„Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 14:02 Jake Paul er yfirlýsingaglaður fyrir bardaga sinn á móti Anthony Joshua. Getty/ Leonardo Fernandez Youtube-stjarnan Jake Paul hefur boðið einum besta hnefaleikamanni sögunnar upp í dans og hefur fulla trú á því að hann geti fagnað sigri á móti Anthony Joshua í bardaga þeirra í Miami á Flórída í næsta mánuði. aul ræddi komandi bardaga á blaðamannafundi og þar mátti heyra að hann efast ekki um eigið ágæti. Eftir fundinn fór hann síðan inn á samfélagsmiðla sína og gaf út stutta en beitta yfirlýsingu. „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni,“ skrifaði Jake Paul undir mynd af þeim standandi á móti hvorum öðrum. Þar sást vel hinn mikli stærðarmunur á köppunum en Jake Paul er miklu lágvaxnari. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) „Mér finnst gaman að skora á sjálfan mig, mér finnst gaman að berjast við þá stærstu, þá bestu, hvenær sem er, hvar sem er, ég meina það í alvöru,“ sagði Jake Paul á blaðamannafundinum. Veit hvers ég er megnugur „Ég veit hvers ég er megnugur og ég er hér til að koma heiminum á óvart. Við munum fara í stríð. Fólk segir að ég sé genginn af göflunum, en ég er kominn þangað sem ég er í dag vegna óraunhæfrar bjartsýni,“ sagði Paul. „Þannig að þetta er blekking þar til það er það ekki lengur, því sjáið hvar ég er staddur í dag – enginn trúði því að þetta væri mögulegt þegar ég byrjaði, en ég hef komið þeim á óvart, alveg eins og ég mun koma þeim á óvart aftur þann 19. desember,“ sagði Paul. En af hverju Anthony Joshua? Fury var hræddur, eins og venjulega „Við byrjuðum að tala við nokkra. Tommy Fury var hræddur, eins og venjulega, og vildi meiri tíma. Ryan Garcia var hræddur. Terence Crawford sagði já, en vildi gera það seinna á næsta ári. Anthony Joshua sagði já og hann var tilbúinn í desember, svo við létum bara vaða,“ sagði Paul. „Hann er einn besti þungavigtarmaður allra tíma en ég trúi því í alvöru að það geti verið erfitt að berjast við minni mann vegna fótahraðans,“ sagði Paul sem ætlar nýta sér það að hann er fljótari á fótunum. Verð að forðast þetta eina högg „Allur þessi kraftur er frábær og hann hefur rotað fólk, svo ég verð að forðast þetta eina högg í átta lotur, sem ég tel mig geta gert. Ég trúi því að þegar ég skoppa um hringinn, pota, sveigja og geri alla þessa hluti, þá veit ég að ég geri þetta að virkilega góðum bardaga,“ sagði Paul. „Fólk heldur áfram að segja: „Ég ber virðingu fyrir Jake Paul fyrir að fara þarna inn. Nei, berið virðingu fyrir mér því ég er að fara að vinna,“ sagði Paul. View this post on Instagram A post shared by Jake Paul (@jakepaul) Box Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Sjá meira
aul ræddi komandi bardaga á blaðamannafundi og þar mátti heyra að hann efast ekki um eigið ágæti. Eftir fundinn fór hann síðan inn á samfélagsmiðla sína og gaf út stutta en beitta yfirlýsingu. „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni,“ skrifaði Jake Paul undir mynd af þeim standandi á móti hvorum öðrum. Þar sást vel hinn mikli stærðarmunur á köppunum en Jake Paul er miklu lágvaxnari. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) „Mér finnst gaman að skora á sjálfan mig, mér finnst gaman að berjast við þá stærstu, þá bestu, hvenær sem er, hvar sem er, ég meina það í alvöru,“ sagði Jake Paul á blaðamannafundinum. Veit hvers ég er megnugur „Ég veit hvers ég er megnugur og ég er hér til að koma heiminum á óvart. Við munum fara í stríð. Fólk segir að ég sé genginn af göflunum, en ég er kominn þangað sem ég er í dag vegna óraunhæfrar bjartsýni,“ sagði Paul. „Þannig að þetta er blekking þar til það er það ekki lengur, því sjáið hvar ég er staddur í dag – enginn trúði því að þetta væri mögulegt þegar ég byrjaði, en ég hef komið þeim á óvart, alveg eins og ég mun koma þeim á óvart aftur þann 19. desember,“ sagði Paul. En af hverju Anthony Joshua? Fury var hræddur, eins og venjulega „Við byrjuðum að tala við nokkra. Tommy Fury var hræddur, eins og venjulega, og vildi meiri tíma. Ryan Garcia var hræddur. Terence Crawford sagði já, en vildi gera það seinna á næsta ári. Anthony Joshua sagði já og hann var tilbúinn í desember, svo við létum bara vaða,“ sagði Paul. „Hann er einn besti þungavigtarmaður allra tíma en ég trúi því í alvöru að það geti verið erfitt að berjast við minni mann vegna fótahraðans,“ sagði Paul sem ætlar nýta sér það að hann er fljótari á fótunum. Verð að forðast þetta eina högg „Allur þessi kraftur er frábær og hann hefur rotað fólk, svo ég verð að forðast þetta eina högg í átta lotur, sem ég tel mig geta gert. Ég trúi því að þegar ég skoppa um hringinn, pota, sveigja og geri alla þessa hluti, þá veit ég að ég geri þetta að virkilega góðum bardaga,“ sagði Paul. „Fólk heldur áfram að segja: „Ég ber virðingu fyrir Jake Paul fyrir að fara þarna inn. Nei, berið virðingu fyrir mér því ég er að fara að vinna,“ sagði Paul. View this post on Instagram A post shared by Jake Paul (@jakepaul)
Box Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Sjá meira