Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2025 11:27 Staðurinn þar sem banaslysið varð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Gangandi kona sem ekið var á á Sæbraut þann 29. september 2024 lést samstundis. Hún varð fyrir bíl sem ekið var norður eftir Sæbrautinni á rúmlega tvöföldum hámarkshraða en konan gekk yfir götuna þó gönguljósið hafi verið rautt. Engin hemlaför voru við bílinn þar sem honum var ekið á konuna og var bílnum keyrt um 660 metra áfram, áður en hann var stoppaður, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag. Þar kemur fram að ökumaðurinn sagðist ekki hafa séð konuna, sem var 37 ára gömul, en slysið var tilkynnt til lögreglu ellefu mínútum eftir miðnætti þann 29. september. Samkvæmt útreikningum rannsakenda, sem byggja á myndbandi, var bílnum ekið eftir Sæbrautinni á um 132 kílómetra hraða. Gögn úr farsíma ökumannsins bentu til þess að ökuhraðinn hafi verið um 143 kílómetrar á klukkustund þegar slysið varð en hámarkshraði þar var sextíu. Hraði bílsins var því meiri en tvöfaldur hámarkshraði. Ekki var hægt að fá upplýsingar um áreksturinn úr loftpúðatölvu bílsins vegna þess hve gamall hann var en um var að ræða Audi, sem nýskráður var árið 2011. Myrkur var þegar slysið varð en kveikt á vegalýsingu með gulleitu ljósi, samkvæmt skýrslunni. Ljósastaurarnir voru á umferðareyju milli akbrauta og einn þeirra staðsettur við gönguleiðina yfir Sæbraut þar sem ekið var á konuna. Þá var vegurinn blautur þegar slysið varð en eins og áður segir voru engin bremsuför á vettvangi. Ekkert var að bílnum sem rannsóknarnefndin segir að mætti rekja orsakir slyssins til. Þá mældist engin lyf eða áfengi í blóði ökumannsins, sem var einn í bílnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Banaslys við Sæbraut Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Engin hemlaför voru við bílinn þar sem honum var ekið á konuna og var bílnum keyrt um 660 metra áfram, áður en hann var stoppaður, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag. Þar kemur fram að ökumaðurinn sagðist ekki hafa séð konuna, sem var 37 ára gömul, en slysið var tilkynnt til lögreglu ellefu mínútum eftir miðnætti þann 29. september. Samkvæmt útreikningum rannsakenda, sem byggja á myndbandi, var bílnum ekið eftir Sæbrautinni á um 132 kílómetra hraða. Gögn úr farsíma ökumannsins bentu til þess að ökuhraðinn hafi verið um 143 kílómetrar á klukkustund þegar slysið varð en hámarkshraði þar var sextíu. Hraði bílsins var því meiri en tvöfaldur hámarkshraði. Ekki var hægt að fá upplýsingar um áreksturinn úr loftpúðatölvu bílsins vegna þess hve gamall hann var en um var að ræða Audi, sem nýskráður var árið 2011. Myrkur var þegar slysið varð en kveikt á vegalýsingu með gulleitu ljósi, samkvæmt skýrslunni. Ljósastaurarnir voru á umferðareyju milli akbrauta og einn þeirra staðsettur við gönguleiðina yfir Sæbraut þar sem ekið var á konuna. Þá var vegurinn blautur þegar slysið varð en eins og áður segir voru engin bremsuför á vettvangi. Ekkert var að bílnum sem rannsóknarnefndin segir að mætti rekja orsakir slyssins til. Þá mældist engin lyf eða áfengi í blóði ökumannsins, sem var einn í bílnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Banaslys við Sæbraut Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira