Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2025 17:31 Hildur Maja Guðmundsdóttir og Dagur Kári Ólafsson áttu bæði flott ár. fimleikasamband.is Stjórn Fimleikasambands Íslands hefur valið fimleikafólk ársins 2025 og það eru þau Hildur Maja Guðmundsdóttir og Dagur Kári Ólafsson. Lið Stjörnunnar í hópfimleikum er fimleikalið ársins. Hildur Maja Guðmundsdóttir er ein fremsta fimleikakona landsins og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið lykilkona í A-landsliði Íslands síðastliðin ár. Hildur Maja náði bestum fjölþrautarárangri íslenskra kvenna á Evrópumótinu í Leipzig, sem og heimsmeistaramótinu í Jakarta. Toppaði hún sig svo á árinu þegar að hún varð fyrst Íslendinga til þess að vinna til verðlauna á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum, þegar hún hafnaði í öðru sæti á gólfi í Tashkent, Uzbekistan. Að auki keppti hún til úrslita á tvíslá og hafnaði í 8. sæti. Hildur Maja varð bikarmeistari með félagsliði sínu, Gerplu, á árinu og varð hún í öðru sæti á slá á Íslandsmótinu. Dagur Kári Ólafsson er ungur og metnaðarfullur landsliðsmaður í áhaldafimleikum sem hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem einn fremsti fimleikamaður Íslands. Í ár náði Dagur Kári þeim sögulega árangri í Jakarta, Indónesíu þegar að hann varð fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til þess að keppa í fjölþrautarúrslitum á heimsmeistaramóti og braut þar með blað í íslenskri fimleikasögu. Dagur Kári var lykilmaður í landsliði Íslands á árinu, þar má helst til telja heimsbikarmótin í Króatíu og Frakklandi, Evrópumótið í Þýskalandi og heimsmeistaramótið í Jakarta, Indónesíu. Dagur Kári varð bikarmeistari með félagsliðinu sínu, Gerplu, sem og Íslandsmeistari á bogahesti og hafnaði hann í þriðja sæti í fjölþraut. Kvennalið Stjörnunnar átti einstakt ár og skilaði frábærum árangri. Liðið sigraði bæði bikar- og Íslandsmót með glæsibrag og sýndi samheldni, aga og óbilandi baráttu. Á Norðurlandamótinu bætti liðið svo við glæsilegan árangur og hafnaði í öðru sæti. Þar skein styrkur liðsins á gólfi, en liðið vann gólfæfingarnar og var stigahæst allra liða á mótinu á því áhaldi. Aðrar konur sem voru tilnefndar voru: Ásta Kristinsdóttir, Helena Clausen, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Tinna Sif Teitsdóttir. Aðrir karlar sem voru tilnefndir voru: Atli Snær Valgeirsson, Ásmundur Óskar Ásmundsson, Bjartur Blær Hjaltason, Kári Pálmason og Markús Pálsson. Fimleikar Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Hildur Maja Guðmundsdóttir er ein fremsta fimleikakona landsins og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið lykilkona í A-landsliði Íslands síðastliðin ár. Hildur Maja náði bestum fjölþrautarárangri íslenskra kvenna á Evrópumótinu í Leipzig, sem og heimsmeistaramótinu í Jakarta. Toppaði hún sig svo á árinu þegar að hún varð fyrst Íslendinga til þess að vinna til verðlauna á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum, þegar hún hafnaði í öðru sæti á gólfi í Tashkent, Uzbekistan. Að auki keppti hún til úrslita á tvíslá og hafnaði í 8. sæti. Hildur Maja varð bikarmeistari með félagsliði sínu, Gerplu, á árinu og varð hún í öðru sæti á slá á Íslandsmótinu. Dagur Kári Ólafsson er ungur og metnaðarfullur landsliðsmaður í áhaldafimleikum sem hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem einn fremsti fimleikamaður Íslands. Í ár náði Dagur Kári þeim sögulega árangri í Jakarta, Indónesíu þegar að hann varð fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til þess að keppa í fjölþrautarúrslitum á heimsmeistaramóti og braut þar með blað í íslenskri fimleikasögu. Dagur Kári var lykilmaður í landsliði Íslands á árinu, þar má helst til telja heimsbikarmótin í Króatíu og Frakklandi, Evrópumótið í Þýskalandi og heimsmeistaramótið í Jakarta, Indónesíu. Dagur Kári varð bikarmeistari með félagsliðinu sínu, Gerplu, sem og Íslandsmeistari á bogahesti og hafnaði hann í þriðja sæti í fjölþraut. Kvennalið Stjörnunnar átti einstakt ár og skilaði frábærum árangri. Liðið sigraði bæði bikar- og Íslandsmót með glæsibrag og sýndi samheldni, aga og óbilandi baráttu. Á Norðurlandamótinu bætti liðið svo við glæsilegan árangur og hafnaði í öðru sæti. Þar skein styrkur liðsins á gólfi, en liðið vann gólfæfingarnar og var stigahæst allra liða á mótinu á því áhaldi. Aðrar konur sem voru tilnefndar voru: Ásta Kristinsdóttir, Helena Clausen, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Tinna Sif Teitsdóttir. Aðrir karlar sem voru tilnefndir voru: Atli Snær Valgeirsson, Ásmundur Óskar Ásmundsson, Bjartur Blær Hjaltason, Kári Pálmason og Markús Pálsson.
Fimleikar Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira