Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Árni Sæberg skrifar 17. október 2025 11:01 Lögreglan vildi ekki sjá gildru fyrir framan Alþingishúsið. Vísir/Anton Brink ÖBÍ réttindasamtök komu stærðarinnar „fátækargildru“ fyrir í morgun fyrir framan Alþingi, til þess að vekja athygli á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt. Gjörningurinn varði ekki lengi þar sem laganna verðir mættu á vettvang og fjarlægðu „fátæktargildruna“. Í fréttatilkynningu frá ÖBÍ sem barst í morgun segir að með gjörningnum vilji samtökin leggja áherslu á að fátækt sé veruleiki margra á Íslandi. Þriðjungur örorkulífeyristaka búi við fátækt, sem sé engri manneskju bjóðandi og brjóti í bága við grundvallarmannréttindi. Haft er eftir Ölmu Ýr Ingólfsdóttur, formanni ÖBÍ, að fátækt sé algengari en fólk heldur. Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður ÖBÍ.Vísir/Anton Brink „Oft þarf ekki mikið til að fólk falli í fátæktargildruna. Það kannast alltof margir við að lenda í óvæntum útgjöldum, eins og að bíllinn bili og fólk eigi ekki nóg milli handanna til að láta gera við hann. Þá er gripið í yfirdráttinn sem þarf að greiða háa vexti af og er erfitt að greiða niður þegar afgangurinn um mánaðamótin er nú þegar enginn.“ Fjörutíu prósent sleppi jólagjöfum Ljóst sé að vandinn sé nú þegar umfangsmikill. Samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ búi um 33 prósent örorkulífeyristaka við fátækt. Þá hafi 39,4 prósent neyðst til að sleppa afmælis- eða jólagjöfum og 68,5 prósent ráði ekki við óvænt 80.000 króna útgjöld nema með skuldsetningu. „Þetta þarf ekki að vera svona. Það er vel hægt að útrýma fátækt á Íslandi með markvissum aðgerðum.“ ÖBÍ leggi fram markvissar tillögur sem beint er til stjórnvalda, til að minnka hættuna á að fólk lendi í fátæktargildrunni: „Tryggja þarf öryggi í húsnæðismálum og taka á hækkandi húsnæðis og leigukostnaði, veita þarf aðgang að gjaldfrjálsri grunnþjónustu og svo þarf að sjálfsögðu að hækka lífeyri og lægstu laun svo fólk geti lifað með reisn,“ er loks haft eftir Ölmu. Gjörningnum sópað burt Ljósmyndari Vísis var við Austurvöll í morgun þegar lögregluþjónar mættu á vettvang og fyrirskipuðu að „fátæktargildran“ yrði fjarlægð. Gildrunni var vippað upp á vörubíl.Vísir/Anton Brink Það hefur nú verið gert og það á kostnað ÖBÍ. Alþingi Kjaramál Lögreglumál Reykjavík Félagsmál Félagasamtök Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá ÖBÍ sem barst í morgun segir að með gjörningnum vilji samtökin leggja áherslu á að fátækt sé veruleiki margra á Íslandi. Þriðjungur örorkulífeyristaka búi við fátækt, sem sé engri manneskju bjóðandi og brjóti í bága við grundvallarmannréttindi. Haft er eftir Ölmu Ýr Ingólfsdóttur, formanni ÖBÍ, að fátækt sé algengari en fólk heldur. Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður ÖBÍ.Vísir/Anton Brink „Oft þarf ekki mikið til að fólk falli í fátæktargildruna. Það kannast alltof margir við að lenda í óvæntum útgjöldum, eins og að bíllinn bili og fólk eigi ekki nóg milli handanna til að láta gera við hann. Þá er gripið í yfirdráttinn sem þarf að greiða háa vexti af og er erfitt að greiða niður þegar afgangurinn um mánaðamótin er nú þegar enginn.“ Fjörutíu prósent sleppi jólagjöfum Ljóst sé að vandinn sé nú þegar umfangsmikill. Samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ búi um 33 prósent örorkulífeyristaka við fátækt. Þá hafi 39,4 prósent neyðst til að sleppa afmælis- eða jólagjöfum og 68,5 prósent ráði ekki við óvænt 80.000 króna útgjöld nema með skuldsetningu. „Þetta þarf ekki að vera svona. Það er vel hægt að útrýma fátækt á Íslandi með markvissum aðgerðum.“ ÖBÍ leggi fram markvissar tillögur sem beint er til stjórnvalda, til að minnka hættuna á að fólk lendi í fátæktargildrunni: „Tryggja þarf öryggi í húsnæðismálum og taka á hækkandi húsnæðis og leigukostnaði, veita þarf aðgang að gjaldfrjálsri grunnþjónustu og svo þarf að sjálfsögðu að hækka lífeyri og lægstu laun svo fólk geti lifað með reisn,“ er loks haft eftir Ölmu. Gjörningnum sópað burt Ljósmyndari Vísis var við Austurvöll í morgun þegar lögregluþjónar mættu á vettvang og fyrirskipuðu að „fátæktargildran“ yrði fjarlægð. Gildrunni var vippað upp á vörubíl.Vísir/Anton Brink Það hefur nú verið gert og það á kostnað ÖBÍ.
Alþingi Kjaramál Lögreglumál Reykjavík Félagsmál Félagasamtök Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira