„Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 08:40 Aryna Sabalenka er efsts á heimslistanum í tennis og hefur verið lengi. Getty/Adam Hunger Jason Stacy, líkamsræktar- og hugarfarsþjálfari efstu tennisleikkonu heims, Arynu Sabalenka, útskýrir að jafnvel fremstu íþróttamenn heims þurfi að aðlaga æfingar sínar meðan á tíðahringnum stendur. Stacy ræddi þessa viðkvæmu hlið þegar kemur að því að þjálfa íþróttakonur þegar hann heimsótti doktor Kristen Holmes í hlaðvarpsþáttinn The Line. Holmes spurði þjálfarann út í tíðahringinn í tengslum við æfingar. „Ef þú horfir á regluleika og lengd tíðahringsins, þá er þetta mjög erfitt fyrir líkama konunnar þegar hún æfir,“ sagði Holmes. Ekki hægt að finna neinar upplýsingar „Eins langt og ég man þá sá ég að það var eitthvað þarna. Það var samt ekki hægt að finna neinar upplýsingar um hvernig ætti að æfa, hvernig ætti að gera þetta, eða hver væri munurinn. Ég hef unnið með svo mörgum stelpum, jafnvel með sumum af yngri stelpunum, og sá hvernig þetta hafði áhrif á líðan þeirra og meiðslin sem þær urðu fyrir,“ sagði Jason Stacy og hann segir ekki síst snúast um það hvernig íþróttakonunum líður þegar þær ganga í gegnum þessa mánaðarlegu heimsókn. Hvað er eiginlega í gangi með hana? „Eins og hjá Arenu að þú getur séð leiki þar sem þú hugsar: Hvað er eiginlega í gangi með hana? Það hefur ekkert með neitt annað að gera en tíðahringinn hennar, tímasetninguna, þar sem hún hefur bara enga tilfinningu fyrir líkamanum sínum,“ sagði Stacy. View this post on Instagram A post shared by The Line (@theline.show) „Við erum að vinna í ýmsu til að hjálpa með þetta, sem við munum alltaf vera að vinna í. Þú getur samt ekki alltaf breytt þessum hlutum, sérstaklega með okkar lífsstíl. Dagskráin er ákveðin. Forgangsatriði númer eitt hjá mér er að tryggja að hún haldi heilsu sem kona,“ sagði Stacy. Vill ekki að hún taki getnaðarvarnir „Ég vil ekki að hún taki alls konar getnaðarvarnir og geri alla þessa mismunandi hluti þar sem allir vilja stoppa þetta eða hafa áhrif á tíðahringinn. Ég segi bara, heyrðu, þú veist, við ætlum að tryggja að hún upplifi heilbrigðan tíðahring. Ég vil um fram allt að þegar hún vill eignast fjölskyldu, þá mun hún geta eignast fjölskyldu. Þegar hún er hætt að keppa, þá verður hún andlega, líkamlega og tilfinningalega sterk og heilbrigð,“ sagði Stacy. Aryna Sabalenka er 27 ára gömul og hefur unnið fjögur risamót á ferlinum. Hún hefur verið samfellt í efsta sæti heimslistans í tennis síðan í október 2024 og alls í 67 vikur á ferlinum. Sabalenka vann Opna bandaríska mótið á dögunum en tapið í úrslitaleiknum á bæði Opna ástralska og Opna franska. Hún komst í undanúrlitin á Wimbledon-mótinu. Tennis Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Stacy ræddi þessa viðkvæmu hlið þegar kemur að því að þjálfa íþróttakonur þegar hann heimsótti doktor Kristen Holmes í hlaðvarpsþáttinn The Line. Holmes spurði þjálfarann út í tíðahringinn í tengslum við æfingar. „Ef þú horfir á regluleika og lengd tíðahringsins, þá er þetta mjög erfitt fyrir líkama konunnar þegar hún æfir,“ sagði Holmes. Ekki hægt að finna neinar upplýsingar „Eins langt og ég man þá sá ég að það var eitthvað þarna. Það var samt ekki hægt að finna neinar upplýsingar um hvernig ætti að æfa, hvernig ætti að gera þetta, eða hver væri munurinn. Ég hef unnið með svo mörgum stelpum, jafnvel með sumum af yngri stelpunum, og sá hvernig þetta hafði áhrif á líðan þeirra og meiðslin sem þær urðu fyrir,“ sagði Jason Stacy og hann segir ekki síst snúast um það hvernig íþróttakonunum líður þegar þær ganga í gegnum þessa mánaðarlegu heimsókn. Hvað er eiginlega í gangi með hana? „Eins og hjá Arenu að þú getur séð leiki þar sem þú hugsar: Hvað er eiginlega í gangi með hana? Það hefur ekkert með neitt annað að gera en tíðahringinn hennar, tímasetninguna, þar sem hún hefur bara enga tilfinningu fyrir líkamanum sínum,“ sagði Stacy. View this post on Instagram A post shared by The Line (@theline.show) „Við erum að vinna í ýmsu til að hjálpa með þetta, sem við munum alltaf vera að vinna í. Þú getur samt ekki alltaf breytt þessum hlutum, sérstaklega með okkar lífsstíl. Dagskráin er ákveðin. Forgangsatriði númer eitt hjá mér er að tryggja að hún haldi heilsu sem kona,“ sagði Stacy. Vill ekki að hún taki getnaðarvarnir „Ég vil ekki að hún taki alls konar getnaðarvarnir og geri alla þessa mismunandi hluti þar sem allir vilja stoppa þetta eða hafa áhrif á tíðahringinn. Ég segi bara, heyrðu, þú veist, við ætlum að tryggja að hún upplifi heilbrigðan tíðahring. Ég vil um fram allt að þegar hún vill eignast fjölskyldu, þá mun hún geta eignast fjölskyldu. Þegar hún er hætt að keppa, þá verður hún andlega, líkamlega og tilfinningalega sterk og heilbrigð,“ sagði Stacy. Aryna Sabalenka er 27 ára gömul og hefur unnið fjögur risamót á ferlinum. Hún hefur verið samfellt í efsta sæti heimslistans í tennis síðan í október 2024 og alls í 67 vikur á ferlinum. Sabalenka vann Opna bandaríska mótið á dögunum en tapið í úrslitaleiknum á bæði Opna ástralska og Opna franska. Hún komst í undanúrlitin á Wimbledon-mótinu.
Tennis Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira