Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar 9. október 2025 20:02 Helsta slagorð Strætó bs., sem prentað er stórum stöfum á vagna fyrirtækisins, er BESTA LEIÐIN. Eftir að hafa notað strætó markvisst í tuttugu ár get ég að mestu tekið undir þá staðhæfingu enda er einfalt og gott að fara um öngþveiti umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu með tónlist í eyrum eða bók í hönd – og að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að finna eða borga fyrir bílastæði. Þar að auki eru farþegar Strætó áhugavert þversnið af samfélaginu sem sýnir vel fegurð og fjölbreytileika þess. En nokkra hópa samfélagsins vantar þó í vagnana. Besta leiðin er nefnilega ekki hönnuð fyrir þá. Ísland skrifaði árið 2007 undir samning Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks og var hann fullgiltur 2016. Til stendur að lögfesta samninginn á þessu þingi en frumvarp þess efnis er á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar.1 Í 9. grein frumvarpsins2 stendur að aðildarríkin skulu „gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins“ og að gera þurfi ráðstafanir „til að tryggja fötluðu fólki aðgengi, til jafns við aðra, að efnislegu umhverfi sínu, samgöngum, upplýsingum og samskiptum“. Þó að þessar kröfur séu enn í frumvarpi og því ekki lögfestar hefur samningur SÞ verið fullgiltur en í honum stendur skrifað í minni þýðingu: „Aðgerðirnar skulu fela í sér að koma auga á og fjarlægja hindranir sem koma í veg fyrir aðgengi í byggingum, vegum, samgöngum og öðrum stöðum innan- og utanhúss“3. Þessi setning er mjög sambærileg þeirri kröfu sem kemur fram í fyrrnefndu frumvarpi og á báðum stöðum eru samgöngur nefndar sérstaklega. Samningurinn hefur haft víðtæk áhrif á algilda hönnun hér á landi síðan hann var fullgiltur. Til að mynda er lagt út af honum þegar fjallað er um markmið tæplega 100 blaðsíðna leiðbeiningarits um algilda hönnun frá 2023.4 Í ítarlegum kafla um almenningssamgöngur segir að gott aðgengi að þeim geti verið ein meginforsenda þess að fólk með skerta getu geti lifað sjálfstæðu lífi. Svo að það sé möguleiki „þurfa farartækin, stoppistöðvarnar sjálfar og leiðin að þeim að vera aðgengileg“ og því þurfi „hönnun að taka mið af aðgengi“ (bls. 76). Hér eru farartækin, vagnarnir, einnig sérstaklega nefndir. Reykjavíkurborg hefur sett saman sína eigin aðgengisstefnu til ársins 2030.5 Í öðrum kafla hennar er fjallað um aðgengi að almenningssamgöngum en þar segir: „Almenningssamgöngur og aðkoma að þeim mæti þörfum hópa með ólíka færni og fötlun.“ Það sama er að segja um Stefnumörkun í almenningssamgöngum í Reykjavík, Samferða Reykjavík, sem samþykkt var í júní 2015.6 Undir liðnum Gæði vagna segir að Reykjavíkurborg skuli beita sér fyrir því að „[t]ryggja aðgengi fyrir alla í öllum strætisvögnum og góða þjónustu við fatlað fólk“. Hér er vísað til bæði allra farþega og allra vagna en því er ekki að skipta. Sumir af þeim vögnum sem sinna stofnleiðunum, eins og ásinn og sexan sem ég nota reglulega, eru ekki með ramp sem hægt er að setja niður. Í þeim vögnum er aðgengið því ekki bara slæmt – það er ekkert. Árið 2023 skrifaði Freyr Rögnvaldsson hjá Heimildinni fantagóða úttekt undir heitinu Fötluðu fólki nánast ókleift að nota almenningssamgöngur.7 Þar er fjallað um umsögn ÖBÍ við drög að samgönguáætlun þar sem gerðar eru fjölmargar athugasemdir og virðist staðan óbreytt frá þeim skrifum. Nýlega tilkynnti Strætó um fjölgun ferða og aukna tíðni. Ég finn fyrir þessari breytingu og fagna henni mjög. Fyrirtækið hefur jafnframt fest kaup á fleiri vögnum og mun þeim fjölga töluvert á næstu árum.8 Það gleður mig sömuleiðis. Á nýlegum aðalfundi ÖBÍ fjallaði aðgengishópur samtakanna um nýju vagna strætó og sjálfvirku rampa þeirra. Þetta eru miklar gleðifréttir enda munu breytingarnar hafa veruleg áhrif á aðgengi. En góðir rampar í nýjum vögnum bæta þó ekki slæma rampa í þeim gömlu. Kæru aðilar máls. Ég óska þess hér með að þið hafið í huga þessa einföldu hugmyndafræði sem ég kynntist fyrir mörgum árum og er viss um að leiði til betra lífs fyrir alla borgarbúa og ferðamenn: Borg sem hönnuð er fyrir börn og fatlaða er fallegri og aðgengileg öllum. Ég skora Strætó bs. til að breyta þeim blýþungu römpum sem eru í þeim vögnum sem eru í umferð og bjóða þannig alla farþega velkomna án þess að þeir séu undir öðrum komnir til að rúlla sér inn. Jafnframt skora ég á Reykjavíkurborg að sjá til þess að unnið sé eftir þeim stefnum sem borgin hefur sett sér og tryggi gott aðgengi allra að almenningssamgöngum. Ég veiti ykkur jafnframt þetta einfalda sparnarráð: Gerið ráðstafanir til að standa við samning SÞ áður en hann verður bundinn í lög síðar í vetur því það er auðveldara og kostnaðarminna að gera ráðstafanir fyrirfram en að bregðast við eftirá. Besta leiðin er nefnilega ekki best nema allir geti nýtt sér hana. Höfundur er formaður MS-félags Íslands. 1. Þingmálaskrá 157. löggjafarþings 2025-2026.2. Frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.3. Á frummálinu (þýðing mín): “These measures, which shall include the identification and elimination of obstacles and barriers to accessibility, shall apply to, inter alia: a) Buildings, roads, transportation and other indoor and outdoor facilities ...”. Heimild má finna hér.4. Hönnun fyrir alla. Algild hönnun utandyra – Leiðbeiningar. (2023). Vegagerðin, Reykjavíkurborg og VERKÍS: 5. Aðgengisstefna Reykjavíkurborgar 2022–2023.6. Samferða Reykjavík.7. Fötluðu fólki nánast ókleift að nota almenningssamgöngur.8. Strætó snýr vörn í sókn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Reykjavík Strætó Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Helsta slagorð Strætó bs., sem prentað er stórum stöfum á vagna fyrirtækisins, er BESTA LEIÐIN. Eftir að hafa notað strætó markvisst í tuttugu ár get ég að mestu tekið undir þá staðhæfingu enda er einfalt og gott að fara um öngþveiti umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu með tónlist í eyrum eða bók í hönd – og að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að finna eða borga fyrir bílastæði. Þar að auki eru farþegar Strætó áhugavert þversnið af samfélaginu sem sýnir vel fegurð og fjölbreytileika þess. En nokkra hópa samfélagsins vantar þó í vagnana. Besta leiðin er nefnilega ekki hönnuð fyrir þá. Ísland skrifaði árið 2007 undir samning Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks og var hann fullgiltur 2016. Til stendur að lögfesta samninginn á þessu þingi en frumvarp þess efnis er á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar.1 Í 9. grein frumvarpsins2 stendur að aðildarríkin skulu „gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins“ og að gera þurfi ráðstafanir „til að tryggja fötluðu fólki aðgengi, til jafns við aðra, að efnislegu umhverfi sínu, samgöngum, upplýsingum og samskiptum“. Þó að þessar kröfur séu enn í frumvarpi og því ekki lögfestar hefur samningur SÞ verið fullgiltur en í honum stendur skrifað í minni þýðingu: „Aðgerðirnar skulu fela í sér að koma auga á og fjarlægja hindranir sem koma í veg fyrir aðgengi í byggingum, vegum, samgöngum og öðrum stöðum innan- og utanhúss“3. Þessi setning er mjög sambærileg þeirri kröfu sem kemur fram í fyrrnefndu frumvarpi og á báðum stöðum eru samgöngur nefndar sérstaklega. Samningurinn hefur haft víðtæk áhrif á algilda hönnun hér á landi síðan hann var fullgiltur. Til að mynda er lagt út af honum þegar fjallað er um markmið tæplega 100 blaðsíðna leiðbeiningarits um algilda hönnun frá 2023.4 Í ítarlegum kafla um almenningssamgöngur segir að gott aðgengi að þeim geti verið ein meginforsenda þess að fólk með skerta getu geti lifað sjálfstæðu lífi. Svo að það sé möguleiki „þurfa farartækin, stoppistöðvarnar sjálfar og leiðin að þeim að vera aðgengileg“ og því þurfi „hönnun að taka mið af aðgengi“ (bls. 76). Hér eru farartækin, vagnarnir, einnig sérstaklega nefndir. Reykjavíkurborg hefur sett saman sína eigin aðgengisstefnu til ársins 2030.5 Í öðrum kafla hennar er fjallað um aðgengi að almenningssamgöngum en þar segir: „Almenningssamgöngur og aðkoma að þeim mæti þörfum hópa með ólíka færni og fötlun.“ Það sama er að segja um Stefnumörkun í almenningssamgöngum í Reykjavík, Samferða Reykjavík, sem samþykkt var í júní 2015.6 Undir liðnum Gæði vagna segir að Reykjavíkurborg skuli beita sér fyrir því að „[t]ryggja aðgengi fyrir alla í öllum strætisvögnum og góða þjónustu við fatlað fólk“. Hér er vísað til bæði allra farþega og allra vagna en því er ekki að skipta. Sumir af þeim vögnum sem sinna stofnleiðunum, eins og ásinn og sexan sem ég nota reglulega, eru ekki með ramp sem hægt er að setja niður. Í þeim vögnum er aðgengið því ekki bara slæmt – það er ekkert. Árið 2023 skrifaði Freyr Rögnvaldsson hjá Heimildinni fantagóða úttekt undir heitinu Fötluðu fólki nánast ókleift að nota almenningssamgöngur.7 Þar er fjallað um umsögn ÖBÍ við drög að samgönguáætlun þar sem gerðar eru fjölmargar athugasemdir og virðist staðan óbreytt frá þeim skrifum. Nýlega tilkynnti Strætó um fjölgun ferða og aukna tíðni. Ég finn fyrir þessari breytingu og fagna henni mjög. Fyrirtækið hefur jafnframt fest kaup á fleiri vögnum og mun þeim fjölga töluvert á næstu árum.8 Það gleður mig sömuleiðis. Á nýlegum aðalfundi ÖBÍ fjallaði aðgengishópur samtakanna um nýju vagna strætó og sjálfvirku rampa þeirra. Þetta eru miklar gleðifréttir enda munu breytingarnar hafa veruleg áhrif á aðgengi. En góðir rampar í nýjum vögnum bæta þó ekki slæma rampa í þeim gömlu. Kæru aðilar máls. Ég óska þess hér með að þið hafið í huga þessa einföldu hugmyndafræði sem ég kynntist fyrir mörgum árum og er viss um að leiði til betra lífs fyrir alla borgarbúa og ferðamenn: Borg sem hönnuð er fyrir börn og fatlaða er fallegri og aðgengileg öllum. Ég skora Strætó bs. til að breyta þeim blýþungu römpum sem eru í þeim vögnum sem eru í umferð og bjóða þannig alla farþega velkomna án þess að þeir séu undir öðrum komnir til að rúlla sér inn. Jafnframt skora ég á Reykjavíkurborg að sjá til þess að unnið sé eftir þeim stefnum sem borgin hefur sett sér og tryggi gott aðgengi allra að almenningssamgöngum. Ég veiti ykkur jafnframt þetta einfalda sparnarráð: Gerið ráðstafanir til að standa við samning SÞ áður en hann verður bundinn í lög síðar í vetur því það er auðveldara og kostnaðarminna að gera ráðstafanir fyrirfram en að bregðast við eftirá. Besta leiðin er nefnilega ekki best nema allir geti nýtt sér hana. Höfundur er formaður MS-félags Íslands. 1. Þingmálaskrá 157. löggjafarþings 2025-2026.2. Frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.3. Á frummálinu (þýðing mín): “These measures, which shall include the identification and elimination of obstacles and barriers to accessibility, shall apply to, inter alia: a) Buildings, roads, transportation and other indoor and outdoor facilities ...”. Heimild má finna hér.4. Hönnun fyrir alla. Algild hönnun utandyra – Leiðbeiningar. (2023). Vegagerðin, Reykjavíkurborg og VERKÍS: 5. Aðgengisstefna Reykjavíkurborgar 2022–2023.6. Samferða Reykjavík.7. Fötluðu fólki nánast ókleift að nota almenningssamgöngur.8. Strætó snýr vörn í sókn.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun