Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Oddur Ævar Gunnarsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 24. nóvember 2025 23:46 Esther Ýr Þorvaldsdóttir er ein þeirra íbúa í Gufunesi sem orðnir eru langþreyttir á lélegum samgöngum. Vísir/Bjarni Íbúar í Gufunesi í Reykjavík segjast upplifa sig sem strandaglópa innan eigin hverfis þar sem bílastæði eru af skornum skammti og engar almenningssamgöngur í boði. Mikil gremja er meðal íbúanna eftir að hafa verið sektaðir fyrir að leggja ólöglega. Það voru íbúar í hverfinu sem vöktu athygli á málinu á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að eigendur ólöglegra lagða bíla fengu stöðumælasekt. Esther Ýr Þorvaldsdóttir og Símon Þorkell Símonarson Olsen, íbúar í tveimur húsum segja bílastæðavandann og skort á samgöngum hafa óheyrileg áhrif á lífsgæði íbúa, sem lofað hafi verið hverfi með góðum almenningssamgöngum gegn færri stæðum. Hvorugt átti bíl þar til þau fluttu í Gufunesið. Engin bílastæði eftir klukkan átta „Eftir klukkan átta á kvöldin er hreinlega ekki hægt að finna bílastæði hérna á götunum svo fólk hefur lagt á það ráð að leggja ólöglega, leggja á öllum gangstéttum og allsstaðar,“ segir Esther. Þá er einungis einn göngustígur í boði út úr hverfinu, sem að þeirra sögn er ekki þjónustaður vel á veturna og enginn strætó gangi í hverfið. Fólk veigri sér þannig við því að fara út á kvöldin. Erfitt að ganga í hverfið „Eins og á kvöldin þegar þú ert að labba hérna, þú getur ekki notað gangstéttina, þarft að fara út á götu til þess að komast ferðar þinnar,“ segir Símon. Þá óttast þau að vandinn aukist ennfrekar með tilkomu nýrra fjölbýlishúsa við götuna sem nú eru í byggingu. Enn sé verið að selja íbúðir undir þeim formerkjum að góðar almenningssamgöngur verði að finna í hverfinu. „Það er rosalega mikið af fólki sem flytur hingað af því það er svo friðsælt, það er svo rólegt og það er svo yndislegt að vera hérna, þess vegna er svo erfið þegar öll þessi loforð eru brostin, við komumst ekki héðan, við getum hvorki verið hér á bíl né tekið strætó, svo við þurfum lausnir.“ Segir að strætisvagnar séu til staðar fyrir skipulagða Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri svaraði fyrir áhyggjur íbúanna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar. Hún var stödd í Grafarvogi í gær í tilefni af Hverfadögum. „Hér voru auðvitað fyrstu húsin sem voru byggð í Reykjavík fyrir fyrstu kaupendur, þetta hagkvæma húsnæði. Þetta voru íbúðir sem voru tuttugu, þrjátíu milljónir og slegist um þær en það fylgdi ekki bílastæði. Þá hefðu þær auðvitað verið dýrari,“ segir Heiða Björg. Hún segir að strætisvagnar gangi nú þegar í hverfinu á morgnana og seinni partinn. Utan þess tíma sé hægt að panta strætisvagn með hálftíma fyrirvara, ef íbúarnir hafa tök á að skipuleggja sig. „Ef maður þarf að fara í skyndi er það kannski erfiðara, ég skil það vel. En þannig er það líka með strætó hjá okkur sem búum í öðrum hverfum að hann gengur ekki alltaf. Við verðum að venja okkur vði það, en auðvitað væri ákjósanlegt að hér gengi strætó,“ segir Heiða Björg. Það hafi ekki verið grundvöllur fyrir reglulegum strætóferðum þar sem það þótti ekki nægilega mikil notkun á strætó að sögn Heiðu. Það gæti breyst með meiri uppbyggingu í hverfinu, sem sé í Grafarvogi þar sem mikil uppbygging sé að eiga sér stað. „Þetta kannski reynir á og ég get skilið það. Þessar íbúðir voru seldar svona og ég vona að öllum líði vel hér.“ Reykjavík Samgöngur Strætó Húsnæðismál Bílastæði Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
Það voru íbúar í hverfinu sem vöktu athygli á málinu á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að eigendur ólöglegra lagða bíla fengu stöðumælasekt. Esther Ýr Þorvaldsdóttir og Símon Þorkell Símonarson Olsen, íbúar í tveimur húsum segja bílastæðavandann og skort á samgöngum hafa óheyrileg áhrif á lífsgæði íbúa, sem lofað hafi verið hverfi með góðum almenningssamgöngum gegn færri stæðum. Hvorugt átti bíl þar til þau fluttu í Gufunesið. Engin bílastæði eftir klukkan átta „Eftir klukkan átta á kvöldin er hreinlega ekki hægt að finna bílastæði hérna á götunum svo fólk hefur lagt á það ráð að leggja ólöglega, leggja á öllum gangstéttum og allsstaðar,“ segir Esther. Þá er einungis einn göngustígur í boði út úr hverfinu, sem að þeirra sögn er ekki þjónustaður vel á veturna og enginn strætó gangi í hverfið. Fólk veigri sér þannig við því að fara út á kvöldin. Erfitt að ganga í hverfið „Eins og á kvöldin þegar þú ert að labba hérna, þú getur ekki notað gangstéttina, þarft að fara út á götu til þess að komast ferðar þinnar,“ segir Símon. Þá óttast þau að vandinn aukist ennfrekar með tilkomu nýrra fjölbýlishúsa við götuna sem nú eru í byggingu. Enn sé verið að selja íbúðir undir þeim formerkjum að góðar almenningssamgöngur verði að finna í hverfinu. „Það er rosalega mikið af fólki sem flytur hingað af því það er svo friðsælt, það er svo rólegt og það er svo yndislegt að vera hérna, þess vegna er svo erfið þegar öll þessi loforð eru brostin, við komumst ekki héðan, við getum hvorki verið hér á bíl né tekið strætó, svo við þurfum lausnir.“ Segir að strætisvagnar séu til staðar fyrir skipulagða Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri svaraði fyrir áhyggjur íbúanna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar. Hún var stödd í Grafarvogi í gær í tilefni af Hverfadögum. „Hér voru auðvitað fyrstu húsin sem voru byggð í Reykjavík fyrir fyrstu kaupendur, þetta hagkvæma húsnæði. Þetta voru íbúðir sem voru tuttugu, þrjátíu milljónir og slegist um þær en það fylgdi ekki bílastæði. Þá hefðu þær auðvitað verið dýrari,“ segir Heiða Björg. Hún segir að strætisvagnar gangi nú þegar í hverfinu á morgnana og seinni partinn. Utan þess tíma sé hægt að panta strætisvagn með hálftíma fyrirvara, ef íbúarnir hafa tök á að skipuleggja sig. „Ef maður þarf að fara í skyndi er það kannski erfiðara, ég skil það vel. En þannig er það líka með strætó hjá okkur sem búum í öðrum hverfum að hann gengur ekki alltaf. Við verðum að venja okkur vði það, en auðvitað væri ákjósanlegt að hér gengi strætó,“ segir Heiða Björg. Það hafi ekki verið grundvöllur fyrir reglulegum strætóferðum þar sem það þótti ekki nægilega mikil notkun á strætó að sögn Heiðu. Það gæti breyst með meiri uppbyggingu í hverfinu, sem sé í Grafarvogi þar sem mikil uppbygging sé að eiga sér stað. „Þetta kannski reynir á og ég get skilið það. Þessar íbúðir voru seldar svona og ég vona að öllum líði vel hér.“
Reykjavík Samgöngur Strætó Húsnæðismál Bílastæði Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira