„Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2025 08:58 Mummi Týr Þórarinnsson rak Götusmiðjuna og síðar Mótorsmiðjuna um árabil Vísir/Vilhelm Mummi Týr Þórarinsson, fyrrverandi forstöðurmaður Götusmiðjunnar, segist hafa verið sorgmæddur að heyra af því að foreldrar barna með vímuefnavanda þurfi nú að fara með þau til Suður-Afríku til að fá meðferð sem virkar. „Ég er búinn að garga þetta í þrjátíu ár, út í samfélagið, með götukrakkana okkar og þessa fíkla, og það næsta sem maður les er Suður-Afríka,“ segir Mummi sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann segir vandamálið og flöskuhálsana í stjórnsýslunni og að hans mati þori enginn alvarlega inn í málið, hvorki hjá stjórnvöldum eða á sveitarstjórnarstigi. Hann segir þessa krakka fara í gegnum skóla og inn á fullorðinsár án þess að nokkur stöðvi þau og það sé stærsta vandamálið. „Daginn sem þau verða 18 ára þá sleppir kerfið öllum tökum.“ Hann segir mikið magn barnaverndartilkynninga sýna að kerfið ræður ekki við vandamálið. Hann segir lýsingar mæðranna á meðferð og veru drengjanna á Stuðlum og öðrum meðferðarheimilum ekki koma á óvart. Hann segir þetta gamla sögu og nýja. Stuðlar mislukkað úrræði frá upphafi Hann segir Stuðla frá upphafi hafa verið mislukkað dæmi. Það sé verið að loka krakka inni með ólík vandamál. Einn með alvarlegan vímuefnavanda og jafnvel hinn með hegðunarvanda. Það gangi ekki upp því það sé nauðsynlegt að afmarka meðferðina. „Þú hendir ekki öllum undir sama þak og segir svo krakkar mínir geti farið í Playstation og við verðum öll vinir. Það virkar ekki þannig.“ Mummi segir sárlega vanta sérhæft úrræði fyrir hvers kyns vanda og að meðferðarúrræði séu kynskipt. Þá segir hann það til dæmis ekki ganga upp að í Fjölsmiðjunni séu börn sem séu búin að ljúka meðferð og börn sem séu enn í neyslu. Það þurfi ekki að vera langskólagenginn til að skilja það og það sé nauðsynlegt, svo meðferðin virki, að þessir hópar séu aðskildir. Nauðsynlegt að kynskipta meðferð Hvað varðar kynskipta meðferð segir hann drengina og stúlkurnar oft eiga sögur um ofbeldi eða misnotkun og þegar börn eða ungmenni á þessum aldri eru sett saman í meðferð fari svo „ofboðsleg orka að slást við náttúruna sem gerist“. „Það fer öll meðferðin að snúast um hitt kynið.“ Hann segist hafa lent í því að þolandi og gerandi áttu að vera saman í meðferð í Götusmiðjunni en hann hafi ekki getað tekið við drengnum fyrr en stúlkan, þolandinn, lauk sinni meðferð. „En þetta er að gerast á hverjum degi upp í SÁÁ. Þessi málaflokkur er bara í drasli,“ segir Mummi. Hann vildi óska þess að hann gæti verið meira uppörvandi en það sé erfitt þegar enginn tekur málaflokkinn í fangið og gerir eitthvað annað en að loka krakkana inni í fangelsum og stofnunum. „Ef við erum heppin deyja þau, það er minni kostnaður, við erum alltaf að horfa á tölur, en hvað kostar einn fíkill úti í samfélaginu á ári? Það eru tugir milljóna sem fíkillinn kostar.“ Það sé ákveðin þversögn í því að geta ekki borgað meðferðarplássið en borga svo fyrir hann annars staðar í kerfinu, „í næsta herbergi“ hjá lögreglu, í fanglesi, tryggingum, heilbrigðiskerfi eða annars staðar. Lalli Johns hafi kostað hundruð milljóna „Við erum alltaf að borga. En þegar það á að fara að hjálpa þeim þá bilar allt saman í veskinu. Þá er veskið harðlæst og ekkert hægt að gera.“ Hann segir sorglegt að ekkert sé búið að breytast frá því hann byrjaði að vinna í þessum málum 1994. Hann tekur dæmi um Lalla Johns sem sat sautján ár í fangelsi, var inni og úti á heilbrigðisstofnunum allt sitt líf og vann aldrei. Það megi gera ráð fyrir því að Lalli hafi kostað samfélagið hundruð milljóna og það sama megi segja um krakka í dag sem fá ekki viðeigandi aðstoð. „Það er miklu ódýrara að hjálpa fólki en að skipta sér ekki af því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild að ofan. Fíkn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Suður-Afríka Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Íslenskar mæður hafa í örvæntingu sinni ákveðið að senda syni sína í meðferð til Suður-Afríku til að bjarga lífi þeirra. Þeim ber saman um að íslensku úrræðin séu vonlaus og brotin, auk þess sem fíkniefni flæði innan veggja þeirra. 8. október 2025 19:31 Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis. 7. október 2025 15:23 Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki áfellisdóm yfir íslensku barnaverndar- og meðferðarkerfi að foreldrar leiti til Suður-Afríku með börn sín í meðferð vegna vímuefnavanda þeirra. Hann segir meðferðina í Suður-Afríku til skoðunar í ráðuneytinu. 7. október 2025 13:33 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
„Ég er búinn að garga þetta í þrjátíu ár, út í samfélagið, með götukrakkana okkar og þessa fíkla, og það næsta sem maður les er Suður-Afríka,“ segir Mummi sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann segir vandamálið og flöskuhálsana í stjórnsýslunni og að hans mati þori enginn alvarlega inn í málið, hvorki hjá stjórnvöldum eða á sveitarstjórnarstigi. Hann segir þessa krakka fara í gegnum skóla og inn á fullorðinsár án þess að nokkur stöðvi þau og það sé stærsta vandamálið. „Daginn sem þau verða 18 ára þá sleppir kerfið öllum tökum.“ Hann segir mikið magn barnaverndartilkynninga sýna að kerfið ræður ekki við vandamálið. Hann segir lýsingar mæðranna á meðferð og veru drengjanna á Stuðlum og öðrum meðferðarheimilum ekki koma á óvart. Hann segir þetta gamla sögu og nýja. Stuðlar mislukkað úrræði frá upphafi Hann segir Stuðla frá upphafi hafa verið mislukkað dæmi. Það sé verið að loka krakka inni með ólík vandamál. Einn með alvarlegan vímuefnavanda og jafnvel hinn með hegðunarvanda. Það gangi ekki upp því það sé nauðsynlegt að afmarka meðferðina. „Þú hendir ekki öllum undir sama þak og segir svo krakkar mínir geti farið í Playstation og við verðum öll vinir. Það virkar ekki þannig.“ Mummi segir sárlega vanta sérhæft úrræði fyrir hvers kyns vanda og að meðferðarúrræði séu kynskipt. Þá segir hann það til dæmis ekki ganga upp að í Fjölsmiðjunni séu börn sem séu búin að ljúka meðferð og börn sem séu enn í neyslu. Það þurfi ekki að vera langskólagenginn til að skilja það og það sé nauðsynlegt, svo meðferðin virki, að þessir hópar séu aðskildir. Nauðsynlegt að kynskipta meðferð Hvað varðar kynskipta meðferð segir hann drengina og stúlkurnar oft eiga sögur um ofbeldi eða misnotkun og þegar börn eða ungmenni á þessum aldri eru sett saman í meðferð fari svo „ofboðsleg orka að slást við náttúruna sem gerist“. „Það fer öll meðferðin að snúast um hitt kynið.“ Hann segist hafa lent í því að þolandi og gerandi áttu að vera saman í meðferð í Götusmiðjunni en hann hafi ekki getað tekið við drengnum fyrr en stúlkan, þolandinn, lauk sinni meðferð. „En þetta er að gerast á hverjum degi upp í SÁÁ. Þessi málaflokkur er bara í drasli,“ segir Mummi. Hann vildi óska þess að hann gæti verið meira uppörvandi en það sé erfitt þegar enginn tekur málaflokkinn í fangið og gerir eitthvað annað en að loka krakkana inni í fangelsum og stofnunum. „Ef við erum heppin deyja þau, það er minni kostnaður, við erum alltaf að horfa á tölur, en hvað kostar einn fíkill úti í samfélaginu á ári? Það eru tugir milljóna sem fíkillinn kostar.“ Það sé ákveðin þversögn í því að geta ekki borgað meðferðarplássið en borga svo fyrir hann annars staðar í kerfinu, „í næsta herbergi“ hjá lögreglu, í fanglesi, tryggingum, heilbrigðiskerfi eða annars staðar. Lalli Johns hafi kostað hundruð milljóna „Við erum alltaf að borga. En þegar það á að fara að hjálpa þeim þá bilar allt saman í veskinu. Þá er veskið harðlæst og ekkert hægt að gera.“ Hann segir sorglegt að ekkert sé búið að breytast frá því hann byrjaði að vinna í þessum málum 1994. Hann tekur dæmi um Lalla Johns sem sat sautján ár í fangelsi, var inni og úti á heilbrigðisstofnunum allt sitt líf og vann aldrei. Það megi gera ráð fyrir því að Lalli hafi kostað samfélagið hundruð milljóna og það sama megi segja um krakka í dag sem fá ekki viðeigandi aðstoð. „Það er miklu ódýrara að hjálpa fólki en að skipta sér ekki af því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild að ofan.
Fíkn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Suður-Afríka Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Íslenskar mæður hafa í örvæntingu sinni ákveðið að senda syni sína í meðferð til Suður-Afríku til að bjarga lífi þeirra. Þeim ber saman um að íslensku úrræðin séu vonlaus og brotin, auk þess sem fíkniefni flæði innan veggja þeirra. 8. október 2025 19:31 Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis. 7. október 2025 15:23 Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki áfellisdóm yfir íslensku barnaverndar- og meðferðarkerfi að foreldrar leiti til Suður-Afríku með börn sín í meðferð vegna vímuefnavanda þeirra. Hann segir meðferðina í Suður-Afríku til skoðunar í ráðuneytinu. 7. október 2025 13:33 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
„Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Íslenskar mæður hafa í örvæntingu sinni ákveðið að senda syni sína í meðferð til Suður-Afríku til að bjarga lífi þeirra. Þeim ber saman um að íslensku úrræðin séu vonlaus og brotin, auk þess sem fíkniefni flæði innan veggja þeirra. 8. október 2025 19:31
Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis. 7. október 2025 15:23
Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki áfellisdóm yfir íslensku barnaverndar- og meðferðarkerfi að foreldrar leiti til Suður-Afríku með börn sín í meðferð vegna vímuefnavanda þeirra. Hann segir meðferðina í Suður-Afríku til skoðunar í ráðuneytinu. 7. október 2025 13:33