Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2025 09:57 Ársæll hefur verið skólastjóri í Borgarholtsskóla frá árinu 2016. Vísir Fulltrúar úr fráfarandi skólanefnd Borgarholtskóla skora á mennta- og barnamálaráðherra að falla frá ákvörðun sinni um að framlengja ekki skipunartíma Ársæls Guðmundssonar skólameistara skólans. Fulltrúar sem setið hafa í skólanefndinni telja ákvörðun ráðherra órökstudda og án aðdraganda auk þess sem þau gruni að með ákvörðun sinni sé ráðherra að refsa Ársæli fyrir gagnrýni sem hann hafi haldið á lofti um áform stjórnvalda um málefni framhaldsskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjórum fulltrúum sem voru í skólanefnd Borgarholtsskóla. Yfirlýsingin er viðbragð við ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, um að auglýsa stöðu skólameistara í Borgó og framlengja ekki skipun Ársæls. „Undirrituð störfuðu með Ársæli Guðmundssyni skólameistara í skólanefnd Borgarholtsskóla síðastliðin fjögur ár. Það fer ekki fram hjá neinum að þar er á ferðinni mikill skólamaður og baráttumaður fyrir íslenskt menntakerfi. Ársæll hefur unnið á vettvangi menntamála í hartnær 40 ár og víða lagt hönd á plóg. Ákvörðun ráðherra kemur okkur í opna skjöldu, ákvörðun sem tekin er án aðdraganda og án þess að röksemdir fylgi ákvörðuninni. Ráðherra ætlar að auglýsa embættið og neitarþar með að framlengja starfssamning Ársæls, þvert á það sem hefur viðgengist á þessum vettvangi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Undir hana rita Fanný Gunnarsdóttir fv. formaður skólanefndar, Grétar Halldór Gunnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson og Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans eru þau fjögur af fimm fulltrúum í skólanefnd. Þau telji einnig að stjórnendur skólans hafi leyst vel úr fjölmörgum áskorunum sem þurft hafi að leysa, til að mynda við móttöku hóps nemenda með fjölþættan vanda þrátt fyrir skort á fjármögnun. Þá hafi verið sett á laggirnar ný deild í pípulögnum þrátt fyrir skort á húsnæði og stjórnendur almennt sinnt hlutverki sínu af prýði. „Því miður læðist að okkur sá grunur að skelegg afstaða Ársæls í haust þegar hann gagnrýndi opinberlega hugmyndir ráðherra sem boðaði verulegar breytingar á stjórnun og skipulagi framhaldsskólanna hafi haft áhrif eða ráðið þessari ákvörðun. Getur það verið að skólameistara sé refsað fyrir það að hafa aðra sýn en ráðherra, sýn sem byggir á áratugalangri reynslu af rekstri framhaldsskóla? Ef svo er – þá er það hættuleg þróun. Aðrir skólameistarar hljóta að staldra við og hugsa sinn gang,“ segir í yfirlýsingunni. „Að lokum hvetjum við ráðherra til að endurmeta ákvörðun sína, íslenskt menntakerfi hefur ekki efni á að missa af vettvangi skólamann eins og Ársæl Guðmundsson.“ Framhaldsskólar Stjórnsýsla Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Reykjavík Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjórum fulltrúum sem voru í skólanefnd Borgarholtsskóla. Yfirlýsingin er viðbragð við ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, um að auglýsa stöðu skólameistara í Borgó og framlengja ekki skipun Ársæls. „Undirrituð störfuðu með Ársæli Guðmundssyni skólameistara í skólanefnd Borgarholtsskóla síðastliðin fjögur ár. Það fer ekki fram hjá neinum að þar er á ferðinni mikill skólamaður og baráttumaður fyrir íslenskt menntakerfi. Ársæll hefur unnið á vettvangi menntamála í hartnær 40 ár og víða lagt hönd á plóg. Ákvörðun ráðherra kemur okkur í opna skjöldu, ákvörðun sem tekin er án aðdraganda og án þess að röksemdir fylgi ákvörðuninni. Ráðherra ætlar að auglýsa embættið og neitarþar með að framlengja starfssamning Ársæls, þvert á það sem hefur viðgengist á þessum vettvangi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Undir hana rita Fanný Gunnarsdóttir fv. formaður skólanefndar, Grétar Halldór Gunnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson og Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans eru þau fjögur af fimm fulltrúum í skólanefnd. Þau telji einnig að stjórnendur skólans hafi leyst vel úr fjölmörgum áskorunum sem þurft hafi að leysa, til að mynda við móttöku hóps nemenda með fjölþættan vanda þrátt fyrir skort á fjármögnun. Þá hafi verið sett á laggirnar ný deild í pípulögnum þrátt fyrir skort á húsnæði og stjórnendur almennt sinnt hlutverki sínu af prýði. „Því miður læðist að okkur sá grunur að skelegg afstaða Ársæls í haust þegar hann gagnrýndi opinberlega hugmyndir ráðherra sem boðaði verulegar breytingar á stjórnun og skipulagi framhaldsskólanna hafi haft áhrif eða ráðið þessari ákvörðun. Getur það verið að skólameistara sé refsað fyrir það að hafa aðra sýn en ráðherra, sýn sem byggir á áratugalangri reynslu af rekstri framhaldsskóla? Ef svo er – þá er það hættuleg þróun. Aðrir skólameistarar hljóta að staldra við og hugsa sinn gang,“ segir í yfirlýsingunni. „Að lokum hvetjum við ráðherra til að endurmeta ákvörðun sína, íslenskt menntakerfi hefur ekki efni á að missa af vettvangi skólamann eins og Ársæl Guðmundsson.“
Framhaldsskólar Stjórnsýsla Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Reykjavík Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira