„Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2025 07:01 Veronica Ewers hefur verið í fremstu röð í hjólreiðum en það hefur kostað sitt þegar kemur að líkama hennar. Getty/Dario Belingheri Hún var einu sinni einn efnilegasti hjólreiðamaður þjóðar sinnar en þarf nú að taka sér frí frá íþróttinni vegna þess að líkami hennar þurfi nú á algjörri endurstillingu að halda eftir áratuga skaða „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014. Ég hef ofboðið líkama mínum of lengi,“ sagði Veronica Ewers þegar hún tilkynnti að hún væri komin í leyfi frá atvinnumennskunni. Hin 31 árs gamla hjólreiðakona frá Idaho greindi frá því að nýleg blóðprufa hefði sýnt að hormónagildi hennar „væru enn nánast engin“ eftir margra ára alvarlega hormónabælingu og langtímaáhrif átröskunar. Ewers sagði niðurstöðurnar hafa verið átakanlegar. Hún stendur á krossgötum sem neyða hana til að velja á milli þess að halda áfram eins og ekkert sé eða einbeita sér að fullum bata og árangri síðar. Að lokum valdi hún síðari kostinn. Hún mun hvorki keppa né æfa árið 2026. View this post on Instagram A post shared by Cycling Weekly (@cyclingweeklymagazine) „Ég hef komið mér í þessa stöðu með því að ofbjóða líkama mínum of lengi. Líkaminn minn þarf á algjörri endurstillingu að halda áður en hann getur náð sínu besta. Ég er orðin þreytt á því að vera bara meðalmennskan sjálf,“ sagði Ewers. „Mikilvægast af öllu er að ég vil geta farið í gönguferðir, hjólað, hlaupið og svo framvegis þegar ég verð eldri,“ sagði Ewers. Framgangur Ewers í íþróttinni var gríðarlega hraður en á bak við velgengnina leyndist áratuga löng barátta við átröskun og lífeðlisfræðilegar afleiðingar hennar, sem hún hefur lýst ítarlega í eigin skrifum á Substack. „Keppnin endaði ekki með hjólreiðakeppninni,“ skrifaði hún. „Hún hélt áfram í eldhúsinu og við matarborðið.“ „Púkinn“ hennar, eins og hún kallar hann, kom aftur upp á yfirborðið á tímum meiðsla, einangrunar og stöðugrar þarfar til að sanna sig. Nú vinnur Ewers með sérfræðingum og einbeitir sér að því sem hún kallar að endurheimta líkamsþyngd og að takast á við þá sjálfsmyndarbreytingu sem fylgir því að stíga til hliðar úr afreksíþróttum. „Ég veit ekki hver ég er þegar ég er ekki íþróttamaður,“ viðurkenndi hún, þótt hún horfi á framtíðina með einurð: hún neitar að láta „púkann“ ná aftur tökum á sér og vonast til að byggja sig upp í heilbrigðari útgáfu af sjálfri sér, sem getur snúið aftur til keppni þegar hún er tilbúin. „Markmið mitt er að koma aftur á endanum og sýna heiminum hvers ég er megnug í heilbrigðum líkama,“ skrifar hún. View this post on Instagram A post shared by Veronica Ewers (@vkewers) Hjólreiðar Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
„Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014. Ég hef ofboðið líkama mínum of lengi,“ sagði Veronica Ewers þegar hún tilkynnti að hún væri komin í leyfi frá atvinnumennskunni. Hin 31 árs gamla hjólreiðakona frá Idaho greindi frá því að nýleg blóðprufa hefði sýnt að hormónagildi hennar „væru enn nánast engin“ eftir margra ára alvarlega hormónabælingu og langtímaáhrif átröskunar. Ewers sagði niðurstöðurnar hafa verið átakanlegar. Hún stendur á krossgötum sem neyða hana til að velja á milli þess að halda áfram eins og ekkert sé eða einbeita sér að fullum bata og árangri síðar. Að lokum valdi hún síðari kostinn. Hún mun hvorki keppa né æfa árið 2026. View this post on Instagram A post shared by Cycling Weekly (@cyclingweeklymagazine) „Ég hef komið mér í þessa stöðu með því að ofbjóða líkama mínum of lengi. Líkaminn minn þarf á algjörri endurstillingu að halda áður en hann getur náð sínu besta. Ég er orðin þreytt á því að vera bara meðalmennskan sjálf,“ sagði Ewers. „Mikilvægast af öllu er að ég vil geta farið í gönguferðir, hjólað, hlaupið og svo framvegis þegar ég verð eldri,“ sagði Ewers. Framgangur Ewers í íþróttinni var gríðarlega hraður en á bak við velgengnina leyndist áratuga löng barátta við átröskun og lífeðlisfræðilegar afleiðingar hennar, sem hún hefur lýst ítarlega í eigin skrifum á Substack. „Keppnin endaði ekki með hjólreiðakeppninni,“ skrifaði hún. „Hún hélt áfram í eldhúsinu og við matarborðið.“ „Púkinn“ hennar, eins og hún kallar hann, kom aftur upp á yfirborðið á tímum meiðsla, einangrunar og stöðugrar þarfar til að sanna sig. Nú vinnur Ewers með sérfræðingum og einbeitir sér að því sem hún kallar að endurheimta líkamsþyngd og að takast á við þá sjálfsmyndarbreytingu sem fylgir því að stíga til hliðar úr afreksíþróttum. „Ég veit ekki hver ég er þegar ég er ekki íþróttamaður,“ viðurkenndi hún, þótt hún horfi á framtíðina með einurð: hún neitar að láta „púkann“ ná aftur tökum á sér og vonast til að byggja sig upp í heilbrigðari útgáfu af sjálfri sér, sem getur snúið aftur til keppni þegar hún er tilbúin. „Markmið mitt er að koma aftur á endanum og sýna heiminum hvers ég er megnug í heilbrigðum líkama,“ skrifar hún. View this post on Instagram A post shared by Veronica Ewers (@vkewers)
Hjólreiðar Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira