Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2025 14:29 Úr umhverfismati verkfræðistofunnar EFLU með tilliti til Sundabrúr eða Sundaganga. Við lagningu Sundabrautar eru brúarkostir töluvert hagkvæmari í framkvæmd og rekstri en göng og uppfylla markmið framkvæmdarinnar betur. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýútkominni umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar. Vegagerðin og Reykjavíkurborg standa samanlagt að sex kynningarfundum vegna verkefnisins næstu vikurnar. Sundabraut er fyrirhuguð samgöngubót á höfuðborgarsvæðinu milli Sæbrautar og Kjalarness sem verið hefur í umræðu og undirbúningi allt frá árinu 1975. Í umhverfismatinu sem telur á fimmta hundrað blaðsíður eru bornir saman tveir meginvalkostir við þverun Kleppsvíkur: Sundabrú og Sundagöng, auk þriggja valkosta fyrir legu brautarinnar í Gufunesi. Samantekt á skýrslunni má lesa hér. Þá eru mismunandi valkostir fyrir hæð og lengd Sundabrúar til skoðunar auk þess sem áhrif eru metin af ólíkum valkostum fyrir útfærslu gatnamóta á Sæbraut. Skýrslan greinir áhrif ólíkra leiða á umhverfi, samfélag og náttúru og mun verða grundvöllur ákvörðunar um leiðarval. Vegagerðin segir muninn í hnotskurn þennan: Sundabrú er hagkvæmari kostur í framkvæmd og rekstri og styður betur við gangandi og hjólandi vegfarendur, sem og almenningssamgöngur. Hún hefur meiri sjónræn áhrif og takmarkar siglingar um Sundahöfn. Brú tengir Grafarvog og hafnarsvæðið betur inn á stofnvegi. Hærri brú hefur meiri áhrif á ásýnd en tryggir siglingar stærri skipa. Lægri brú er hagkvæmari en hefur meiri áhrif á starfsemi í Sundahöfn. Sundagöng hafa minni áhrif á ásýnd og hafnarstarfsemi, en eru dýrari í framkvæmd og rekstri. Þau styðja síður við fjölbreytta ferðamáta. Auk þess er þörf á aðgerðum til að draga úr loftmengun við gangamunna. Göng tengja Grafarvog og hafnarsvæðið síður inn á stofnvegi. „Umhverfismatsskýrsla og kynning hennar er mikilvægur áfangi í undirbúningi og vali á milli ólíkra leiða við lagningu Sundabrautar. Spilar þar saman mat á áhrifum og hagkvæmni framkvæmdarinnar. Við hlökkum til uppbyggilegrar umræðu um fyrirliggjandi kosti og að geta innan tíðar hafið formlegt útboðsferli við það sem er líklega umfangsmesta einstaka verkefni tengt samgöngubótum sem ráðist hefur verið í hér á landi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Veittur er sex vikna frestur til að skila inn umsögnum við umhverfismatsskýrslu. Samhliða því leitar Skipulagsstofnun umsagna frá lögbundnum umsagnaraðilum og leyfisveitendum. Á kynningartímabilinu mun Vegagerðin í samstarfi við Reykjavíkurborg kynna niðurstöður umhverfismatsins með opnum kynningarfundum, sem verða sem hér segir: 20. október kl. 18:00-19:30. Klébergsskóli, Kjalarnesi 21. október kl. 17:30-19:00. Hilton Reykjavík Nordica, Laugardal 22. október kl. 17:30-19:00. Borgaskóli, Grafarvogi Auk þess stendur Vegagerðin fyrir eftirfarandi kynningarfundum: 23. október kl. 17:30-19:00. Framhaldsskólinn Mosfellsbæ 24. október kl. 9:00-10:30. Vegagerðin, Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Fundurinn verður einnig í streymi. 4. nóvember kl. 19:30-21:00. Ráðhúsinu, Akranesi Reykjavík Samgöngur Sundabraut Umhverfismál Tengdar fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Formaður verkefnastjórnar hjá Vegagerðinni segir eitt af markmiðum Sundabrautar að auka ekki umferð í íbúagötum. Von er á umhverfismati vegna Sundabrautar á næstu dögum og mun Reykjavíkurborg í kjölfarið auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi þar sem fram kemur hvort göng eða brú yfir Kleppsvík verður fyrir valinu. 13. október 2025 12:15 Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Íbúar í Langholtshverfi í Laugardal í Reykjavík hafa áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Sundabrautar og tengingu við Holtaveg. Formaður íbúaráðs segir Vegagerðina hafa hlaupið á sig með yfirlýsingu um að brú væri fýsilegri kostur en göng, hún hafi tekið sér vald sem hún hafi ekki. Íbúar í hverfinu hafi oft upplifað sig hornreka vegna framkvæmdanna. 12. október 2025 16:01 „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Íbúasamtök Laugardals segja tilkynningu Vegagerðarinnar um Sundabraut vera pólitískt útspil og að stofnunin sé að reyna að hafa áhrif á umræðuna. Samtökin eru ekki sammála mati Vegagerðarinnar um að brú yfir Kleppsvík sé betri kostur en göng. 11. október 2025 19:09 Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Vegagerðin telur að markmið um bættar samgöngur fyrir alla ferðamáta með lagningu Sundabrautar náist að mestu með því að byggja brú yfir Kleppsvík, jarðgöng nái síður að uppfylla þau markmið, þau útiloki samgöngumöguleika hjólandi og gangandi. Í undirbúningi séu opnir kynningarfundir vegna væntanlegrar umhverfismatsskýrslu um brautina, sem von er á í samráðsgátt Skipulagsstofnunar í næstu viku. 9. október 2025 15:48 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Sundabraut er fyrirhuguð samgöngubót á höfuðborgarsvæðinu milli Sæbrautar og Kjalarness sem verið hefur í umræðu og undirbúningi allt frá árinu 1975. Í umhverfismatinu sem telur á fimmta hundrað blaðsíður eru bornir saman tveir meginvalkostir við þverun Kleppsvíkur: Sundabrú og Sundagöng, auk þriggja valkosta fyrir legu brautarinnar í Gufunesi. Samantekt á skýrslunni má lesa hér. Þá eru mismunandi valkostir fyrir hæð og lengd Sundabrúar til skoðunar auk þess sem áhrif eru metin af ólíkum valkostum fyrir útfærslu gatnamóta á Sæbraut. Skýrslan greinir áhrif ólíkra leiða á umhverfi, samfélag og náttúru og mun verða grundvöllur ákvörðunar um leiðarval. Vegagerðin segir muninn í hnotskurn þennan: Sundabrú er hagkvæmari kostur í framkvæmd og rekstri og styður betur við gangandi og hjólandi vegfarendur, sem og almenningssamgöngur. Hún hefur meiri sjónræn áhrif og takmarkar siglingar um Sundahöfn. Brú tengir Grafarvog og hafnarsvæðið betur inn á stofnvegi. Hærri brú hefur meiri áhrif á ásýnd en tryggir siglingar stærri skipa. Lægri brú er hagkvæmari en hefur meiri áhrif á starfsemi í Sundahöfn. Sundagöng hafa minni áhrif á ásýnd og hafnarstarfsemi, en eru dýrari í framkvæmd og rekstri. Þau styðja síður við fjölbreytta ferðamáta. Auk þess er þörf á aðgerðum til að draga úr loftmengun við gangamunna. Göng tengja Grafarvog og hafnarsvæðið síður inn á stofnvegi. „Umhverfismatsskýrsla og kynning hennar er mikilvægur áfangi í undirbúningi og vali á milli ólíkra leiða við lagningu Sundabrautar. Spilar þar saman mat á áhrifum og hagkvæmni framkvæmdarinnar. Við hlökkum til uppbyggilegrar umræðu um fyrirliggjandi kosti og að geta innan tíðar hafið formlegt útboðsferli við það sem er líklega umfangsmesta einstaka verkefni tengt samgöngubótum sem ráðist hefur verið í hér á landi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Veittur er sex vikna frestur til að skila inn umsögnum við umhverfismatsskýrslu. Samhliða því leitar Skipulagsstofnun umsagna frá lögbundnum umsagnaraðilum og leyfisveitendum. Á kynningartímabilinu mun Vegagerðin í samstarfi við Reykjavíkurborg kynna niðurstöður umhverfismatsins með opnum kynningarfundum, sem verða sem hér segir: 20. október kl. 18:00-19:30. Klébergsskóli, Kjalarnesi 21. október kl. 17:30-19:00. Hilton Reykjavík Nordica, Laugardal 22. október kl. 17:30-19:00. Borgaskóli, Grafarvogi Auk þess stendur Vegagerðin fyrir eftirfarandi kynningarfundum: 23. október kl. 17:30-19:00. Framhaldsskólinn Mosfellsbæ 24. október kl. 9:00-10:30. Vegagerðin, Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Fundurinn verður einnig í streymi. 4. nóvember kl. 19:30-21:00. Ráðhúsinu, Akranesi
Reykjavík Samgöngur Sundabraut Umhverfismál Tengdar fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Formaður verkefnastjórnar hjá Vegagerðinni segir eitt af markmiðum Sundabrautar að auka ekki umferð í íbúagötum. Von er á umhverfismati vegna Sundabrautar á næstu dögum og mun Reykjavíkurborg í kjölfarið auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi þar sem fram kemur hvort göng eða brú yfir Kleppsvík verður fyrir valinu. 13. október 2025 12:15 Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Íbúar í Langholtshverfi í Laugardal í Reykjavík hafa áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Sundabrautar og tengingu við Holtaveg. Formaður íbúaráðs segir Vegagerðina hafa hlaupið á sig með yfirlýsingu um að brú væri fýsilegri kostur en göng, hún hafi tekið sér vald sem hún hafi ekki. Íbúar í hverfinu hafi oft upplifað sig hornreka vegna framkvæmdanna. 12. október 2025 16:01 „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Íbúasamtök Laugardals segja tilkynningu Vegagerðarinnar um Sundabraut vera pólitískt útspil og að stofnunin sé að reyna að hafa áhrif á umræðuna. Samtökin eru ekki sammála mati Vegagerðarinnar um að brú yfir Kleppsvík sé betri kostur en göng. 11. október 2025 19:09 Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Vegagerðin telur að markmið um bættar samgöngur fyrir alla ferðamáta með lagningu Sundabrautar náist að mestu með því að byggja brú yfir Kleppsvík, jarðgöng nái síður að uppfylla þau markmið, þau útiloki samgöngumöguleika hjólandi og gangandi. Í undirbúningi séu opnir kynningarfundir vegna væntanlegrar umhverfismatsskýrslu um brautina, sem von er á í samráðsgátt Skipulagsstofnunar í næstu viku. 9. október 2025 15:48 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Formaður verkefnastjórnar hjá Vegagerðinni segir eitt af markmiðum Sundabrautar að auka ekki umferð í íbúagötum. Von er á umhverfismati vegna Sundabrautar á næstu dögum og mun Reykjavíkurborg í kjölfarið auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi þar sem fram kemur hvort göng eða brú yfir Kleppsvík verður fyrir valinu. 13. október 2025 12:15
Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Íbúar í Langholtshverfi í Laugardal í Reykjavík hafa áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Sundabrautar og tengingu við Holtaveg. Formaður íbúaráðs segir Vegagerðina hafa hlaupið á sig með yfirlýsingu um að brú væri fýsilegri kostur en göng, hún hafi tekið sér vald sem hún hafi ekki. Íbúar í hverfinu hafi oft upplifað sig hornreka vegna framkvæmdanna. 12. október 2025 16:01
„Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Íbúasamtök Laugardals segja tilkynningu Vegagerðarinnar um Sundabraut vera pólitískt útspil og að stofnunin sé að reyna að hafa áhrif á umræðuna. Samtökin eru ekki sammála mati Vegagerðarinnar um að brú yfir Kleppsvík sé betri kostur en göng. 11. október 2025 19:09
Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Vegagerðin telur að markmið um bættar samgöngur fyrir alla ferðamáta með lagningu Sundabrautar náist að mestu með því að byggja brú yfir Kleppsvík, jarðgöng nái síður að uppfylla þau markmið, þau útiloki samgöngumöguleika hjólandi og gangandi. Í undirbúningi séu opnir kynningarfundir vegna væntanlegrar umhverfismatsskýrslu um brautina, sem von er á í samráðsgátt Skipulagsstofnunar í næstu viku. 9. október 2025 15:48