Körfubolti

Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn

Árni Jóhannsson skrifar
Willie Green hefur örugglega haft yfir miklu að kvarta í stjórnartíð sinni hjá Pelicans.
Willie Green hefur örugglega haft yfir miklu að kvarta í stjórnartíð sinni hjá Pelicans. Vísir / Getty

New Orleans Pelicans hafa byrjað hörmulega í NBA deildinni í vetur. Liðið hefur unnið tvo af 12 fyrstu leikjum sínum og Joe Dumars hefur fengið nóg. Willie Green hefur verið látinn taka pokann sinn og mun ekki þjálfa liðið lengur.

Dumars, sem er varaforseti körfuknattleiksmála hjá Pelicans, vildi þó ekki meina að það hafi verið vinningshlutfallið sem hafi ráðið um brottrekstur Green. 

„Við verðum að festa það í sessi hver það verður sem stýrir liðinu og ég sá ekki framför enda töpuðum við með sama hætti aftur og aftur. Við verðum að festa það í sessi að liðið spili af hörku á hverju kvöldi.“

James Borrego, sem var Green til aðstoðar, hefur verið ráðinn í starfið tímabundið. Hann þekkir það að vera rekinn en Borrego þjálfaði Charlotte Hornets. Dumars sagði að Borrego myndi að öllum líkindum klára tímabilið í þjálfarastólnum.

Willie Green hafði verið þjálfari Pelicans síðan 2021 en það hefur ekki hjálpað að hann hefur ekki notið besta leikmanns síns. Zion Williams, sem miklar vonir voru bundnar við, hefur verið meiddur meira og minna allan sinn feril í New Orleans sem gerir verkefni þjálfara liðsins heldur erfiðara.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×