Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Eiður Þór Árnason skrifar 24. nóvember 2025 20:22 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að styrkja þurfi EES-samninginn. vÍSIR/ÍVAR FANNAR Utanríkisráðherra fundaði með fulltrúum atvinnulífsins í dag um verndartolla Evrópusambandsins (ESB) á kísiljárn frá Íslandi og Noregi. Sjónarmið Íslands hafa hlotið hljómgrunn hjá ESB eftir að niðurstaðan lá fyrir, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þá hafi ESB gefið til kynna að ákvörðunin verði ekki fordæmisgefandi. „Þetta var góður fundur. Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál sem er til umræðu. Við fórum vel yfir þetta með tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og stöðu og næstu skref. Við hrósuðum stjórnvöldum fyrir sína hagsmunagæslu í málinu en til viðbótar höfum við og fyrirtækin sjálf staðið vaktina núna í marga mánuði,“ sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í kvöldfréttum Sýnar að loknum fundi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Mjög þungt andrúmsloft á fundum í Brussel „Það var gott að sjá að þó að ákvörðunin væri vonbrigði þá að minnsta kosti hlutu okkar sjónarmið hljómgrunn í Evrópu. Í síðustu viku voru mjög mikilvægir fundir í Brussel þar sem okkar fólk var ásamt ráðherra og þingmönnum þar sem mótmælum var komið rækilega á framfæri á fundum þar sem andrúmsloftið var mjög þungt. Við lögðum mikla áherslu á það að fá skýr skilaboð frá Evrópusambandinu, bæði embættismönnum og pólitíkusum, um það hvort þetta yrði fordæmi, hvort við gætum átt von á því að þetta gerðist aftur. Sem betur fer höfum við fengið skilaboð frá Evrópusambandinu um að svo sé ekki. Þau sjá ekki fyrir sér að þetta sé fyrirboði um það sem koma skal,“ bætti Sigurður við. Vilja ekki að stjórnvöld svari fyrir sig Sigurður segir að fyrstu viðbrögð frá fulltrúum Evrópusambandsins eftir ákvörðunina hafi verið góð. „Á þeim grunni held ég að verkefnið hjá okkur sé það að styrkja EES-samninginn vegna þess að Evrópa er okkar stærsti markaður. EES-samningurinn er okkar mikilvægasti viðskiptasamningur og við eigum að byggja á honum áfram.“ Samtök iðnaðarins taki ekki undir með þeim sem hafi kallað eftir því að Ísland bregðist við með einhvers konar hefndaraðgerðum gagnvart Evrópusambandinu. Meðal annars hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar lagt til að þingið geri hlé á innleiðingum nýrra EES-gerða í íslensk lög. „Með hliðsjón af viðbrögðum Evrópusambandsins, sem greinilega átta sig á alvarleika málsins sem er gott að finna, þá teljum við ekki rétt að innleiðing til dæmis hökti. Þrátt fyrir að við séum mjög ánægð með hagsmunagæsluna þá teljum við að það þurfi að stórauka hagsmunagæslu gagnvart Evrópu. Það þarf að gerast á vettvangi stjórnmálanna, stjórnvalda en það þarf líka að gerast á vettvangi atvinnulífsins,“ sagði Sigurður að lokum. Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Evrópusambandið Tengdar fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra tókust á um símtal ráðherrans við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Formaðurinn sagði símtalið ábyrgðarlaust og gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir óljósa hagsmunagæslu og skort á viðbragði við tollunum. 24. nóvember 2025 16:46 Vill svara ESB með tollahækkun Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum. 20. nóvember 2025 12:39 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
„Þetta var góður fundur. Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál sem er til umræðu. Við fórum vel yfir þetta með tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og stöðu og næstu skref. Við hrósuðum stjórnvöldum fyrir sína hagsmunagæslu í málinu en til viðbótar höfum við og fyrirtækin sjálf staðið vaktina núna í marga mánuði,“ sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í kvöldfréttum Sýnar að loknum fundi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Mjög þungt andrúmsloft á fundum í Brussel „Það var gott að sjá að þó að ákvörðunin væri vonbrigði þá að minnsta kosti hlutu okkar sjónarmið hljómgrunn í Evrópu. Í síðustu viku voru mjög mikilvægir fundir í Brussel þar sem okkar fólk var ásamt ráðherra og þingmönnum þar sem mótmælum var komið rækilega á framfæri á fundum þar sem andrúmsloftið var mjög þungt. Við lögðum mikla áherslu á það að fá skýr skilaboð frá Evrópusambandinu, bæði embættismönnum og pólitíkusum, um það hvort þetta yrði fordæmi, hvort við gætum átt von á því að þetta gerðist aftur. Sem betur fer höfum við fengið skilaboð frá Evrópusambandinu um að svo sé ekki. Þau sjá ekki fyrir sér að þetta sé fyrirboði um það sem koma skal,“ bætti Sigurður við. Vilja ekki að stjórnvöld svari fyrir sig Sigurður segir að fyrstu viðbrögð frá fulltrúum Evrópusambandsins eftir ákvörðunina hafi verið góð. „Á þeim grunni held ég að verkefnið hjá okkur sé það að styrkja EES-samninginn vegna þess að Evrópa er okkar stærsti markaður. EES-samningurinn er okkar mikilvægasti viðskiptasamningur og við eigum að byggja á honum áfram.“ Samtök iðnaðarins taki ekki undir með þeim sem hafi kallað eftir því að Ísland bregðist við með einhvers konar hefndaraðgerðum gagnvart Evrópusambandinu. Meðal annars hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar lagt til að þingið geri hlé á innleiðingum nýrra EES-gerða í íslensk lög. „Með hliðsjón af viðbrögðum Evrópusambandsins, sem greinilega átta sig á alvarleika málsins sem er gott að finna, þá teljum við ekki rétt að innleiðing til dæmis hökti. Þrátt fyrir að við séum mjög ánægð með hagsmunagæsluna þá teljum við að það þurfi að stórauka hagsmunagæslu gagnvart Evrópu. Það þarf að gerast á vettvangi stjórnmálanna, stjórnvalda en það þarf líka að gerast á vettvangi atvinnulífsins,“ sagði Sigurður að lokum.
Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Evrópusambandið Tengdar fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra tókust á um símtal ráðherrans við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Formaðurinn sagði símtalið ábyrgðarlaust og gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir óljósa hagsmunagæslu og skort á viðbragði við tollunum. 24. nóvember 2025 16:46 Vill svara ESB með tollahækkun Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum. 20. nóvember 2025 12:39 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra tókust á um símtal ráðherrans við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Formaðurinn sagði símtalið ábyrgðarlaust og gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir óljósa hagsmunagæslu og skort á viðbragði við tollunum. 24. nóvember 2025 16:46
Vill svara ESB með tollahækkun Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum. 20. nóvember 2025 12:39
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent