Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2025 21:52 Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm Athygli vakti í dag þegar greint var frá því í fréttum að Tjörneshreppur, eitt fámennasta sveitarfélag landsins, ætli að afþakka tæplega 250 milljónir króna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Nú hefur bæjarstjórinn í Mosfellsbæ blandað sér í umræðuna og segist glöð myndu taka á móti fjármununum fyrir hönd bæjarins. Um sé að ræða nokkurn veginn sömu upphæð og Mosfellsbær verður af eftir að nýjar úthlutunarreglur sjóðsins voru samþykktar í vor. Um er að ræða svokallað fólksfækkunarframlag, sem Tjörneshrepp stóð til boða, en hreppsnefnd sveitarfélagsins ákvað á fundi sínum á mánudag að afþakka. „Hreppsnefnd telur skynsamlegt að afþakka framlag Jöfnunarsjóðs vegna fólksfækkunar að upphæð 247.643.312 krónur. Það er álit hreppsnefndar að svona hátt framlag sé fáránlegt og hreppurinn lifi vel án þess. Oddvita falið að afþakka framlagið fyrir hönd hreppsins,“ segir um málið í fundargerð hreppsnefndar. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, gerir málið að umræðuefni í færslu sem hún birti á Facebook í dag þar sem hún bendir á það sem hún segir vera vankanta við nýjar úthlutunarreglur jöfnunarsjóðs. Markmiðið hafi verið að nútímavæða reglurnar, en það hafi ekki tekist betur en svo að það sé „nær ógerningur að átta sig á samspili einstakra þátta,“ líkt og bæjarstjórinn orðar það í færslu sinni sem virðist skrifuð bæði í gamni og alvöru. „Mosfellsbær missir um 250 milljónir í tekjur á ári vegna nýju reglnanna. Við höfum skrifað umsögn á eftir umsögn þar sem við höfum mótmælt þessu, hitt þingmenn og ráðherra en allt kemur fyrir ekki,” skrifar Regína. Stærðarlega séð falli Mosfellsbær á milli í kerfinu og svör við athugasemdum bæjarins hafi verið á þá leið að ef eitthvað verður gert til að laga reglurnar að Mosfellsbæ hafi það áhrif á allt gangverkið við úthlutun úr sjóðnum. „Nú er hins vegar komin lausn í það mál - Tjörneshreppur afþakkar framlagið sitt sem er nákvæmlega jafnhátt og Mosó missir! Við tökum glöð á móti þeim fjármunum,“ skrifar Regína, sem lýkur færslunni með brostjákni til marks um gamansaman undirtón. Hún virðist þó allt annað en sátt við það hvernig nýjar úthlutunarreglur bitna á bænum sem hún er í forsvari fyrir. Skjáskot/Facebook Meðal þeirra sem rita undir færsluna er bæjarstjórinn í Vesturbyggð, Gerður Björk Sveinsdóttir, sem tekur undir gagnrýni Regínu á nýja úthlutunarkerfið. „Miðað við núverandi regluverk var verið að skerða framlög til Vesturbyggðar á þessu ári um 92 milljónir, Vesturbyggð er tæplega 1.500 manna sveitarfélag. Fyrirsjáanleikinn í þessu kerfi er enginn,“ skrifar Gerður. Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Tjörneshreppur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Um er að ræða svokallað fólksfækkunarframlag, sem Tjörneshrepp stóð til boða, en hreppsnefnd sveitarfélagsins ákvað á fundi sínum á mánudag að afþakka. „Hreppsnefnd telur skynsamlegt að afþakka framlag Jöfnunarsjóðs vegna fólksfækkunar að upphæð 247.643.312 krónur. Það er álit hreppsnefndar að svona hátt framlag sé fáránlegt og hreppurinn lifi vel án þess. Oddvita falið að afþakka framlagið fyrir hönd hreppsins,“ segir um málið í fundargerð hreppsnefndar. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, gerir málið að umræðuefni í færslu sem hún birti á Facebook í dag þar sem hún bendir á það sem hún segir vera vankanta við nýjar úthlutunarreglur jöfnunarsjóðs. Markmiðið hafi verið að nútímavæða reglurnar, en það hafi ekki tekist betur en svo að það sé „nær ógerningur að átta sig á samspili einstakra þátta,“ líkt og bæjarstjórinn orðar það í færslu sinni sem virðist skrifuð bæði í gamni og alvöru. „Mosfellsbær missir um 250 milljónir í tekjur á ári vegna nýju reglnanna. Við höfum skrifað umsögn á eftir umsögn þar sem við höfum mótmælt þessu, hitt þingmenn og ráðherra en allt kemur fyrir ekki,” skrifar Regína. Stærðarlega séð falli Mosfellsbær á milli í kerfinu og svör við athugasemdum bæjarins hafi verið á þá leið að ef eitthvað verður gert til að laga reglurnar að Mosfellsbæ hafi það áhrif á allt gangverkið við úthlutun úr sjóðnum. „Nú er hins vegar komin lausn í það mál - Tjörneshreppur afþakkar framlagið sitt sem er nákvæmlega jafnhátt og Mosó missir! Við tökum glöð á móti þeim fjármunum,“ skrifar Regína, sem lýkur færslunni með brostjákni til marks um gamansaman undirtón. Hún virðist þó allt annað en sátt við það hvernig nýjar úthlutunarreglur bitna á bænum sem hún er í forsvari fyrir. Skjáskot/Facebook Meðal þeirra sem rita undir færsluna er bæjarstjórinn í Vesturbyggð, Gerður Björk Sveinsdóttir, sem tekur undir gagnrýni Regínu á nýja úthlutunarkerfið. „Miðað við núverandi regluverk var verið að skerða framlög til Vesturbyggðar á þessu ári um 92 milljónir, Vesturbyggð er tæplega 1.500 manna sveitarfélag. Fyrirsjáanleikinn í þessu kerfi er enginn,“ skrifar Gerður.
Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Tjörneshreppur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira