„Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 16. október 2025 21:28 Frank Aaron Booker var öflugur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Valur vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Bónusdeild karla þetta tímabilið þegar þeir lögðu nýliða Ármann að velli með níu stiga mun 94-83. Frank Aron Booker var að vonum ánægður með sigurinn sem Valsmenn þurftu svo sannarlega að hafa fyrir. „Svona er körfuboltinn stundum. Maður þarf stundum að hafa smá fyrir þessu,“ sagði Frank Aron Booker eftir leikinn í kvöld. „Í endann þá fengum við sigurinn og það er það eina sem skiptir máli. Við þurfum bara að læra af þessu og horfa á video-ið og verða betri. Það er bara október.“ Staðan var jöfn eftir þriðja leikhluta en Valsliðið sigldi svo fram úr í fjórða og hafði á endanum níu stiga sigur. „Það er 100% vörnin. Það er það eina sem kom okkur í gang þarna í endann og þeir náðu ekki að setja eins mikið af auðveldum skotum og við náðum að frákasta vel þarna í endann og ég held að það hafi verið það eina sem kemur úr þessu frá mér.“ Frank Aron Booker átti virkilega góðan leik og var með tvöfalda tvennu í kvöld, 24 stig og 12 fráköst. Hann finnur þó ekki endilega fyrir meiri ábyrgð á sér í sóknarleiknum. „Já kannski, ég er samt bara sami leikmaður og ég er búin að vera en núna þá tek ég bara opin skot og reyni að taka eins mörg fráköst og spila vörn.“ „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur í endann“ Embed: Leik lokið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana - Vísir https://www.visir.is/g/20252790331d/i-beinni-valur-ar-mann-lid-i-leit-ad-fyrsta-sigri Valur tapaði fyrstu tveim leikjum sínum í deildinni og er því kærkomið að ná í sigurinn í kvöld. „Það er mjög gott fyrir sálina. Við erum ekki 0-3 heldur 1-2 og það er allt í lagi, við tökum þetta bara með okkur í bankann og höldum bara áfram að læra frá svona leikjum og harka bara í gegnum þetta“ Valsliðið í ár er aðeins öðruvísi en við höfum séð síðustu ár en hverju má búast við frá Valsliðinu í ár? „Vonandi fleiri sigrar og miklu betri vörn. Hraði þegar við fáum góð stopp. Ég vona að við komum frá þessu hérna, lærum af þessu og höldum áfram. Síðustu leikir voru mjög erfiðir en mjög góðir og við tökum bara allt sem við getum tekið frá þessu og lærum,“ sagði Frank Aron Booker að lokum. Valur Körfuboltakvöld Körfubolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira
„Svona er körfuboltinn stundum. Maður þarf stundum að hafa smá fyrir þessu,“ sagði Frank Aron Booker eftir leikinn í kvöld. „Í endann þá fengum við sigurinn og það er það eina sem skiptir máli. Við þurfum bara að læra af þessu og horfa á video-ið og verða betri. Það er bara október.“ Staðan var jöfn eftir þriðja leikhluta en Valsliðið sigldi svo fram úr í fjórða og hafði á endanum níu stiga sigur. „Það er 100% vörnin. Það er það eina sem kom okkur í gang þarna í endann og þeir náðu ekki að setja eins mikið af auðveldum skotum og við náðum að frákasta vel þarna í endann og ég held að það hafi verið það eina sem kemur úr þessu frá mér.“ Frank Aron Booker átti virkilega góðan leik og var með tvöfalda tvennu í kvöld, 24 stig og 12 fráköst. Hann finnur þó ekki endilega fyrir meiri ábyrgð á sér í sóknarleiknum. „Já kannski, ég er samt bara sami leikmaður og ég er búin að vera en núna þá tek ég bara opin skot og reyni að taka eins mörg fráköst og spila vörn.“ „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur í endann“ Embed: Leik lokið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana - Vísir https://www.visir.is/g/20252790331d/i-beinni-valur-ar-mann-lid-i-leit-ad-fyrsta-sigri Valur tapaði fyrstu tveim leikjum sínum í deildinni og er því kærkomið að ná í sigurinn í kvöld. „Það er mjög gott fyrir sálina. Við erum ekki 0-3 heldur 1-2 og það er allt í lagi, við tökum þetta bara með okkur í bankann og höldum bara áfram að læra frá svona leikjum og harka bara í gegnum þetta“ Valsliðið í ár er aðeins öðruvísi en við höfum séð síðustu ár en hverju má búast við frá Valsliðinu í ár? „Vonandi fleiri sigrar og miklu betri vörn. Hraði þegar við fáum góð stopp. Ég vona að við komum frá þessu hérna, lærum af þessu og höldum áfram. Síðustu leikir voru mjög erfiðir en mjög góðir og við tökum bara allt sem við getum tekið frá þessu og lærum,“ sagði Frank Aron Booker að lokum.
Valur Körfuboltakvöld Körfubolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira