Bubbi sendir út neyðarkall Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2025 23:37 Bubbi Morthens segir tungumálið hafa gert sig ríkan. Vísir/Lýður Valberg Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sendir út neyðarkall og gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki gætt nógu vel að íslenskunni. Hún sé nú komin í ræsið og hann óttist að tungumálið verði ekki svipur hjá sjón eftir aðeins nokkra áratugi. Bubbi á börn á grunn- og menntaskólaaldri og hefur áhyggjur af stöðu skólakerfisins. „Þetta eru hamfarir. Það er það sem ég tek eftir hvað tungumálið við kemur.“ Dóttir hans á menntaskólaaldri og vinir hennar kannist ekkert við íslenska rithöfunda á borð við Halldór Kiljan Laxness, Hallgrím Helgason, Guðmund Andra Thorsson eða Einar Kárason. Þá sé enn átakanlegra að vita til þess að þau lesi nánast einungis bækur á ensku. Bubbi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og segir nú sé stóran hluta aðkomufólks á Íslandi sem tali ekki íslensku. Hann gagnrýnir að ekki hafi verið tekið á móti fólki með betri hætti að því verið komið í íslenskukennslu. Það sé bráðnauðsynlegt. Ekki skólanum að kenna „Svo eru það börnin okkar og við getum ekki kennt skólanum um vegna þess að það eru ráðherrarnir, það er Alþingi, þeir eru með völdin. Það eru þeir sem leggja línurnar, það eru þeir sem ákveða hvernig skólakerfið er og svo framvegis,“ segir Bubbi. Bækurnar og tungumálið séu í harðri samkeppni við símann um tíma og athygli. „Ef það er svo að ráðamenn þjóðarinnar gera sér ekki grein fyrir því þá eiga þeir ekki vera í þessum störfum. Þeir eru óhæfir. Það er bara einfalt mál vegna þess að ef við töpum tungunni þá töpum við því sem við köllum þjóð.“ Óttast hann að Íslendingar muni eftir tuttugu til þrjátíu ár tala bjagaða, útþynnta íslensku þar sem enskan sé meira og minna búin að taka yfir. Í dag sé enska töluð í miðborginni, hringinn í kringum landið, og inn á stöðum sem séu margir með nöfn á ensku. Að renna út á tíma „Ég bara er að senda S-O-S, neyðarkall til íslensku ríkisstjórnarinnar og þeirra ágætu kvenna sem fara þar með völd og flokka og stjórnarandstöðu. Að stjórnarandstaðan og ríkisstjórnarflokkarnir setjist saman og geri sér grein fyrir því að við erum að renna út á tíma.“ Hér megi alls ekki hika. „Við erum að tapa slagnum um það að íslenskan verði í rauninni töluð hérna eftir tuttugu, þrjátíu, fjörutíu ár. Við erum að tapa því stríði núna.“ „Sem foreldrar þurfum við að taka ákvörðun. Við þurfum að taka ákvörðun sem er svona: Þetta er slagur, bæði með símann og það er slagur með það að fá börn til að lesa íslensku en það byrjar þegar börn hafa ekki getuna til að berjast við foreldrana.“ Hann hafi sjálfur lesið heilmikið fyrir sín börn frá unga aldri. Bubbi sjálfur sagður ótalandi „Tungumálið hefur gert mig ríkan. Andlega ríkan, veraldlega ríkan. Tungumálið hefur í rauninni verið minn vettvangur og við megum ekki gleyma því að þegar ég byrjaði þá var bara sagt: „Bubbi er ekki talandi á íslensku, hann er skrifblindur, getur ekki skrifað, hann getur ekki þetta, hann getur ekki hitt.“ Ég held sko ef við skoðum fjörutíu og fimm ára feril minn sem hefur eingöngu átt sér stað þannig að ég hef sungið á íslensku þá held ég að ég hafi haft meiri áhrif í þjóðfélaginu en blessaðir kennararnir sem voru að taka mig og smætta mig niður. Svo megum við ekki gleyma því að það er líka þessi hugsun að ef þú getur ekki talað rétt mál þá skaltu halda kjafti. Málið er bara að ef þú talar íslensku og við skiljum hana og ef þú getur lesið íslensku þannig að þú skilur hana, við erum ekkert að biðja um meira.“ „Ég er ekki að tala um að þú talir í ljóðstöfum og stuðlum sko, ekkert svoleiðis. Málið er það að birkið er íslensk jurt og birkið er oft kræklótt og smátt miðað við öll hin stóru trén, grenitrén og allt þetta en það lyktar og ilmar best allra plantna og íslenskan er dálítið eins og birkið,“ sagði Bubbi að lokum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Íslensk tunga Reykjavík síðdegis Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Bubbi á börn á grunn- og menntaskólaaldri og hefur áhyggjur af stöðu skólakerfisins. „Þetta eru hamfarir. Það er það sem ég tek eftir hvað tungumálið við kemur.“ Dóttir hans á menntaskólaaldri og vinir hennar kannist ekkert við íslenska rithöfunda á borð við Halldór Kiljan Laxness, Hallgrím Helgason, Guðmund Andra Thorsson eða Einar Kárason. Þá sé enn átakanlegra að vita til þess að þau lesi nánast einungis bækur á ensku. Bubbi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og segir nú sé stóran hluta aðkomufólks á Íslandi sem tali ekki íslensku. Hann gagnrýnir að ekki hafi verið tekið á móti fólki með betri hætti að því verið komið í íslenskukennslu. Það sé bráðnauðsynlegt. Ekki skólanum að kenna „Svo eru það börnin okkar og við getum ekki kennt skólanum um vegna þess að það eru ráðherrarnir, það er Alþingi, þeir eru með völdin. Það eru þeir sem leggja línurnar, það eru þeir sem ákveða hvernig skólakerfið er og svo framvegis,“ segir Bubbi. Bækurnar og tungumálið séu í harðri samkeppni við símann um tíma og athygli. „Ef það er svo að ráðamenn þjóðarinnar gera sér ekki grein fyrir því þá eiga þeir ekki vera í þessum störfum. Þeir eru óhæfir. Það er bara einfalt mál vegna þess að ef við töpum tungunni þá töpum við því sem við köllum þjóð.“ Óttast hann að Íslendingar muni eftir tuttugu til þrjátíu ár tala bjagaða, útþynnta íslensku þar sem enskan sé meira og minna búin að taka yfir. Í dag sé enska töluð í miðborginni, hringinn í kringum landið, og inn á stöðum sem séu margir með nöfn á ensku. Að renna út á tíma „Ég bara er að senda S-O-S, neyðarkall til íslensku ríkisstjórnarinnar og þeirra ágætu kvenna sem fara þar með völd og flokka og stjórnarandstöðu. Að stjórnarandstaðan og ríkisstjórnarflokkarnir setjist saman og geri sér grein fyrir því að við erum að renna út á tíma.“ Hér megi alls ekki hika. „Við erum að tapa slagnum um það að íslenskan verði í rauninni töluð hérna eftir tuttugu, þrjátíu, fjörutíu ár. Við erum að tapa því stríði núna.“ „Sem foreldrar þurfum við að taka ákvörðun. Við þurfum að taka ákvörðun sem er svona: Þetta er slagur, bæði með símann og það er slagur með það að fá börn til að lesa íslensku en það byrjar þegar börn hafa ekki getuna til að berjast við foreldrana.“ Hann hafi sjálfur lesið heilmikið fyrir sín börn frá unga aldri. Bubbi sjálfur sagður ótalandi „Tungumálið hefur gert mig ríkan. Andlega ríkan, veraldlega ríkan. Tungumálið hefur í rauninni verið minn vettvangur og við megum ekki gleyma því að þegar ég byrjaði þá var bara sagt: „Bubbi er ekki talandi á íslensku, hann er skrifblindur, getur ekki skrifað, hann getur ekki þetta, hann getur ekki hitt.“ Ég held sko ef við skoðum fjörutíu og fimm ára feril minn sem hefur eingöngu átt sér stað þannig að ég hef sungið á íslensku þá held ég að ég hafi haft meiri áhrif í þjóðfélaginu en blessaðir kennararnir sem voru að taka mig og smætta mig niður. Svo megum við ekki gleyma því að það er líka þessi hugsun að ef þú getur ekki talað rétt mál þá skaltu halda kjafti. Málið er bara að ef þú talar íslensku og við skiljum hana og ef þú getur lesið íslensku þannig að þú skilur hana, við erum ekkert að biðja um meira.“ „Ég er ekki að tala um að þú talir í ljóðstöfum og stuðlum sko, ekkert svoleiðis. Málið er það að birkið er íslensk jurt og birkið er oft kræklótt og smátt miðað við öll hin stóru trén, grenitrén og allt þetta en það lyktar og ilmar best allra plantna og íslenskan er dálítið eins og birkið,“ sagði Bubbi að lokum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Íslensk tunga Reykjavík síðdegis Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira