Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 7. október 2025 06:52 Þegar þessi mynd var tekin, þar sem ráðist var á fólk á Nova tónlistarhátíðinni, voru hundrað gíslar enn í haldi Hamas. Síðan hafa tugir verið látnir lausir en margir verið drepnir. Af þeim sem enn eru í haldi samtakanna er talið að um 20 séu á lífi en yfir 25 látnir. AP/Maya Alleruzzo Tvö ár eru liðin frá því að Hamas samtökin á Gasa gerðu árás á byggðir Ísraelsmanna og drápu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa, sem enn standa yfir. Rúmlega 67 þúsund Palestínumenn verið drepnir í þeim aðgerðum. Minningarathafnir hafa verið skipulagðar víða um heim og Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, fann sig knúinn til að biðla til fólks um að það taki ekki þátt í mótmælum til stuðnings Palestínu á þessum degi. Í grein sem hann ritar í dagblaðið Times í morgun segir hann að það væri „ó-breskt“ að mótmæla á þessum degi. Þrátt fyrir þetta eru mótmæli til stuðnings Palestínu skipulögð í Bretlandi í dag eins og aðra daga, segir BBC. Á sama tíma sitja samninganefndir Hamas og Ísraela í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi og eiga í óbeinum viðræðum um frið á svæðinu. Unnið er eftir friðaráætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og hófust fundarhöld síðdegis í gær. Hamas eru sagðir hafa fallist á nokkur atriði í áætluninni en önnur munu vera til umræðu á fundunum. Trump forseti sagðist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi vera bjartsýnn á framhaldið. „Við eigum góðan möguleika á því að ná fram samningi. Og það verður varanlegur samningur; við viljum frið,“ sagði forsetinn. Hann sagði Hamas hafa fallist á mikilvæg atriði samningsins en hann hafði áður hótað enn frekari blóðsúthellingum ef samtökin gæfu sig ekki. Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Rúmlega 67 þúsund Palestínumenn verið drepnir í þeim aðgerðum. Minningarathafnir hafa verið skipulagðar víða um heim og Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, fann sig knúinn til að biðla til fólks um að það taki ekki þátt í mótmælum til stuðnings Palestínu á þessum degi. Í grein sem hann ritar í dagblaðið Times í morgun segir hann að það væri „ó-breskt“ að mótmæla á þessum degi. Þrátt fyrir þetta eru mótmæli til stuðnings Palestínu skipulögð í Bretlandi í dag eins og aðra daga, segir BBC. Á sama tíma sitja samninganefndir Hamas og Ísraela í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi og eiga í óbeinum viðræðum um frið á svæðinu. Unnið er eftir friðaráætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og hófust fundarhöld síðdegis í gær. Hamas eru sagðir hafa fallist á nokkur atriði í áætluninni en önnur munu vera til umræðu á fundunum. Trump forseti sagðist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi vera bjartsýnn á framhaldið. „Við eigum góðan möguleika á því að ná fram samningi. Og það verður varanlegur samningur; við viljum frið,“ sagði forsetinn. Hann sagði Hamas hafa fallist á mikilvæg atriði samningsins en hann hafði áður hótað enn frekari blóðsúthellingum ef samtökin gæfu sig ekki.
Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira