Innlent

Lög­regla að­stoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105

Lovísa Arnardóttir skrifar
Hótelið sem fólkinu var vísð út af er í hverfi 105. Ekki er tilgreint nánar hvar.
Hótelið sem fólkinu var vísð út af er í hverfi 105. Ekki er tilgreint nánar hvar. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði við að vísa fólki út af hótelherbergi í hverfi 105 í dag. Í dagbók lögreglu segir að fólkið hafi haldið vöku fyrir öðrum gestum hótelsins með partý. Fram kemur að fólkið hafi yfirgefið hótelið án nokkurra vandræða.

Fram kemur í dagbók lögreglu að alls hafi verið bókuð í kerfi lögreglunnar 28 mál frá klukkan fimm í morgun til 17 síðdegis í dag. Þá segir einnig að einn gisti í fangageymslu.

Tilkynnt var um þjófnað í hverfi 108, 101 og 111.

Í dagbók kemur einnig fram að lögregla hafði afskipti af þónokkrum aðilum vegna ýmissa umferðarlagabrota eins og að aka undir áhrifum áfengis eða vímuefna, að aka án réttinda og fyrir að hafa farið ekki með bílinn í skoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×