Lífið

Sögu­frægt hús í mið­borginni falt fyrir hálfan milljarð

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 1923 og nýtur aldursfriðunar. Það er því óheimilt að gera á því breytingar, flytja það eða rífa, nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.
Húsið var byggt árið 1923 og nýtur aldursfriðunar. Það er því óheimilt að gera á því breytingar, flytja það eða rífa, nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.

Við Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur stendur reisulegt 275 fermetra einbýlishús á þremur hæðum. Húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni, arkitekt og fyrrverandi húsameistara ríkisins, og byggt árið 1923. Ásett verð er 495 milljónir króna.

Guðjón hefur teiknað margar af fallegri byggingum landsins, þeirra á meðal Hallgrímskirkju, Reykjavíkurapótek, Akureyrarkirkju, Landakotskirkju og aðalbyggingu Háskóla Íslands, Hótel Borg, aðalbyggingu Landspítalans, Listasafn Íslands, Þjóðleikhúsið, St. Jósefsspítala, Kleppsspítala og Sundhöll Reykjavíkur.

Húsið er áberandi kennileiti á Skólavörðuholtinu og er að mestu óbreytt frá upprunalegri gerð. Það er byggt í nýbarokksstíl með sveigðum gaflbrúnum og barokkgluggum með smárúðum sem setja sjarmerandi svip á eignina. Húsið nýtur það aldursfriðunar og er því óheimilt að gera á því breytingar, flytja það eða rífa, nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.

Upphaflega var það byggt sem íbúðarhús en hefur í gegnum tíðina ýmist verið nýtt sem íbúðarhúsnæði eða nýtt undir blandaða atvinnustarfsemi. Undanfarin ár hefur þar verið rekið gistiheimili og heimagisting.

Eignin skiptist í eldhús, ellefu svefnherbergi, ellefu baðherbergi og þvottahús og tvær aukaíbúðir. Fallegur steinveggur umlykur lóðina við götu.

Nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.