Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Eiður Þór Árnason skrifar 28. október 2025 19:50 Fastagestir Vesturbæjarlaugar hafa gengið þrautagöngu síðustu mánuði. vísir/Arnar Barna- og aðallaug Vesturbæjarlaugar verða opnaðar aftur í fyrramálið en ráðist var í lagfæringar á þeim eftir að málning byrjaði að flagna í kjölfar umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda í sumar. Opnunin er tilkynnt með fyrirvara um að veður leyfi. „Laugarkarið var háþrýstiþvegið til að fjarlægja lausa málningu og sýni tekin til að hægt sé að greina hvað veldur flögnun. Að því loknu var blettum lokað með nýrri málningu,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Einungis til bráðabirgða Um bráðabirgðaviðgerð er að ræða og vonast til að hún dugi fram að næsta sumri þegar hægt verður að vinna að varanlegri lausn, að sögn borgarinnar. Vesturbæjarlaug hefur ítrekað verið lokað eftir viðhaldsframkvæmdirnar í sumar. Tilgangur þeirra var að bæta aðstöðu gesta og endurnýja gamlar laugar og mannvirki. Framkvæmdalokum var endurtekið frestað og fljótlega eftir opnun fór að bera á málningarflögum í lauginni. Málningin sem hefur flagnað af sundlaugarkarinu.Reykjavíkurborg Lauginni hefur verið lokað fjórum sinnum undanfarna mánuði. Fyrst 26. maí vegna viðhaldsframkvæmdanna sem drógust síðan á langinn og var hún opnuð aftur 19. júní. Vesturbæjarlaug var svo aftur lokað 18. ágúst en opnuð viku seinna. Næst þurfti að loka lauginni í sólarhring 29. ágúst. Eftir það var hún opin gestum fram að 13. október þegar ákveðið var að ráðast í núgildandi lokun. Sundlaugar og baðlón Reykjavík Tengdar fréttir Enn vesen í Vesturbæjarlaug Reykjavíkurborg hefur, í samráði við starfsfólk heilbrigðiseftirlitsins, tekið ákvörðun um að loka laugarkari Vesturbæjarlaugar tímabundið á meðan unnið er að lausn á flögnun á málningu. Fólk getur því ekki synt en þó notað heitu pottana, þann kalda og gufuböð. 13. október 2025 14:49 Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Málningin er aftur farin að flagna af botni Vesturbæjarlaugar í Reykjavík. Lauginni verður samt ekki lokað að óbreyttu og sennilega ekki máluð aftur fyrr en næsta vor. 27. september 2025 17:57 Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Vesturbæjarlaug opnar aftur klukkan fjögur síðdegis í dag eftir stutta lokun. 30. ágúst 2025 15:35 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
„Laugarkarið var háþrýstiþvegið til að fjarlægja lausa málningu og sýni tekin til að hægt sé að greina hvað veldur flögnun. Að því loknu var blettum lokað með nýrri málningu,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Einungis til bráðabirgða Um bráðabirgðaviðgerð er að ræða og vonast til að hún dugi fram að næsta sumri þegar hægt verður að vinna að varanlegri lausn, að sögn borgarinnar. Vesturbæjarlaug hefur ítrekað verið lokað eftir viðhaldsframkvæmdirnar í sumar. Tilgangur þeirra var að bæta aðstöðu gesta og endurnýja gamlar laugar og mannvirki. Framkvæmdalokum var endurtekið frestað og fljótlega eftir opnun fór að bera á málningarflögum í lauginni. Málningin sem hefur flagnað af sundlaugarkarinu.Reykjavíkurborg Lauginni hefur verið lokað fjórum sinnum undanfarna mánuði. Fyrst 26. maí vegna viðhaldsframkvæmdanna sem drógust síðan á langinn og var hún opnuð aftur 19. júní. Vesturbæjarlaug var svo aftur lokað 18. ágúst en opnuð viku seinna. Næst þurfti að loka lauginni í sólarhring 29. ágúst. Eftir það var hún opin gestum fram að 13. október þegar ákveðið var að ráðast í núgildandi lokun.
Sundlaugar og baðlón Reykjavík Tengdar fréttir Enn vesen í Vesturbæjarlaug Reykjavíkurborg hefur, í samráði við starfsfólk heilbrigðiseftirlitsins, tekið ákvörðun um að loka laugarkari Vesturbæjarlaugar tímabundið á meðan unnið er að lausn á flögnun á málningu. Fólk getur því ekki synt en þó notað heitu pottana, þann kalda og gufuböð. 13. október 2025 14:49 Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Málningin er aftur farin að flagna af botni Vesturbæjarlaugar í Reykjavík. Lauginni verður samt ekki lokað að óbreyttu og sennilega ekki máluð aftur fyrr en næsta vor. 27. september 2025 17:57 Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Vesturbæjarlaug opnar aftur klukkan fjögur síðdegis í dag eftir stutta lokun. 30. ágúst 2025 15:35 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Enn vesen í Vesturbæjarlaug Reykjavíkurborg hefur, í samráði við starfsfólk heilbrigðiseftirlitsins, tekið ákvörðun um að loka laugarkari Vesturbæjarlaugar tímabundið á meðan unnið er að lausn á flögnun á málningu. Fólk getur því ekki synt en þó notað heitu pottana, þann kalda og gufuböð. 13. október 2025 14:49
Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Málningin er aftur farin að flagna af botni Vesturbæjarlaugar í Reykjavík. Lauginni verður samt ekki lokað að óbreyttu og sennilega ekki máluð aftur fyrr en næsta vor. 27. september 2025 17:57
Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Vesturbæjarlaug opnar aftur klukkan fjögur síðdegis í dag eftir stutta lokun. 30. ágúst 2025 15:35