Innlent

Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumar­dekkjum

Atli Ísleifsson skrifar
Miklar tafir eru í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu eftir snjókomu næturinnar.
Miklar tafir eru í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu eftir snjókomu næturinnar. Vísir/Tómas

Miklar tafir eru enn á stóru umferðaræðunum til Reykjavíkur vegna umferðaróhappa og ökutækja sem eru á sumardekkjum. Viðbragðsaðilar eru í mikilli hættu þegar þeir eru að reyna að aðstoða ökumenn sem eiga í erfiðleikum vegna þess að ökumenn aka ekki varlega í þessari færð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem send var á fjölmiðla vegna ástandsins í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu eftir snjókomu næturinnar.

Þar ítrekar lögregla fyrri beiðni til eiganda ökutækja á sumarhjólbörðum um að fara ekki út í umferðina. Vanbúin ökutæki valda mestu þeim töfum sem eru í umferðinni núna.

„Viðbragðsaðilar eru í mikilli hættu þegar þeir eru að reyna að aðstoða ökumenn sem eiga í erfiðleikum vegna þess að ökumenn aka ekki varlega í þessari færð.

Lögregla ítrekar til ökumanna um að sýna þolinmæði og tillitsemi í umferðinni meðan þetta ástand varir,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð

Snjó kyngir niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur og gular viðvaranir vegna snjókomunnar taka gildi síðar í dag. Snjóað hefur frá því í gærkvöldi á suðvesturhorninu og er nokkurra sentímetra snjólag yfir öllu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×