Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2025 09:48 James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI. AP/Charles Rex Arbogast Bandarískir alríkissaksóknarar viðurkenndu í gær að kviðdómendur í ákærudómstól sem ákærðu James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) í september, sáu aldrei lokaútgáfu ákæranna. Dómari í málinu er sagður hafa „grillað“ saksóknarana um nokkuð skeið í dómsal í gær og hefur aðstæðum þar verið lýst sem „einstaklega vandræðalegum“. Comey var í september ákærður fyrir að ljúga að þingmönnum í tengslum við rannsókn þeirra á rannsókn FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort framboð Trumps hafi starfað með þeim. Sjá einnig: James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Það var eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði ítrekað kallað eftir því að Comey yrði ákærður, auk annarra pólitískra andstæðinga hans. Trump hefur lengi haft horn í síðu Comeys og hann hefur um árabil verið fyrirlitinn af Trump-liðum. Forsetinn rak Comey árið 2017, þegar FBI var að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og meinta aðkomu framboðs Trumps að þeim afskiptum. Sjá einnig: Keppast við að ákæra Comey Lögmenn Comeys hafa farið fram á að málaferlin gegn honum verði felld niður og vísa meðal annars til þess hve illa hafi verið haldið á spöðunum varðandi ákærurnar og til þess að ákærurnar séu pólitískar í eðli sínu og eigi ekki við rök að styðjast. Opinberir starfsmenn sem skipaðir voru í embætti af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, séu að reyna að framfylgja persónulegum vilja hans varðandi ákærur, sama þó tilefni sé til eða ekki. Deilt um ákæruskjal sem kviðdómendur sáu ekki Í september lýsti alríkissaksóknari í Austur-Virginíu því yfir að ekki væri tilefni til að ákæra Comey. Trump rak hann og skipaði í staðinn Lindsey Halligan, fyrrverandi einkalögmann hans, í embættið en hún hefur enga reynslu af saksóknarastörfum. Halligan hafði nokkra daga til að ákæra Comey áður en meint brot hans yrðu fyrnd. Með henni voru tveir saksóknarar frá Norður-Karólínu, því enginn heimamaður vildi taka starfið að sér. Hún kallaði saman ákærudómstól í flýti en það er sérstakt bandarískt fyrirbæri þar sem tólf kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og vitnisburð sem saksóknarar hafa tekið saman í ákveðnum málum. Þeir kviðdómendur eiga svo að kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur á grunni þeirra vísbendinga sem fyrir þá eru lögð. Halligan flutti mál sitt fyrir kviðdómendunum og bað þá um að ákæra Comey í þremur liðum. Þeir höfnuðu þó einni ákærunni en samþykktu að ákæra ætti Comey fyrir falskar yfirlýsingar til þingmanna og fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Nýtt ákæruskjal var skrifað, með tveimur ákærum en ekki þremur, og formaður ákærudómstólsins skrifaði undir það. Fyrr í vikunni vakti alríkisdómarinn William Fitzpatrick, sem hefur hluta málsins til skoðunar, athygli á því að gögn málsins bentu til þess að nýja ákæruskjalið hefði ekki verið lagt fyrir alla tólf kviðdómendur ákærudómstólsins. Michael Nachmanoff, dómarinn sem heldur utan um málaferlin gegn Comey, spurði saksóknara út í þetta í gær. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar fékk dómarinn játningu. Nachmanoff kallaði Halligan til sín og spurði hverjir hefðu verið viðstaddir þegar formaður kviðdómenda ákærudómstólsins skrifaði undir ákæruskjalið. Hún sagði að einungis formaðurinn og einn annar hefðu verið þar. Michael Dreeben, lögmaður Comeys, greip þann bolta á lofti og fór fram á að málið gegn honum yrði fellt niður, þar sem ákæran væri ekki gild. Hann sagði einnig að þar sem ákæran væri ógild væru meint brot Comeys orðin fyrnd og ekki væri hægt að ákæra hann á nýjan leik. Saksóknararnir segja þetta ekki skipta máli. Ákærurnar tvær hafi verið nákvæmlega eins og þær voru á meðan sú þriðja var einnig á skjalinu. Það eina sem hafi verið gert hafi verið að fjarlægja þriðju ákæruna sem var hafnað. Því sé ekki tilefni til að fella málið niður. Hefur tilefni til niðurfellingar New York Times segir spurningar Nachmanoffs til saksóknara hafa verið einstakar í nánast öllum skilningi en svörin hafi verið merkilegri. Ekki eingöngu hvað varðar ákæruskjalið heldur einnig það hvort hinir áðurnefndu fyrrverandi saksóknarar í Austur-Virginíu hafi skrifað minnisblað áður en þeir voru reknir þar sem þeir lögðu fram ástæður sínar fyrir því að ákæra Comey ekki. Tyler Lemons, saksóknari undir Halligan, viðurkenndi að honum hafði verið skipað að ræða það ekki í dómsal hvort minnisblaðið hefði verið skrifað. Að endingu viðurkenndi hann það þó fyrir dómaranum. Nachamanoff sagðist þurfa að taka sér tíma til að komast að niðurstöðu. Hann gæti ekki úrskurðað í málinu án þess að grandskoða það. Í grein NYT segir að svo virðist sem dómarinn hafi hallast í þá áttina að fella málið niður og ljóst sé að sjónarspilið í gær hafi gefið honum tilefni til þess. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Sjá meira
Comey var í september ákærður fyrir að ljúga að þingmönnum í tengslum við rannsókn þeirra á rannsókn FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort framboð Trumps hafi starfað með þeim. Sjá einnig: James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Það var eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði ítrekað kallað eftir því að Comey yrði ákærður, auk annarra pólitískra andstæðinga hans. Trump hefur lengi haft horn í síðu Comeys og hann hefur um árabil verið fyrirlitinn af Trump-liðum. Forsetinn rak Comey árið 2017, þegar FBI var að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og meinta aðkomu framboðs Trumps að þeim afskiptum. Sjá einnig: Keppast við að ákæra Comey Lögmenn Comeys hafa farið fram á að málaferlin gegn honum verði felld niður og vísa meðal annars til þess hve illa hafi verið haldið á spöðunum varðandi ákærurnar og til þess að ákærurnar séu pólitískar í eðli sínu og eigi ekki við rök að styðjast. Opinberir starfsmenn sem skipaðir voru í embætti af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, séu að reyna að framfylgja persónulegum vilja hans varðandi ákærur, sama þó tilefni sé til eða ekki. Deilt um ákæruskjal sem kviðdómendur sáu ekki Í september lýsti alríkissaksóknari í Austur-Virginíu því yfir að ekki væri tilefni til að ákæra Comey. Trump rak hann og skipaði í staðinn Lindsey Halligan, fyrrverandi einkalögmann hans, í embættið en hún hefur enga reynslu af saksóknarastörfum. Halligan hafði nokkra daga til að ákæra Comey áður en meint brot hans yrðu fyrnd. Með henni voru tveir saksóknarar frá Norður-Karólínu, því enginn heimamaður vildi taka starfið að sér. Hún kallaði saman ákærudómstól í flýti en það er sérstakt bandarískt fyrirbæri þar sem tólf kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og vitnisburð sem saksóknarar hafa tekið saman í ákveðnum málum. Þeir kviðdómendur eiga svo að kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur á grunni þeirra vísbendinga sem fyrir þá eru lögð. Halligan flutti mál sitt fyrir kviðdómendunum og bað þá um að ákæra Comey í þremur liðum. Þeir höfnuðu þó einni ákærunni en samþykktu að ákæra ætti Comey fyrir falskar yfirlýsingar til þingmanna og fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Nýtt ákæruskjal var skrifað, með tveimur ákærum en ekki þremur, og formaður ákærudómstólsins skrifaði undir það. Fyrr í vikunni vakti alríkisdómarinn William Fitzpatrick, sem hefur hluta málsins til skoðunar, athygli á því að gögn málsins bentu til þess að nýja ákæruskjalið hefði ekki verið lagt fyrir alla tólf kviðdómendur ákærudómstólsins. Michael Nachmanoff, dómarinn sem heldur utan um málaferlin gegn Comey, spurði saksóknara út í þetta í gær. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar fékk dómarinn játningu. Nachmanoff kallaði Halligan til sín og spurði hverjir hefðu verið viðstaddir þegar formaður kviðdómenda ákærudómstólsins skrifaði undir ákæruskjalið. Hún sagði að einungis formaðurinn og einn annar hefðu verið þar. Michael Dreeben, lögmaður Comeys, greip þann bolta á lofti og fór fram á að málið gegn honum yrði fellt niður, þar sem ákæran væri ekki gild. Hann sagði einnig að þar sem ákæran væri ógild væru meint brot Comeys orðin fyrnd og ekki væri hægt að ákæra hann á nýjan leik. Saksóknararnir segja þetta ekki skipta máli. Ákærurnar tvær hafi verið nákvæmlega eins og þær voru á meðan sú þriðja var einnig á skjalinu. Það eina sem hafi verið gert hafi verið að fjarlægja þriðju ákæruna sem var hafnað. Því sé ekki tilefni til að fella málið niður. Hefur tilefni til niðurfellingar New York Times segir spurningar Nachmanoffs til saksóknara hafa verið einstakar í nánast öllum skilningi en svörin hafi verið merkilegri. Ekki eingöngu hvað varðar ákæruskjalið heldur einnig það hvort hinir áðurnefndu fyrrverandi saksóknarar í Austur-Virginíu hafi skrifað minnisblað áður en þeir voru reknir þar sem þeir lögðu fram ástæður sínar fyrir því að ákæra Comey ekki. Tyler Lemons, saksóknari undir Halligan, viðurkenndi að honum hafði verið skipað að ræða það ekki í dómsal hvort minnisblaðið hefði verið skrifað. Að endingu viðurkenndi hann það þó fyrir dómaranum. Nachamanoff sagðist þurfa að taka sér tíma til að komast að niðurstöðu. Hann gæti ekki úrskurðað í málinu án þess að grandskoða það. Í grein NYT segir að svo virðist sem dómarinn hafi hallast í þá áttina að fella málið niður og ljóst sé að sjónarspilið í gær hafi gefið honum tilefni til þess.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Sjá meira