Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2025 11:08 Frá undirritun samningsins á Völlunum. Eik fasteignafélag hf. og Hamravellir atvinnuhús ehf. hafa undirritað samkomulag um uppbyggingu á iðnaðar- og lagerhúsnæði við Jötnahellu í Hafnarfirði. Húsnæðið verður byggt með þarfir öflugra fyrirtækja að leiðarljósi. Áætlaður framkvæmdartími er um 12 mánuðir. Byrjað verður á 2.600 fermetrum að Jötunhellu 5 en til greina kemur að sameina lóðir að Jötnahellu 5 og 7 og stækka húsnæðið og athafnasvæði lóðanna til muna. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að verkefnið marki áframhaldandi uppbyggingu á Völlunum, einu hraðast vaxandi atvinnusvæði landsins. Verkland ehf. muni sjá um framkvæmd verkefnisins fyrir Eik, þar sem lögð verði áhersla á vandaða hönnun, greiða aðkomu og gott skipulag. „Þetta samstarfsverkefni gerir Eik fasteignafélagi kleift að sækja fram á einu öflugasta atvinnu- og athafnasvæði landsins með öflugum og reynslumiklum aðilum. Verkefnið er liður í því að auka fjölbreytni eignasafns félagsins og taka virkan þátt í vexti íslensks atvinnulífs,“ er haft eftir Hreiðari Má Hermannssyni, forstjóra Eikar. „Við erum stolt af því að leggja okkar af mörkum til að efla atvinnuuppbyggingu í Hafnarfirði, sem er orðið eitt mikilvægasta iðnaðar- og þjónustusvæði höfuðborgarsvæðisins,“ Óskari Hafnfjörð Auðunssyni, frá Hamravöllum atvinnuhúsum. Þá segir að uppbyggingin muni styrkja atvinnulíf í Hafnarfirði enn frekar og stuðla að fjölgun starfa á svæðinu. Vellirnir eru í hraðri þróun, vel staðsettir og með greiðu aðgengi að Reykjanesbraut. „Það er afar ánægjulegt að sjá áframhaldandi vöxt og fjárfestingu á Völlunum. Uppbygging sem þessi skapar ný tækifæri fyrir fyrirtæki og stuðlar að fjölgun starfa í Hafnarfirði. Þetta verkefni endurspeglar þá miklu eftirspurn sem er eftir vönduðu atvinnuhúsnæði og öflugum rekstri á svæðinu,“ Valdimar Víðissyni, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Loks segir að Arma Advisory, Logos og Venture Legal hafi veitt aðilum ráðgjöf í viðskiptunum. Byggingariðnaður Hafnarfjörður Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að verkefnið marki áframhaldandi uppbyggingu á Völlunum, einu hraðast vaxandi atvinnusvæði landsins. Verkland ehf. muni sjá um framkvæmd verkefnisins fyrir Eik, þar sem lögð verði áhersla á vandaða hönnun, greiða aðkomu og gott skipulag. „Þetta samstarfsverkefni gerir Eik fasteignafélagi kleift að sækja fram á einu öflugasta atvinnu- og athafnasvæði landsins með öflugum og reynslumiklum aðilum. Verkefnið er liður í því að auka fjölbreytni eignasafns félagsins og taka virkan þátt í vexti íslensks atvinnulífs,“ er haft eftir Hreiðari Má Hermannssyni, forstjóra Eikar. „Við erum stolt af því að leggja okkar af mörkum til að efla atvinnuuppbyggingu í Hafnarfirði, sem er orðið eitt mikilvægasta iðnaðar- og þjónustusvæði höfuðborgarsvæðisins,“ Óskari Hafnfjörð Auðunssyni, frá Hamravöllum atvinnuhúsum. Þá segir að uppbyggingin muni styrkja atvinnulíf í Hafnarfirði enn frekar og stuðla að fjölgun starfa á svæðinu. Vellirnir eru í hraðri þróun, vel staðsettir og með greiðu aðgengi að Reykjanesbraut. „Það er afar ánægjulegt að sjá áframhaldandi vöxt og fjárfestingu á Völlunum. Uppbygging sem þessi skapar ný tækifæri fyrir fyrirtæki og stuðlar að fjölgun starfa í Hafnarfirði. Þetta verkefni endurspeglar þá miklu eftirspurn sem er eftir vönduðu atvinnuhúsnæði og öflugum rekstri á svæðinu,“ Valdimar Víðissyni, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Loks segir að Arma Advisory, Logos og Venture Legal hafi veitt aðilum ráðgjöf í viðskiptunum.
Byggingariðnaður Hafnarfjörður Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Sjá meira