú um að hætta árásum á Gasa.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira