Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2025 07:06 Forsetinn fór mikinn á Truth Social í gær. Getty/John McDonnell Donald Trump Bandaríkjaforseti fór mikinn á samfélagsmiðlum í gær, þegar Bandaríkjamenn héldu upp á þakkargjörðardaginn, og sagðist hafa í hyggju að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“. Það var fátt um þakkir í löngum póstum Trump, þar sem hann hélt því meðal annars fram að af 53 milljón útlendingum í Bandaríkjunum væru flestir frá „misheppnuðum ríkjum“ eða hefðu komið til landsins úr fangelsum, geðheilbrigðisstofnunum eða gengjum. Þeim og börnum þeirra væri haldið uppi af góðhjörtuðum Bandaríkjamönnum, sem kynnu ekki við að kvarta. Þessi „flóttamannabyrði“ væri helsta ástæða alls ills í Bandaríkjunum og sem dæmi, hefðu Sómalir tekið yfir Minnesota. „Sómölsk gengi fara um göturnar og leita að „bráð“, á meðan dásamlega fólkið okkar læsir sig inni í íbúðum sínum og húsum og vonast til að vera látið í friði,“ sagði Trump. Þá sakaði hann „alvarlega þroskaheftan“ ríkisstjóra Minnesota, Tim Walz, varaforsetaefni Kamölu Harris, um að gera ekki neitt. Forsetinn skaut einnig á þingkonuna Ilhan Omar, sem hann sagði alltaf „vafða í hijab“ og gera ekkert nema að kvarta. Trump sagði ennfremur að Omar hefði líklega komið ólöglega inn í landið, frá ríki sem væri varla hægt að kalla ríki. Omar fæddist í Sómalíu. Eins og fyrr segir, sagðist Trump myndu stöðva allan aðflutning fólks frá þriðja heims ríkjum, þar til búið væri að ná tökum á ástandinu í landinu. Allir þeir sem legðu ekki sitt af mörkum yrðu sendir úr landi. Þá hótaði hann því að stöðva alla aðstoð og greiðslur til þeirra sem ekki væru ríkisborgarar. „Að þessu sögðu; gleðilega þakkargjörðarhátíð til allra, nema til þeirra sem hata, stela, myrða og eyðileggja allt sem Bandaríkin standa fyrir. Þú verður ekki hérna lengi!“ sagði forsetinn að lokum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Það var fátt um þakkir í löngum póstum Trump, þar sem hann hélt því meðal annars fram að af 53 milljón útlendingum í Bandaríkjunum væru flestir frá „misheppnuðum ríkjum“ eða hefðu komið til landsins úr fangelsum, geðheilbrigðisstofnunum eða gengjum. Þeim og börnum þeirra væri haldið uppi af góðhjörtuðum Bandaríkjamönnum, sem kynnu ekki við að kvarta. Þessi „flóttamannabyrði“ væri helsta ástæða alls ills í Bandaríkjunum og sem dæmi, hefðu Sómalir tekið yfir Minnesota. „Sómölsk gengi fara um göturnar og leita að „bráð“, á meðan dásamlega fólkið okkar læsir sig inni í íbúðum sínum og húsum og vonast til að vera látið í friði,“ sagði Trump. Þá sakaði hann „alvarlega þroskaheftan“ ríkisstjóra Minnesota, Tim Walz, varaforsetaefni Kamölu Harris, um að gera ekki neitt. Forsetinn skaut einnig á þingkonuna Ilhan Omar, sem hann sagði alltaf „vafða í hijab“ og gera ekkert nema að kvarta. Trump sagði ennfremur að Omar hefði líklega komið ólöglega inn í landið, frá ríki sem væri varla hægt að kalla ríki. Omar fæddist í Sómalíu. Eins og fyrr segir, sagðist Trump myndu stöðva allan aðflutning fólks frá þriðja heims ríkjum, þar til búið væri að ná tökum á ástandinu í landinu. Allir þeir sem legðu ekki sitt af mörkum yrðu sendir úr landi. Þá hótaði hann því að stöðva alla aðstoð og greiðslur til þeirra sem ekki væru ríkisborgarar. „Að þessu sögðu; gleðilega þakkargjörðarhátíð til allra, nema til þeirra sem hata, stela, myrða og eyðileggja allt sem Bandaríkin standa fyrir. Þú verður ekki hérna lengi!“ sagði forsetinn að lokum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira