Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2025 10:12 Sanae Takaichi, Donald Trump og Xi Jinping, leiðtogar Japan, Bandaríkjanna og Kína. AP Nokkrum dögum eftir að Sanae Takaichi, nýr forsætisráðherra Japan, reitti ráðamenn í Kína til reiði með því að segja að innrás Kínverja í Taívan gæti leitt til hernaðarviðbragðs frá Japönum, ræddi Xi Jinping, forseti Kína, við Donald Trump, kollega sinn í Bandaríkjunum. Xi er sagður hafa verið bálreiður og varði hálftíma af klukkutímalöngu símtalinu í að útskýra fyrir Trump að Kína ætti í raun Taívan. Xi ítrekaði að eyríkið væri kínverskt og það væri hlutverk Kína og Bandaríkjanna að halda við núverandi heimsskipan. Seinna þann sama dag hringdi Trump til Japan og bað Takaichi að ögra ekki Kínverjum með spurningum um fullveldi Taívan. Samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal bað hann forsætisráðherrann ekki að draga ummæli sín til baka en símtalið vakti þó áhyggjur í Japan. Heimildarmenn Japan Times segja að Trump hafi sagt Takaichi að hann vildi ekki frekari stigmögnun. Ráðamenn í Japan óttast að Trump hafi lítinn áhuga á að standa við bak Taívana og vilji þess í stað reyna að gera viðskiptasamninga við Kína. Sjá einnig: Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Í svari við fyrirspurn WSJ sagði Trump að hann vildi ekki skemma viðskiptasamband Kína og Bandaríkjanna. Það samband væri gott og það væri jákvætt fyrir Japani, sem væru nánir bandamenn Bandaríkjanna. Þá vísaði Trump til þess að Xi hefði heitið því að byrja aftur að kaupa sojabaunir af bandarískum bændum og það vill Trump ekki skemma. „Við skrifuðum undir frábæra viðskiptasamninga við Japan, Kína, Suður-Kóreu og margar aðrar þjóðir, og friður ríkir í heiminum. Höldum því þannig.“ Hafa hótað Japönum öllu illu Á undanförnum dögum og vikum hafa ráðamenn í Kína hótað Japönum öllu illu eftir ummæli Takaichi. Meðal annars hefur kínverskur erindreki lagt til að hún yrði afhöfðuð og hefur talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína sagt að Japönum yrði „rústað“ myndu þeir skipta sér af mögulegri innrás í Taívan. Kínverjar hafa sagt að ummælin um að þeir fengju mögulega ekki að gera innrás í Taívan færi gegn fullveldi Kína og helstu hagsmunum Kína. Eins og frægt er gera Kínverjar tilkall til Taívan og hefur Xi Jinping ítrekað heitið því opinberlega að þeir muni ná tökum á eyríkinu. Það muni gerast jafnvel þó beita þurfi hervaldi til þess og hefur hann lagt sérstaka áherslu á þetta á þriðja kjörtímabili sínu. Á undanförnum árum hefur herafli Kína farið gegnum umfangsmikla uppbyggingu og nútímavæðingu. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa sagst hafa heimildir fyrir því að Xi hafi skipað yfirmönnum hers síns að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Hækka fjárútlát til varnarmála til muna Ráðamenn í Taívan, sem er lýðræðisríki, segja það Taívana að ákveða eigin framtíð. Lai Ching Te, forseti Taívan, tilkynnti í gær að um fjörutíu milljarðar dala yrðu settir til hliðar til vopnakaupa frá Bandaríkjunum og hergagnaframleiðslu á næstu árum. Þar að auki hefur verið ákveðið að hækka fjárútlát til varnarmála í fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Lai sagði markmiðið með þessum nýja sjóði og hækkun á fjárútlátum til varnarmála vera að koma upp mun betri loftvörnum og reyna að draga úr vilja ráðamanna í Kína til að gera innrás í Taívan. „Ógnanir Kínverja gagnvart Taívan og öðrum ríkjum í Suðaustur-Asíu eru að aukast,“ sagði Lai í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði Kínverja hafa átt í hernaðaraðgerðum nærri Japan, Filippseyjum og á Taívansundi og að Kínverjar beittu blönduðum hernaði og fjölþátta ógnum til að ýta undir óreiðu og ótta á svæðinu. Þá sagði forsetinn að Taívanar yrðu að sýna fram á vilja til að taka meiri ábyrgð á eigin vörnum. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Bandaríkjamenn hafa um árabil haldið því loðnu hvort þeir myndu beita valdi til að verja Taívan. Trump hefur aukið á áhyggjur fólks um að Bandaríkin myndu ekki koma Taívan til aðstoðar og hefur kallað eftir því að eyríkið verji mun meira til varnarmála. Hann hefur meðal annars stungið upp á að upphæðin fari í tíu prósent af landsframleiðslu, sem er mun meira en Bandaríkin og flest önnur ríki sem eru ekki í stríði gera. Senda loftvarnarkerfi til eyju skammt frá Taívan Varnarmálaráðherra Japan sagði frá því um helgina að til stæði að koma loftvarnarkerfum fyrir á eyju sem Japanar eiga og er nærri Taívan. Eyjan kallast Yonaguni og er um 110 kílómetra austur af Taívan. Þar stendur til að koma fyrir meðaldrægum flugskeytum sem hönnuð eru til að granda flugvélum og eldflaugum í allt að fimmtíu kílómetra fjarlægð. Japan Times hefur eftir Shinjiro Koizumi, umræddum ráðherra, að með þessu vildu Japanar draga úr hættunni á að ráðist yrði á Japan. Degi eftir þessa tilkynningu og heimsókn Koizumi til Yonagunim flugu Kínverjar dróna inn á loftvarnarsvæði eyjarinnar milli hennar og Taívan og sendu Japanir herþotur til móts við drónann. Yonaguni spilar töluverða rullu í áætlunum bandamanna Taívan þegar kemur að vörnum eyríkisins. Landgönguliðar frá Bandaríkjunum voru nýlega þar og reistu þar stöð til að gera við og fylla á herþotur og flugvélar og geyma eldsneyti og vopn, eins og fram kemur í frétt The WarZone. Kína Japan Taívan Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Xi ítrekaði að eyríkið væri kínverskt og það væri hlutverk Kína og Bandaríkjanna að halda við núverandi heimsskipan. Seinna þann sama dag hringdi Trump til Japan og bað Takaichi að ögra ekki Kínverjum með spurningum um fullveldi Taívan. Samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal bað hann forsætisráðherrann ekki að draga ummæli sín til baka en símtalið vakti þó áhyggjur í Japan. Heimildarmenn Japan Times segja að Trump hafi sagt Takaichi að hann vildi ekki frekari stigmögnun. Ráðamenn í Japan óttast að Trump hafi lítinn áhuga á að standa við bak Taívana og vilji þess í stað reyna að gera viðskiptasamninga við Kína. Sjá einnig: Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Í svari við fyrirspurn WSJ sagði Trump að hann vildi ekki skemma viðskiptasamband Kína og Bandaríkjanna. Það samband væri gott og það væri jákvætt fyrir Japani, sem væru nánir bandamenn Bandaríkjanna. Þá vísaði Trump til þess að Xi hefði heitið því að byrja aftur að kaupa sojabaunir af bandarískum bændum og það vill Trump ekki skemma. „Við skrifuðum undir frábæra viðskiptasamninga við Japan, Kína, Suður-Kóreu og margar aðrar þjóðir, og friður ríkir í heiminum. Höldum því þannig.“ Hafa hótað Japönum öllu illu Á undanförnum dögum og vikum hafa ráðamenn í Kína hótað Japönum öllu illu eftir ummæli Takaichi. Meðal annars hefur kínverskur erindreki lagt til að hún yrði afhöfðuð og hefur talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína sagt að Japönum yrði „rústað“ myndu þeir skipta sér af mögulegri innrás í Taívan. Kínverjar hafa sagt að ummælin um að þeir fengju mögulega ekki að gera innrás í Taívan færi gegn fullveldi Kína og helstu hagsmunum Kína. Eins og frægt er gera Kínverjar tilkall til Taívan og hefur Xi Jinping ítrekað heitið því opinberlega að þeir muni ná tökum á eyríkinu. Það muni gerast jafnvel þó beita þurfi hervaldi til þess og hefur hann lagt sérstaka áherslu á þetta á þriðja kjörtímabili sínu. Á undanförnum árum hefur herafli Kína farið gegnum umfangsmikla uppbyggingu og nútímavæðingu. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa sagst hafa heimildir fyrir því að Xi hafi skipað yfirmönnum hers síns að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Hækka fjárútlát til varnarmála til muna Ráðamenn í Taívan, sem er lýðræðisríki, segja það Taívana að ákveða eigin framtíð. Lai Ching Te, forseti Taívan, tilkynnti í gær að um fjörutíu milljarðar dala yrðu settir til hliðar til vopnakaupa frá Bandaríkjunum og hergagnaframleiðslu á næstu árum. Þar að auki hefur verið ákveðið að hækka fjárútlát til varnarmála í fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Lai sagði markmiðið með þessum nýja sjóði og hækkun á fjárútlátum til varnarmála vera að koma upp mun betri loftvörnum og reyna að draga úr vilja ráðamanna í Kína til að gera innrás í Taívan. „Ógnanir Kínverja gagnvart Taívan og öðrum ríkjum í Suðaustur-Asíu eru að aukast,“ sagði Lai í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði Kínverja hafa átt í hernaðaraðgerðum nærri Japan, Filippseyjum og á Taívansundi og að Kínverjar beittu blönduðum hernaði og fjölþátta ógnum til að ýta undir óreiðu og ótta á svæðinu. Þá sagði forsetinn að Taívanar yrðu að sýna fram á vilja til að taka meiri ábyrgð á eigin vörnum. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Bandaríkjamenn hafa um árabil haldið því loðnu hvort þeir myndu beita valdi til að verja Taívan. Trump hefur aukið á áhyggjur fólks um að Bandaríkin myndu ekki koma Taívan til aðstoðar og hefur kallað eftir því að eyríkið verji mun meira til varnarmála. Hann hefur meðal annars stungið upp á að upphæðin fari í tíu prósent af landsframleiðslu, sem er mun meira en Bandaríkin og flest önnur ríki sem eru ekki í stríði gera. Senda loftvarnarkerfi til eyju skammt frá Taívan Varnarmálaráðherra Japan sagði frá því um helgina að til stæði að koma loftvarnarkerfum fyrir á eyju sem Japanar eiga og er nærri Taívan. Eyjan kallast Yonaguni og er um 110 kílómetra austur af Taívan. Þar stendur til að koma fyrir meðaldrægum flugskeytum sem hönnuð eru til að granda flugvélum og eldflaugum í allt að fimmtíu kílómetra fjarlægð. Japan Times hefur eftir Shinjiro Koizumi, umræddum ráðherra, að með þessu vildu Japanar draga úr hættunni á að ráðist yrði á Japan. Degi eftir þessa tilkynningu og heimsókn Koizumi til Yonagunim flugu Kínverjar dróna inn á loftvarnarsvæði eyjarinnar milli hennar og Taívan og sendu Japanir herþotur til móts við drónann. Yonaguni spilar töluverða rullu í áætlunum bandamanna Taívan þegar kemur að vörnum eyríkisins. Landgönguliðar frá Bandaríkjunum voru nýlega þar og reistu þar stöð til að gera við og fylla á herþotur og flugvélar og geyma eldsneyti og vopn, eins og fram kemur í frétt The WarZone.
Kína Japan Taívan Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira