Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2025 23:06 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á blaðamannafundi um fjárhag Úkraínu í dag. AP/Harry Nakos Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun leggja til að frystar eignir Rússa í Belgíu og öðrum Evrópuríkjum verði notaðar til að fjármagna 165 milljarða evra lán til Úkraínu. Peningarnir yrðu notaðir til að fjármagna ríkisrekstur og varnir Úkraínu á næstu árum. Blaðamenn Politico segjast hafa séð skjöl um þessa áætlun framkvæmdastjórnarinnar. Nota ætti bæði frysta sjóði Rússa og fjárveitingu frá ríkjum ESB til að fjármagna 210 milljarða evra aðstoðarpakka handa Úkraínu. Til stendur að greiða atkvæði um áætlunina seinna í þessum mánuði. Óljóst er hvort komist verði að samkomulagi um hana en flestir leiðtogar innan ESB eru sagðir styðja það að leggja hald á sjóðina. Að óbreyttu er gert ráð fyrir því að sjóðir Úkraínumanna svo gott sem tæmist í apríl á næsta ári. Frá borginni Myrnohrad nærri Pokrovsk. Árásir Rússa hafa valdið gífurlegum skemmdum víða í Úkraínu. Samkvæmt áætlun framkvæmdastjórnar ESB myndu Úkraínumenn ekki þurfa að endurgreiða Rússum lánið, nema Rússar greiði Úkraínumönnum skaðabætur vegna stríðsins.AP/Varnarmálaráðuneyti Úkraínu Af þessum rússnesku peningum sem um er að ræða eru um 140 milljarðar evra í belgískum bönkum en um 25 milljarðar eru í öðrum bönkum innan ESB. Restin kæmi frá ríkjum ESB. Ráðamenn þar hafa um nokkurt skeið reynt að finna leið til að nota þessa peninga. Stjórnvöld í Belgíu hafa hingað til ekki viljað samþykkja að nota sjóðina, þar sem þeir eru að mestu í bönkum þar í landi. Þeir segjast meðal annars óttast hvaða áhrif það hefði á sýn annarra ríkja á bankakerfi Belgíu og það að sitja á endanum uppi með að þurfa að greiða Rússum skaðabætur. Þá hafa Belgar einnig sagt að haldlagning sjóðanna gæti komið niður á friðarviðræðum. Belgar eru einnig taldir hagnast töluvert á vöxtunum af þessum sjóðum en hluti þeirra vaxta hefur verið notaður til að fjármagna vopnakaup handa Úkraínumönnum. Samkvæmt frétt Politico þyrftu Úkraínumenn ekki að endurgreiða lánið fyrr en stjórnvöld í Rússlandi greiða ríkinu skaðabætur vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Slíkt þykir verulega ólíklegt. Af áðurnefndum 210 milljörðum evra yrði 115 varið í varnir Úkraínu. Fimmtíu milljarðar yrðu notaðir til að fjármagna ríkisreksturinn og 45 milljarðar yrðu notaðir til að endurgreiða lán G7-ríkjanna til Úkraínu frá því í fyrra. Utanríkisráðherra Belgíu sagði í dag að áætlun framkvæmdastjórnarinnar fjallaði ekki nægilega um áhyggjur Belga. BBC hefur eftir honum að framkvæmdastjórnin geri lítið úr áhyggjum þeirra. Móðir úkraínsks hermanns sem féll í átökum nærri Pokrovsk syrgir son sinn í jarðarför í dag.AP/Evgeniy Maloletka Kallar ætlanir framkvæmdastjórnarinnar þjófnað Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að ef hald verði lagt á þessa sjóði Rússa í ESB yrði það ekkert annað en þjófnaður. Hann og háttsettir embættismenn í ríkisstjórn hans hafa verið harðorðir í garð Evrópumanna að undanförnu. Fyrr í vikunni sagði Pútín að Rússar væru tilbúnir í stríð við Evrópu, ef til þess kæmi. Hann sagði þó að Rússar myndu ekki hefja það stríð. Pútín og hans fólk hafa ítrekað haldið því fram að ríki Evrópu beri ábyrgð á því að ekki sé búið að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. Það að bakhjarlar Úkraínu beri ábyrgð á þjáningum Úkraínumanna og stríðinu yfir höfuð með því að hafa framlengt það með stuðningi við Úkraínumenn er algengur áróður frá Rússum. Ummælunum er einnig ætlað að reka fleyg milli Evrópu og Bandaríkjanna, þar sem Trump er ólmur í að koma á friði en ráðamenn í Evrópu óttast að Rússar hafi í raun ekki áhuga á friði og að náist að koma á friði yrði það eingöngu til skamms tíma. Umdeildar ætlanir Bandaríkjamanna og Rússa Í nýlega opinberuðum og umdeildum friðartillögum sem skrifaðar voru af bandarískum og rússneskum erindrekum, þar á meðal Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, og rússneskum auðjöfri, eru þessir sjóðir Rússa í Belgíu nefndir sérstaklega og hvernig eigi að verja þeim. Þar kom fram að hundrað milljarðar dala af þeim yrðu settir í fjárfestingasjóð sem ætlaður væri til uppbyggingar í Úkraínu og að ríki Evrópu myndu einnig setja hundrað milljarða dala í hann. Bandaríkjamenn ættu hins vegar að hirða helming hagnaðarins. Þá stóð til að restin af peningum Rússa færi í sameiginlegar fjárfestingar Bandaríkjamanna og Rússa. Þessir liðir friðaráætlunarinnar féllu ekki í kramið í Evrópu. Breski fjárfestirinn Bill Browder, sem stýrir Hermitage-fjárfestingasjóðnum, og hefur lengi verið mjög gagnrýninn á stjórnvöld Pútíns í Rússlandi, sagði í dag að frá sjónarhóli Rússa væri einungis einn tilgangur með yfirstandandi friðarviðræðum. Sjá einnig: Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Það væri að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn beiti Rússa umfangsmiklum refsiaðgerðum sem bandarískir þingmenn hafa undirbúið en Trump hefur ekki viljað setja á og að gera ráðamönnum í Evrópu erfiðara að leggja hald á frysta sjóði Rússa. Putin Meets With Witkoff and Kushner for Nearly Five Hours and the two sides did not reach any specific compromises, an aide to President Vladimir V. Putin said, as the United States pushes a plan to end the war in Ukraine.Let me translate for you what this means. There was… https://t.co/0z7KAlRF5t— Sir William Browder KCMG (@Billbrowder) December 3, 2025 Hermitage-fjárfestingasjóðurinn var á árum áður mjög stór í Rússlandi en Browder var vísað úr landi. Hann fékk mann sem hét Sergei Magnitskí, til að taka upp málstað sinn í Rússlandi en Magnitskí var endurskoðandi sem sérhæfði sig í baráttu gegn spillingu. Hann sakaði rússneska embættismenn um umfangsmikinn þjófnað á opinberu fé en var handtekinn árið 2008 og sakaður um skattsvik. Árið 2009, rétt áður en sleppa átti honum úr haldi, var Magnitskí barinn til dauða í fangelsi. Eftir það barðist Magnitskí fyrir refsiaðgerðum gegn rússneskum embættismönnum sem taldir voru hafa komið að dauða Magnitskís og var það samþykkt árið 2012. Umræddum embættismönnum hefur síðan verið bannað að koma til Bandaríkjanna og nýta sér bankaþjónustu þar. Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Donald Trump Hernaður Belgía Tengdar fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hittast á fundi í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í dag. Athygli hefur vakið að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki mæta á fundinn. Það er sögulega afar sjaldgæft að ráðherra Bandaríkjanna sjái sér ekki fært að mæta þegar ráðamenn NATO-ríkja hittast, en framkvæmdastjóri bandalagsins kveðst sýna fjarveru Rubio fullan skilning. 3. desember 2025 10:47 Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að fall Pokrovsk muni gera rússneskum hermönnum kleift að sækja fram lengra inn í Úkraínu. Hann sagði borgina vera mikilvægan lið í því að ná fram markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ eins og hann kallar innrásina í Úkraínu. 1. desember 2025 23:22 Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Úkraínsk sendinefnd er á leið til Flórída í Bandaríkjunum þar sem hun mun funda með utanríkisráðherra landsins og aðalsamningamanni Bandaríkjastjórnar um friðartillögurnar sem lagðar voru fram um síðustu helgi. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum vonar að viðræðurnar skili jákvæðum árangri en aðdragandi fundarins hafi ekki verið góður. 30. nóvember 2025 14:02 Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Andrí Jermak, áhrifamikill starfsmannastjóri Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, hefur sagt af sér. Forsetinn segir að umfangsmiklar breytingar verði gerðar á skrifstofu forsetaembættisins en Jermak sagði af sér eftir að hann var bendlaður við umfangsmikið spillingarmál í orkugeira Úkraínu. 28. nóvember 2025 15:36 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Blaðamenn Politico segjast hafa séð skjöl um þessa áætlun framkvæmdastjórnarinnar. Nota ætti bæði frysta sjóði Rússa og fjárveitingu frá ríkjum ESB til að fjármagna 210 milljarða evra aðstoðarpakka handa Úkraínu. Til stendur að greiða atkvæði um áætlunina seinna í þessum mánuði. Óljóst er hvort komist verði að samkomulagi um hana en flestir leiðtogar innan ESB eru sagðir styðja það að leggja hald á sjóðina. Að óbreyttu er gert ráð fyrir því að sjóðir Úkraínumanna svo gott sem tæmist í apríl á næsta ári. Frá borginni Myrnohrad nærri Pokrovsk. Árásir Rússa hafa valdið gífurlegum skemmdum víða í Úkraínu. Samkvæmt áætlun framkvæmdastjórnar ESB myndu Úkraínumenn ekki þurfa að endurgreiða Rússum lánið, nema Rússar greiði Úkraínumönnum skaðabætur vegna stríðsins.AP/Varnarmálaráðuneyti Úkraínu Af þessum rússnesku peningum sem um er að ræða eru um 140 milljarðar evra í belgískum bönkum en um 25 milljarðar eru í öðrum bönkum innan ESB. Restin kæmi frá ríkjum ESB. Ráðamenn þar hafa um nokkurt skeið reynt að finna leið til að nota þessa peninga. Stjórnvöld í Belgíu hafa hingað til ekki viljað samþykkja að nota sjóðina, þar sem þeir eru að mestu í bönkum þar í landi. Þeir segjast meðal annars óttast hvaða áhrif það hefði á sýn annarra ríkja á bankakerfi Belgíu og það að sitja á endanum uppi með að þurfa að greiða Rússum skaðabætur. Þá hafa Belgar einnig sagt að haldlagning sjóðanna gæti komið niður á friðarviðræðum. Belgar eru einnig taldir hagnast töluvert á vöxtunum af þessum sjóðum en hluti þeirra vaxta hefur verið notaður til að fjármagna vopnakaup handa Úkraínumönnum. Samkvæmt frétt Politico þyrftu Úkraínumenn ekki að endurgreiða lánið fyrr en stjórnvöld í Rússlandi greiða ríkinu skaðabætur vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Slíkt þykir verulega ólíklegt. Af áðurnefndum 210 milljörðum evra yrði 115 varið í varnir Úkraínu. Fimmtíu milljarðar yrðu notaðir til að fjármagna ríkisreksturinn og 45 milljarðar yrðu notaðir til að endurgreiða lán G7-ríkjanna til Úkraínu frá því í fyrra. Utanríkisráðherra Belgíu sagði í dag að áætlun framkvæmdastjórnarinnar fjallaði ekki nægilega um áhyggjur Belga. BBC hefur eftir honum að framkvæmdastjórnin geri lítið úr áhyggjum þeirra. Móðir úkraínsks hermanns sem féll í átökum nærri Pokrovsk syrgir son sinn í jarðarför í dag.AP/Evgeniy Maloletka Kallar ætlanir framkvæmdastjórnarinnar þjófnað Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að ef hald verði lagt á þessa sjóði Rússa í ESB yrði það ekkert annað en þjófnaður. Hann og háttsettir embættismenn í ríkisstjórn hans hafa verið harðorðir í garð Evrópumanna að undanförnu. Fyrr í vikunni sagði Pútín að Rússar væru tilbúnir í stríð við Evrópu, ef til þess kæmi. Hann sagði þó að Rússar myndu ekki hefja það stríð. Pútín og hans fólk hafa ítrekað haldið því fram að ríki Evrópu beri ábyrgð á því að ekki sé búið að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. Það að bakhjarlar Úkraínu beri ábyrgð á þjáningum Úkraínumanna og stríðinu yfir höfuð með því að hafa framlengt það með stuðningi við Úkraínumenn er algengur áróður frá Rússum. Ummælunum er einnig ætlað að reka fleyg milli Evrópu og Bandaríkjanna, þar sem Trump er ólmur í að koma á friði en ráðamenn í Evrópu óttast að Rússar hafi í raun ekki áhuga á friði og að náist að koma á friði yrði það eingöngu til skamms tíma. Umdeildar ætlanir Bandaríkjamanna og Rússa Í nýlega opinberuðum og umdeildum friðartillögum sem skrifaðar voru af bandarískum og rússneskum erindrekum, þar á meðal Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, og rússneskum auðjöfri, eru þessir sjóðir Rússa í Belgíu nefndir sérstaklega og hvernig eigi að verja þeim. Þar kom fram að hundrað milljarðar dala af þeim yrðu settir í fjárfestingasjóð sem ætlaður væri til uppbyggingar í Úkraínu og að ríki Evrópu myndu einnig setja hundrað milljarða dala í hann. Bandaríkjamenn ættu hins vegar að hirða helming hagnaðarins. Þá stóð til að restin af peningum Rússa færi í sameiginlegar fjárfestingar Bandaríkjamanna og Rússa. Þessir liðir friðaráætlunarinnar féllu ekki í kramið í Evrópu. Breski fjárfestirinn Bill Browder, sem stýrir Hermitage-fjárfestingasjóðnum, og hefur lengi verið mjög gagnrýninn á stjórnvöld Pútíns í Rússlandi, sagði í dag að frá sjónarhóli Rússa væri einungis einn tilgangur með yfirstandandi friðarviðræðum. Sjá einnig: Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Það væri að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn beiti Rússa umfangsmiklum refsiaðgerðum sem bandarískir þingmenn hafa undirbúið en Trump hefur ekki viljað setja á og að gera ráðamönnum í Evrópu erfiðara að leggja hald á frysta sjóði Rússa. Putin Meets With Witkoff and Kushner for Nearly Five Hours and the two sides did not reach any specific compromises, an aide to President Vladimir V. Putin said, as the United States pushes a plan to end the war in Ukraine.Let me translate for you what this means. There was… https://t.co/0z7KAlRF5t— Sir William Browder KCMG (@Billbrowder) December 3, 2025 Hermitage-fjárfestingasjóðurinn var á árum áður mjög stór í Rússlandi en Browder var vísað úr landi. Hann fékk mann sem hét Sergei Magnitskí, til að taka upp málstað sinn í Rússlandi en Magnitskí var endurskoðandi sem sérhæfði sig í baráttu gegn spillingu. Hann sakaði rússneska embættismenn um umfangsmikinn þjófnað á opinberu fé en var handtekinn árið 2008 og sakaður um skattsvik. Árið 2009, rétt áður en sleppa átti honum úr haldi, var Magnitskí barinn til dauða í fangelsi. Eftir það barðist Magnitskí fyrir refsiaðgerðum gegn rússneskum embættismönnum sem taldir voru hafa komið að dauða Magnitskís og var það samþykkt árið 2012. Umræddum embættismönnum hefur síðan verið bannað að koma til Bandaríkjanna og nýta sér bankaþjónustu þar.
Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Donald Trump Hernaður Belgía Tengdar fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hittast á fundi í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í dag. Athygli hefur vakið að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki mæta á fundinn. Það er sögulega afar sjaldgæft að ráðherra Bandaríkjanna sjái sér ekki fært að mæta þegar ráðamenn NATO-ríkja hittast, en framkvæmdastjóri bandalagsins kveðst sýna fjarveru Rubio fullan skilning. 3. desember 2025 10:47 Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að fall Pokrovsk muni gera rússneskum hermönnum kleift að sækja fram lengra inn í Úkraínu. Hann sagði borgina vera mikilvægan lið í því að ná fram markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ eins og hann kallar innrásina í Úkraínu. 1. desember 2025 23:22 Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Úkraínsk sendinefnd er á leið til Flórída í Bandaríkjunum þar sem hun mun funda með utanríkisráðherra landsins og aðalsamningamanni Bandaríkjastjórnar um friðartillögurnar sem lagðar voru fram um síðustu helgi. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum vonar að viðræðurnar skili jákvæðum árangri en aðdragandi fundarins hafi ekki verið góður. 30. nóvember 2025 14:02 Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Andrí Jermak, áhrifamikill starfsmannastjóri Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, hefur sagt af sér. Forsetinn segir að umfangsmiklar breytingar verði gerðar á skrifstofu forsetaembættisins en Jermak sagði af sér eftir að hann var bendlaður við umfangsmikið spillingarmál í orkugeira Úkraínu. 28. nóvember 2025 15:36 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hittast á fundi í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í dag. Athygli hefur vakið að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki mæta á fundinn. Það er sögulega afar sjaldgæft að ráðherra Bandaríkjanna sjái sér ekki fært að mæta þegar ráðamenn NATO-ríkja hittast, en framkvæmdastjóri bandalagsins kveðst sýna fjarveru Rubio fullan skilning. 3. desember 2025 10:47
Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að fall Pokrovsk muni gera rússneskum hermönnum kleift að sækja fram lengra inn í Úkraínu. Hann sagði borgina vera mikilvægan lið í því að ná fram markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ eins og hann kallar innrásina í Úkraínu. 1. desember 2025 23:22
Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Úkraínsk sendinefnd er á leið til Flórída í Bandaríkjunum þar sem hun mun funda með utanríkisráðherra landsins og aðalsamningamanni Bandaríkjastjórnar um friðartillögurnar sem lagðar voru fram um síðustu helgi. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum vonar að viðræðurnar skili jákvæðum árangri en aðdragandi fundarins hafi ekki verið góður. 30. nóvember 2025 14:02
Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Andrí Jermak, áhrifamikill starfsmannastjóri Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, hefur sagt af sér. Forsetinn segir að umfangsmiklar breytingar verði gerðar á skrifstofu forsetaembættisins en Jermak sagði af sér eftir að hann var bendlaður við umfangsmikið spillingarmál í orkugeira Úkraínu. 28. nóvember 2025 15:36