Sport

Allt á hvolfi í NFL-deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jalen Hurts og félagar í meistaraliði Eagles hafa verið í vandræðum síðustu vikur.
Jalen Hurts og félagar í meistaraliði Eagles hafa verið í vandræðum síðustu vikur. vísir/getty

NFL-deildin heldur áfram að gefa en ótrúleg úrslit eiga sér stað um hverja helgi í deildinni.

Meistarar Philadelphia Eagles voru ósigrandi afl í upphafi leiktíðar en hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Sömu sögu er að segja af Buffalo Bills sem leit einnig vel út í upphafi leiktíðar.

Sérfræðingar hafa keppst við að afskrifa Kansas City Chiefs en þá stígur liðið upp og vinnur rosalega sigur á Detroit Lions.

Heitustu liðin í deildinni sem stendur eru mjög óvænt New England Patriots, Pittsburgh Steelers, Chicaco Bears og Denver Broncos. Öll þessi lið hafa nú unnið þrjá leiki í röð.

Öll lið hafa tapað leikjum og eina liðið sem hefur ekki unnið leik er NY Jets.

Þessi magnaða umferð helgarinnar verður gerð upp í Lokasókninni á Sýn Sport klukkan 19.45 í kvöld.

Úrslit:

Giants-Eagles 34-17

Jets-Broncos 11-13

Colts-Cardinals 31-27

Dolphins-Chargers 27-29

Saints-Patriots 19-25

Steelers-Browns 23-9

Panthers-Cowboys 30-27

Jaguars-Seahawks 12-20

Ravens-Rams 3-17

Raiders-Titans 20-10

Packers-Bengals 27-18

Bucs-49ers 30-19

Chiefs-Lions 30-17

Falcons-Bills 24-14

Commanders-Bears 24-25

Staðan í deildinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×