Þriðja málið gegn Trump fellt niður Agnar Már Másson skrifar 26. nóvember 2025 18:19 Saksóknarinn sagði ákvörðun sína ekki byggja á stjórnmálaskoðunum, heldur á trú sinni og skilningi á lögunum. AP/Alex Brandon Dómari í Georgíufylki í Bandaríkjunum hefur látið niður falla síðustu lögsóknina sem eftir stóð gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Málið sneri að meintum tilraunum hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020. Þetta er þriðja sakamálið gegn Trump sem er látið niður falla frá því að hann var endurkjörinn. Málið var fyrst lagt fram af hálfu Fanni Willis hérðassaksóknara, sem var síðan vikið úr málinu vegna óhæfis. Pete Skandalakis, sem tók við málinu af Willis, upplýsti Scott McAfee, dómara í Fultonsýslu, í gær að hann myndi ekki halda mállinu áfram og dómarinn lét svo málið niður falla í dag. „Samkvæmt mínu sérfræðilega áliti er borgurum Georgíu enginn greiði gerður með því að halda áfram með þetta mál að fullu í fimm eða tíu ár í viðbót,“ skrifaði Skandalakis og bætti við að hann væri að binda enda á málið til að þjóna „hagsmunum réttlætis“. „Sanngjarn og óhlutdrægur saksóknari hefur bundið enda á þennan löghernað,“ er haft eftir lögmanni forsetans í frétt BBC. Trump var gefið að sök að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020, þegar Demókratinn Joe Biden bar sigur úr býtum. Trump hefur nú hefur náðað yfir 75 einstaklinga sem voru sagðir hafa átt þátt í aðgerðum til að freista þess að snúa niðurstöðum forsetakosninganna árið 2020. Fjöldi samherja hans voru einnig sakborningar í málinu, þar á meðal Rudy Giuliani, fyrrverandi lögmaður Trumps, og Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins. Skandalakis saksóknari sagði ákvörðun sína ekki byggja á stjórnmálaskoðunum heldur a „trú minni og skilningi mínum á lögunum.“ Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Bandarískur dómari felldi í gær niður ákærurnar gegn þeim James Comey, fyrrverandi yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og Letitia James, ríkissaksóknara New York. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarinn sem ákærði þau, sem er fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi verið skipaður í embætti með ólöglegum hætti. 25. nóvember 2025 15:56 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Þetta er þriðja sakamálið gegn Trump sem er látið niður falla frá því að hann var endurkjörinn. Málið var fyrst lagt fram af hálfu Fanni Willis hérðassaksóknara, sem var síðan vikið úr málinu vegna óhæfis. Pete Skandalakis, sem tók við málinu af Willis, upplýsti Scott McAfee, dómara í Fultonsýslu, í gær að hann myndi ekki halda mállinu áfram og dómarinn lét svo málið niður falla í dag. „Samkvæmt mínu sérfræðilega áliti er borgurum Georgíu enginn greiði gerður með því að halda áfram með þetta mál að fullu í fimm eða tíu ár í viðbót,“ skrifaði Skandalakis og bætti við að hann væri að binda enda á málið til að þjóna „hagsmunum réttlætis“. „Sanngjarn og óhlutdrægur saksóknari hefur bundið enda á þennan löghernað,“ er haft eftir lögmanni forsetans í frétt BBC. Trump var gefið að sök að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020, þegar Demókratinn Joe Biden bar sigur úr býtum. Trump hefur nú hefur náðað yfir 75 einstaklinga sem voru sagðir hafa átt þátt í aðgerðum til að freista þess að snúa niðurstöðum forsetakosninganna árið 2020. Fjöldi samherja hans voru einnig sakborningar í málinu, þar á meðal Rudy Giuliani, fyrrverandi lögmaður Trumps, og Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins. Skandalakis saksóknari sagði ákvörðun sína ekki byggja á stjórnmálaskoðunum heldur a „trú minni og skilningi mínum á lögunum.“
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Bandarískur dómari felldi í gær niður ákærurnar gegn þeim James Comey, fyrrverandi yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og Letitia James, ríkissaksóknara New York. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarinn sem ákærði þau, sem er fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi verið skipaður í embætti með ólöglegum hætti. 25. nóvember 2025 15:56 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Ákærur gegn Comey og James felldar niður Bandarískur dómari felldi í gær niður ákærurnar gegn þeim James Comey, fyrrverandi yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og Letitia James, ríkissaksóknara New York. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarinn sem ákærði þau, sem er fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi verið skipaður í embætti með ólöglegum hætti. 25. nóvember 2025 15:56